Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2024 16:42 Odee er hvergi af baki dottinn. Odee Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum. Úrskurðurinn sem var kunngjörður aðilum máls með tölvubréfi í morgun gerir það að verkum að Odee þarf að afhenda Samherja vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja og birti opinbera afsökun vegna Namibíumálsins á. Dómari í málinu féllst á allar kröfur Samherja í málinu án þess að eiginleg aðalmeðferð færi fram í því. Hann taldi málsástæður Odees um að um varða listræna tjáningu væri að ræða, ekki myndu halda vatni í aðalmeðferð. Samherji sé samherji hans í listinni „List myndar öldur og samherji minn í listinni, Samherji, hefur fengið á sig brotsjó. Áframhaldandi tilraun hans til að magna We're Sorry [herferð Odees] hefur umvafið hann í gagnrýninni sem hann reyndi að þagga niður og varpað enn sterkara kastljósi á brot hans, ekki bara í Namibíu heldur einnig gegn tjáningarfrelsinu og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Aðgerðir Samherja gegn mér og list minni er tilraun til þess að þagga niður í röddum sem gagnrýna hann,“ segir í yfirlýsingu Odees vegna málsins. Þetta sé einn öflugasti eiginleiki listarinnar, hæfni hennar til að ögra valdhöfum, varpa rýrð á kerfið og ýta undir samtal. Verkið þegar orðið sögulegt Odee segir að verkið sé þegar orðið sögulegt, ekkert íslensk listaverk hafi orðið andlag dómsmáls af þessu tagi, hvað þá fyrir æðsta dómstigi í öðru landi og höfðað af fyrirtæki sem hafi verið staðið að margvíslegum brotum. „Færa má rök fyrir því að það sé orðið þekktasta nútímalistaverk Íslands. Úrskurðurinn staðfestir vilja stórfyrirtækis og hræðir þá sem höfðu hugsað sér að gagnrýna Samherja opinberlega. Núna sýnir listaverkið fram á þessa hræðslu og hvernig Samherji notar hana til að ritskoða og þagga niður opinbera gagnrýni. Lögmaðurinn vann frítt í fimm hundruð tíma Odee segir að Samherji hafi vonast til þess að hann myndi gefast upp undir gríðarlegum þrýstingi Samherja. Hann hafi ekki verið einn í baráttunni gegn gríðarlega fjársterkum andstæðingi sínum. Hann hefði ekki getað rekið málið ef lögmaður hans Andra Matei og lögmannsstofan Avant-Garde Lawyers hefðu ekki veitt honum fimm hundruð klukkustundir af endurgjaldslausri lögfræðiaðstoð. Odee ásamt Öndru Matei, lögmanni hans í málinu.Odee Þau hafi skipt sköpum í málinu og komið því í kring að dómari í málinu veitti honum yfir höfuð áheyrn. Hann ræði nú við lögmenn sína um það hvernig hann geti haldið baráttu sinni áfram að verja rétt sinn til listrænar tjáningar. Hlutverki verksins í að ýta samfélagslegri umræðu upp á yfirborðið sé hvergi nærri lokið. Samherjaskjölin Dómsmál Myndlist Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12 Mál Samherja gegn Odee tekið fyrir dóm í vikunni Réttarhöld í máli Samherja gegn Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefjast í London á fimmtudag. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu. 24. september 2024 08:53 Listamenn skora á Samherja að falla frá málsókn gegn ODEE Stjórn Bandalags íslenskra listamanna lýsir yfir eindregnum stuðningi við baráttu gjörningalistamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, ODEE, fyrir tjáningarfrelsi sínu. Bandalagið skorar á Samherja að falla frá málsókn sinni gegn Oddi. Þá skora þau einnig á fyrirtækið að virða tjáningarfrelsið. 12. september 2024 12:36 Starbucks kemur ekki til Íslands Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. 5. ágúst 2024 09:39 Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. 26. maí 2023 16:21 Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Úrskurðurinn sem var kunngjörður aðilum máls með tölvubréfi í morgun gerir það að verkum að Odee þarf að afhenda Samherja vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja og birti opinbera afsökun vegna Namibíumálsins á. Dómari í málinu féllst á allar kröfur Samherja í málinu án þess að eiginleg aðalmeðferð færi fram í því. Hann taldi málsástæður Odees um að um varða listræna tjáningu væri að ræða, ekki myndu halda vatni í aðalmeðferð. Samherji sé samherji hans í listinni „List myndar öldur og samherji minn í listinni, Samherji, hefur fengið á sig brotsjó. Áframhaldandi tilraun hans til að magna We're Sorry [herferð Odees] hefur umvafið hann í gagnrýninni sem hann reyndi að þagga niður og varpað enn sterkara kastljósi á brot hans, ekki bara í Namibíu heldur einnig gegn tjáningarfrelsinu og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Aðgerðir Samherja gegn mér og list minni er tilraun til þess að þagga niður í röddum sem gagnrýna hann,“ segir í yfirlýsingu Odees vegna málsins. Þetta sé einn öflugasti eiginleiki listarinnar, hæfni hennar til að ögra valdhöfum, varpa rýrð á kerfið og ýta undir samtal. Verkið þegar orðið sögulegt Odee segir að verkið sé þegar orðið sögulegt, ekkert íslensk listaverk hafi orðið andlag dómsmáls af þessu tagi, hvað þá fyrir æðsta dómstigi í öðru landi og höfðað af fyrirtæki sem hafi verið staðið að margvíslegum brotum. „Færa má rök fyrir því að það sé orðið þekktasta nútímalistaverk Íslands. Úrskurðurinn staðfestir vilja stórfyrirtækis og hræðir þá sem höfðu hugsað sér að gagnrýna Samherja opinberlega. Núna sýnir listaverkið fram á þessa hræðslu og hvernig Samherji notar hana til að ritskoða og þagga niður opinbera gagnrýni. Lögmaðurinn vann frítt í fimm hundruð tíma Odee segir að Samherji hafi vonast til þess að hann myndi gefast upp undir gríðarlegum þrýstingi Samherja. Hann hafi ekki verið einn í baráttunni gegn gríðarlega fjársterkum andstæðingi sínum. Hann hefði ekki getað rekið málið ef lögmaður hans Andra Matei og lögmannsstofan Avant-Garde Lawyers hefðu ekki veitt honum fimm hundruð klukkustundir af endurgjaldslausri lögfræðiaðstoð. Odee ásamt Öndru Matei, lögmanni hans í málinu.Odee Þau hafi skipt sköpum í málinu og komið því í kring að dómari í málinu veitti honum yfir höfuð áheyrn. Hann ræði nú við lögmenn sína um það hvernig hann geti haldið baráttu sinni áfram að verja rétt sinn til listrænar tjáningar. Hlutverki verksins í að ýta samfélagslegri umræðu upp á yfirborðið sé hvergi nærri lokið.
Samherjaskjölin Dómsmál Myndlist Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12 Mál Samherja gegn Odee tekið fyrir dóm í vikunni Réttarhöld í máli Samherja gegn Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefjast í London á fimmtudag. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu. 24. september 2024 08:53 Listamenn skora á Samherja að falla frá málsókn gegn ODEE Stjórn Bandalags íslenskra listamanna lýsir yfir eindregnum stuðningi við baráttu gjörningalistamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, ODEE, fyrir tjáningarfrelsi sínu. Bandalagið skorar á Samherja að falla frá málsókn sinni gegn Oddi. Þá skora þau einnig á fyrirtækið að virða tjáningarfrelsið. 12. september 2024 12:36 Starbucks kemur ekki til Íslands Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. 5. ágúst 2024 09:39 Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. 26. maí 2023 16:21 Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12
Mál Samherja gegn Odee tekið fyrir dóm í vikunni Réttarhöld í máli Samherja gegn Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefjast í London á fimmtudag. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu. 24. september 2024 08:53
Listamenn skora á Samherja að falla frá málsókn gegn ODEE Stjórn Bandalags íslenskra listamanna lýsir yfir eindregnum stuðningi við baráttu gjörningalistamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, ODEE, fyrir tjáningarfrelsi sínu. Bandalagið skorar á Samherja að falla frá málsókn sinni gegn Oddi. Þá skora þau einnig á fyrirtækið að virða tjáningarfrelsið. 12. september 2024 12:36
Starbucks kemur ekki til Íslands Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. 5. ágúst 2024 09:39
Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. 26. maí 2023 16:21
Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39