Málið sneri að stórfelldu fíknefnabroti þriggja manna, þar á meðal Fleischers, með því að standa að innflutningi á hassi í júní í fyrra. Um var að ræða enn eitt skútumálið en að þessu sinni voru um 160 kíló af hassi í skútunni, sem þeir Fleischer og Poul Frederik Olsen, hugðust sigla til Grænlands frá Danmörku.
Í Héraðsdómi Reykjaness var Olsen dæmdur til sex ára fangelsisvistar, Fleischer fimm ára og þriðji maðurinn hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, var dæmdur í átján mánaða fangelsi, en hann kom til Íslands til að aðstoða hina tvo.
Fleischer var viðstaddur þegar Landsréttur mildaði refsingu hans í fjögurra ára fangelsi í dag.