Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2024 17:05 HSÍ er á meðal aðildarsambanda ÍSÍ sem ætti að fá hærri fjárúthlutun á næsta ári. Vísir/Anton Brink Stefnt er að því að auka umtalsvert á fjárveitingar ríkisins til afreksíþrótta hérlendis. Mennta- og barnamálaráðherra greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu ÍSÍ í dag. Framlög ríkisins í Afrekssjóð hafa staðið í stað í fjögur ár og hátt ákall heyrst úr íþróttahreyfingunni um aukningu undanfarin misseri. Landslið Íslands í hópfimleikum þurfti til að mynda að selja klósettpappír til að komast á Evrópumótið í Bakú í haust. Vésteinn Hafsteinsson, sem var á síðasta ári ráðinn afreksstjóri ÍSÍ, hefur verið hvað háværastur í ákallinu sem virðist nú eiga að bregðast við. ÍSÍ úthlutar úr sjóðnum til sérsambanda en öll 32 sérsamböndin sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár hlutu styrk. HSÍ fékk hæsta upphæð í ár, tæpar 85 milljónir króna, en þar á eftir var Fimleikasamband Íslands sem hlaut tæpar 50 milljónir króna. Í dag renna 800 milljónir frá ríkinu til ÍSÍ en þar af fara 392 milljónir í Afrekssjóð. Sú upphæð hefur verið sú sama frá árinu 2020 og hefur ríkisstjórnin sætt gagnrýni fyrir. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála.vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir um að ræða aukningu um 650 milljónir króna sem renni alfarið til afreksstarfs. Hækkun á heildarupphæðinni sem ÍSÍ fær frá ríkinu nemur um 80 prósent, úr 800 milljónum í 1.450 milljónir. Í dag fara allar 392 milljónirnar sem eyrnamerktar eru afreksstarfi ÍSÍ beint í Afrekssjóð ÍSÍ. Framlög ríkisins til afreksstarfs hækka því úr 392 milljónum í 1.042 milljónir króna. Í dag fara 392 milljónir í afreksstarf sem alla renna beint í Afrekssjóð. Nú bætast 650 milljónir við sem munu ekki allar fara í sjóðinn eins og verið hefur.Vísir/Hjalti Þó er ekki útséð að framlög til Afrekssjóðsins sjálfs hækki í þá upphæð þar sem það sé útfærsluatriði hversu mikið af milljónunum 650 sem bætast við renni í Afrekssjóð. Því fé verði meðal annars skipt milli jöfnunarsjóðs, stuðnings við rekstur aðildarsambanda og stuðning við yngri landslið auk Afrekssjóðsins. Búið er að klára aðra umræðu um tillöguna í fjárlaganefnd og kveðst Ásmundur bjartsýnn á að málið verði afgreitt í fjárlögum á Alþingi. Milljónunum 650 verður skipt niður og renna til að mynda til yngri landsliða. Nákvæm skipting er úrlausnarmál hjá ÍSÍ en gera má ráð fyrir að Afrekssjóðurinn hækki í það minnsta í 715 milljónir.Vísir/Hjalti ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Framlög ríkisins í Afrekssjóð hafa staðið í stað í fjögur ár og hátt ákall heyrst úr íþróttahreyfingunni um aukningu undanfarin misseri. Landslið Íslands í hópfimleikum þurfti til að mynda að selja klósettpappír til að komast á Evrópumótið í Bakú í haust. Vésteinn Hafsteinsson, sem var á síðasta ári ráðinn afreksstjóri ÍSÍ, hefur verið hvað háværastur í ákallinu sem virðist nú eiga að bregðast við. ÍSÍ úthlutar úr sjóðnum til sérsambanda en öll 32 sérsamböndin sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár hlutu styrk. HSÍ fékk hæsta upphæð í ár, tæpar 85 milljónir króna, en þar á eftir var Fimleikasamband Íslands sem hlaut tæpar 50 milljónir króna. Í dag renna 800 milljónir frá ríkinu til ÍSÍ en þar af fara 392 milljónir í Afrekssjóð. Sú upphæð hefur verið sú sama frá árinu 2020 og hefur ríkisstjórnin sætt gagnrýni fyrir. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála.vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir um að ræða aukningu um 650 milljónir króna sem renni alfarið til afreksstarfs. Hækkun á heildarupphæðinni sem ÍSÍ fær frá ríkinu nemur um 80 prósent, úr 800 milljónum í 1.450 milljónir. Í dag fara allar 392 milljónirnar sem eyrnamerktar eru afreksstarfi ÍSÍ beint í Afrekssjóð ÍSÍ. Framlög ríkisins til afreksstarfs hækka því úr 392 milljónum í 1.042 milljónir króna. Í dag fara 392 milljónir í afreksstarf sem alla renna beint í Afrekssjóð. Nú bætast 650 milljónir við sem munu ekki allar fara í sjóðinn eins og verið hefur.Vísir/Hjalti Þó er ekki útséð að framlög til Afrekssjóðsins sjálfs hækki í þá upphæð þar sem það sé útfærsluatriði hversu mikið af milljónunum 650 sem bætast við renni í Afrekssjóð. Því fé verði meðal annars skipt milli jöfnunarsjóðs, stuðnings við rekstur aðildarsambanda og stuðning við yngri landslið auk Afrekssjóðsins. Búið er að klára aðra umræðu um tillöguna í fjárlaganefnd og kveðst Ásmundur bjartsýnn á að málið verði afgreitt í fjárlögum á Alþingi. Milljónunum 650 verður skipt niður og renna til að mynda til yngri landsliða. Nákvæm skipting er úrlausnarmál hjá ÍSÍ en gera má ráð fyrir að Afrekssjóðurinn hækki í það minnsta í 715 milljónir.Vísir/Hjalti
ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. 11. maí 2024 07:01