Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2024 18:01 Matthijs de Ligt bendir David Coote dómara á það að boltinn fór í hendi Danny Ings áður en hann fiskaði vítið. Getty/James Gill Howard Webb, yfirmaður dómara í enska fótboltanum, hefur viðurkennt það að myndbandsdómarar gerðu mistök í leik West Ham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í vetur. West Ham vann 2-1 sigur á United 27. október en Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var rekinn daginn eftir þetta tap. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að myndbandsdómarar kölluðu á David Coote dómara í skjáinn. Myndbandsdómarinn var Michael Oliver. Eftir að hafa farið í skjáinn þá dæmdi Coote víti á Matthijs de Ligt fyrir brot á Danny Ings. Jarrod Bowen skoraði úr vítinu og endaði um leið stjóraferil Ten Hag á Old Trafford. „Það var ekki rétt metið hjá VAR að kalla á hann í skjáinn,“ sagði Howard Webb í þættinum Mic'd Up á Sky Sports. „VAR er vanalega með allt á hreinu og traustsins vert en þarna fara menn að einblína á fótinn á De Ligt. Það að fótur hans hafi farið í Danny Ings en ekki farið í boltann. Boltinn er þegar farinn framhjá De Ligt þegar hann sparkar í Danny Ings,“ sagði Webb. „VAR sér brotið. Þeir voru bara of mikið að skoða þennan hluta af því sem var í gangi. Ég tel að þeir hafi ekki átt að skipta sér að þessu,“ sagði Webb. „Þetta er dæmi um það þegar ákvörðunin á vellinum á að standa, sama hvað sé dæmt. Mér sjálfum finnst þetta ekki vera víti,“ sagði Webb. 🙅 It was the wrong decision, says Howard Webb. pic.twitter.com/0tJwJ4KscK— Match of the Day (@BBCMOTD) November 13, 2024 Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
West Ham vann 2-1 sigur á United 27. október en Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var rekinn daginn eftir þetta tap. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að myndbandsdómarar kölluðu á David Coote dómara í skjáinn. Myndbandsdómarinn var Michael Oliver. Eftir að hafa farið í skjáinn þá dæmdi Coote víti á Matthijs de Ligt fyrir brot á Danny Ings. Jarrod Bowen skoraði úr vítinu og endaði um leið stjóraferil Ten Hag á Old Trafford. „Það var ekki rétt metið hjá VAR að kalla á hann í skjáinn,“ sagði Howard Webb í þættinum Mic'd Up á Sky Sports. „VAR er vanalega með allt á hreinu og traustsins vert en þarna fara menn að einblína á fótinn á De Ligt. Það að fótur hans hafi farið í Danny Ings en ekki farið í boltann. Boltinn er þegar farinn framhjá De Ligt þegar hann sparkar í Danny Ings,“ sagði Webb. „VAR sér brotið. Þeir voru bara of mikið að skoða þennan hluta af því sem var í gangi. Ég tel að þeir hafi ekki átt að skipta sér að þessu,“ sagði Webb. „Þetta er dæmi um það þegar ákvörðunin á vellinum á að standa, sama hvað sé dæmt. Mér sjálfum finnst þetta ekki vera víti,“ sagði Webb. 🙅 It was the wrong decision, says Howard Webb. pic.twitter.com/0tJwJ4KscK— Match of the Day (@BBCMOTD) November 13, 2024
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira