Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 14:12 Vetrartíð gerði á Norðurlandi í byrjun júní. Bændur supu seyðið af henni. Vísir/Vilhelm Tjón af völdum óvenjulegrar kuldatíðar í vor og sumar hefur verið skráð á fjórða hundrað búa, fyrst og fremst á Norðurlandi. Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að fara yfir tjón bænda og leggja fram tillögur um stuðning við þá. Kuldi gerði bændum á norðanverðu landinu lífið leitt í vor og sumar. Í byrjun júní gerði vetrartíð með snjókomu og gulum og appelsínugulum veðurviðvörunum. Tjón varð á búfénaði í kuldakastinu, sáning spilltist vegna mikillar bleytu og foks og kaltjón varð á túnum. Þá er óvenjufáar sólskilsstundir sagðar hafa leitt til hærri raforkukostnaðar hjá garðyrkjubændum. Tjón var skráð á 375 búum vegna búfénaðs, uppskeru, afurðataps og kostnaðar við endursáningu. Þá hafa Bjargráðasjóði borist 123 umsóknir um stuðning vegna kaltjóns allt frá Strandabyggð til Múlaþings. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa starfshóp til að fara yfir tjón bænda vegna kuldatíðarinnar á fundi sínum á föstudag. Hann á að gera tillögur um útfærslur og umfangs stuðningsaðgerða, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hópurinn á að skila matvælaráðherra tillögum í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að um 300 milljónum króna verði varið til stuðnings til bænda vegna kaltjónsins. Bjargráðasjóður afgreiðir umsóknir um þann stuðning. Sjóðurinn greiddi út 442 milljónir króna vegna kal- og girðingartjóns sem varð veturinn 2019 til 2020. Þá er áætlað að fjörutíu milljónir króna vanti upp á að fjárheimildir til niðurgreiðslu flutnings og dreifingar raforku til garðyrkjubænda dugi til að ná 95 prósent niðurgreiðsluhlutfalli sem er gert ráð fyrir í samningi ríkisins og Bændasamtakanna. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætis-, matvæla- og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Landbúnaður Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Kuldi gerði bændum á norðanverðu landinu lífið leitt í vor og sumar. Í byrjun júní gerði vetrartíð með snjókomu og gulum og appelsínugulum veðurviðvörunum. Tjón varð á búfénaði í kuldakastinu, sáning spilltist vegna mikillar bleytu og foks og kaltjón varð á túnum. Þá er óvenjufáar sólskilsstundir sagðar hafa leitt til hærri raforkukostnaðar hjá garðyrkjubændum. Tjón var skráð á 375 búum vegna búfénaðs, uppskeru, afurðataps og kostnaðar við endursáningu. Þá hafa Bjargráðasjóði borist 123 umsóknir um stuðning vegna kaltjóns allt frá Strandabyggð til Múlaþings. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa starfshóp til að fara yfir tjón bænda vegna kuldatíðarinnar á fundi sínum á föstudag. Hann á að gera tillögur um útfærslur og umfangs stuðningsaðgerða, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hópurinn á að skila matvælaráðherra tillögum í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að um 300 milljónum króna verði varið til stuðnings til bænda vegna kaltjónsins. Bjargráðasjóður afgreiðir umsóknir um þann stuðning. Sjóðurinn greiddi út 442 milljónir króna vegna kal- og girðingartjóns sem varð veturinn 2019 til 2020. Þá er áætlað að fjörutíu milljónir króna vanti upp á að fjárheimildir til niðurgreiðslu flutnings og dreifingar raforku til garðyrkjubænda dugi til að ná 95 prósent niðurgreiðsluhlutfalli sem er gert ráð fyrir í samningi ríkisins og Bændasamtakanna. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætis-, matvæla- og fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Landbúnaður Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21