Hætt eftir drónaskandalinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2024 08:32 Bev Priestman snýr ekki aftur sem þjálfari kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta. getty/Vaughn Ridley Bev Priestman er hætt sem þjálfari kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir drónaskandalinn á Ólympíuleikunum í París. Priestman var send heim af Ólympíuleikunum og dæmd í eins árs bann frá fótbolta af FIFA eftir að upp komst að þjálfarateymi Kanada hafði notað dróna til að njósna um æfingu andstæðinga þeirra, Nýja-Sjálands. Auk Priestmans voru leikgreinandinn Joseph Lombardi og aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander einnig dæmd í bann. Kanadíska knattspyrnusambandið lét fara fram sjálfstæða rannsókn á málinu. Meðal niðurstaða hennar var að drónaskandalinn væri lýsandi fyrir óásættanlega menningu sem hefði þrifist innan landsliðsins. Í gær var svo greint frá því að Priestman, Lombardi og Mander myndu ekki snúa aftur til starfa hjá kanadíska liðinu. Rannsóknin á drónaskandalnum leiddi í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem brögðum sem þessum hafði verið beitt af þjálfarateymi Kanada. Þó fundust engar vísbendingar um að njósnir á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 þar sem kanadíska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Það gæti þó skýrst af öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom þó fram að leikmenn kanadíska liðsins hefðu ekki séð neitt af efninu sem þjálfarateymið aflaði með njósnunum. Einhverjir í þjálfarateymi Kanada settu spurningarmerki við njósnirnar en þögðu þunnu hljóði. Sex stig voru dregin af Kanada eftir að upp komst um njósnirnar á Ólympíuleikunum. Þrátt fyrir það komst kanadíska liðið upp úr sínum riðli en tapaði fyrir Þýskalandi í átta liða úrslitum. Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira
Priestman var send heim af Ólympíuleikunum og dæmd í eins árs bann frá fótbolta af FIFA eftir að upp komst að þjálfarateymi Kanada hafði notað dróna til að njósna um æfingu andstæðinga þeirra, Nýja-Sjálands. Auk Priestmans voru leikgreinandinn Joseph Lombardi og aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander einnig dæmd í bann. Kanadíska knattspyrnusambandið lét fara fram sjálfstæða rannsókn á málinu. Meðal niðurstaða hennar var að drónaskandalinn væri lýsandi fyrir óásættanlega menningu sem hefði þrifist innan landsliðsins. Í gær var svo greint frá því að Priestman, Lombardi og Mander myndu ekki snúa aftur til starfa hjá kanadíska liðinu. Rannsóknin á drónaskandalnum leiddi í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem brögðum sem þessum hafði verið beitt af þjálfarateymi Kanada. Þó fundust engar vísbendingar um að njósnir á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 þar sem kanadíska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Það gæti þó skýrst af öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom þó fram að leikmenn kanadíska liðsins hefðu ekki séð neitt af efninu sem þjálfarateymið aflaði með njósnunum. Einhverjir í þjálfarateymi Kanada settu spurningarmerki við njósnirnar en þögðu þunnu hljóði. Sex stig voru dregin af Kanada eftir að upp komst um njósnirnar á Ólympíuleikunum. Þrátt fyrir það komst kanadíska liðið upp úr sínum riðli en tapaði fyrir Þýskalandi í átta liða úrslitum.
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira