Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 11:47 Tisza-flokkur Peters Magyar hefur mælst stærri en FIdesz-flokkur Orbán í nýlegum skoðanakönnunum. Næst verður kosið í Ungverjalandi árið 2026. Vísir/EPA Leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar sakar ríkisstjórn Viktors Orbán forsætisráðherra um að njósna um sig og aðstoðarmenn sína. Líkir hann hlerununum við Watergate-hneykslið sem felldi Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta. Péter Magyar, leiðtogi Tisza-flokksins, bar ásakanir sínar fram á fréttamannafundi í Búdapest í gær. Fullyrti hann að þjóðhollir leyniþjónustumenn hefðu upplýst sig um að íbúð sín, skrifstofur flokksins og farartæki hefðu verið hleruð um margra mánaða skeið. Orbán sjálfur hefði vitað af hlerunum. Magyar lagði þó ekki fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Sakaði Magyar ríkisstjórnina um að ætla að koma höggi á sig með blöndu af raunverulegum upptökum og hljóðbrotum sem væru fölsuð með hjálp gervigreindar. Þá hélt hann því fram að Fidesz-flokkur Orbán hefði greitt fyrrverandi kærustu sinni til þess að taka upp samtöl við hann á laun. „Ríkisstjórnin vill þagga niður í okkur en það er ekki hægt að þagga niður í milljónum manna,“ sagði Magyar sem kallaði njósnirnar „ungverskt Watergate-mál“. Watergate-hneykslið snerist að hluta til um símahleranir skósveina Richards Nixon um Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. Nixon sagði af sér embætti vegna tilrauna sinna til þess að hylma yfir óþverrabrögð sem endurkjörsnefnd hans beitti árið 1974. Talsmaður ríkisstjórnarinnar gerði lítið úr ásökunum Magyar. „Einhver hefur horft á of margar njósnamyndir í leiðindum sínum,“ hefur Politico eftir Eszter Vitályos. Ungverjaland Mannréttindi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Péter Magyar, leiðtogi Tisza-flokksins, bar ásakanir sínar fram á fréttamannafundi í Búdapest í gær. Fullyrti hann að þjóðhollir leyniþjónustumenn hefðu upplýst sig um að íbúð sín, skrifstofur flokksins og farartæki hefðu verið hleruð um margra mánaða skeið. Orbán sjálfur hefði vitað af hlerunum. Magyar lagði þó ekki fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Sakaði Magyar ríkisstjórnina um að ætla að koma höggi á sig með blöndu af raunverulegum upptökum og hljóðbrotum sem væru fölsuð með hjálp gervigreindar. Þá hélt hann því fram að Fidesz-flokkur Orbán hefði greitt fyrrverandi kærustu sinni til þess að taka upp samtöl við hann á laun. „Ríkisstjórnin vill þagga niður í okkur en það er ekki hægt að þagga niður í milljónum manna,“ sagði Magyar sem kallaði njósnirnar „ungverskt Watergate-mál“. Watergate-hneykslið snerist að hluta til um símahleranir skósveina Richards Nixon um Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. Nixon sagði af sér embætti vegna tilrauna sinna til þess að hylma yfir óþverrabrögð sem endurkjörsnefnd hans beitti árið 1974. Talsmaður ríkisstjórnarinnar gerði lítið úr ásökunum Magyar. „Einhver hefur horft á of margar njósnamyndir í leiðindum sínum,“ hefur Politico eftir Eszter Vitályos.
Ungverjaland Mannréttindi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira