Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 23:27 Teodoro Obiang Nguema forseti Miðbaugs-Gíneu er frændi Engonga, mannsins sem kynlífsmyndböndum var dreift af. getty Kynlífsskandall skekur nú afríkuríkið Miðbaugs-Gíneu, eitt fátækasta ríki heims. Á bilinu 150 til 400 kynlífsmyndböndum hefur verið lekið um netið síðustu daga sem sýna háttsettan embættismann og frænda forseta landsins, Baltasar Ebang Engonga, í kynlífsathöfnum við hinar ýmsu konur. Sumar þeirra eru eiginkonur annarra stjórnmálamanna landsins. Í frétt BBC um málið kemur fram að grunur leiki á að lekinn sé samsæri gegn Engonga. Það hefur hins vegar reynst fjölmiðlum erfitt að staðreyna upplýsingar í málinu enda ríkir ekki fjölmiðlafrelsi í landinu. Það liggur aftur á móti fyrir að fyrrgreindum myndböndum hefur verið lekið. Í frétt BBC segir að Engonga hafi fengið viðurnefnið „Bello“ þar sem hann þyki einstaklega myndarlegur. Kynlífsmyndböndin hafi mörg hver tekin á skrifstofu Engonga, sem gegnir embætti forstjóra fjármálaeftirlits landsins, og virðist konurnar margar meðvitaðar um að verið sé að taka þær upp. Þrátt fyrir stöðu hans innan fjármálaeftirlitsins var Engonga sjálfur rannsakaður fyrir fjármálamisferli og handtekinn 25. október síðastliðinn fyrir skattsvik. Fartölva hans var tekin í aðgerðum lögreglu og nokkrum dögum síðar fóru myndböndin umræddu í dreifingu víða á netinu. Engonga er frændi forsetans Teodoro Obiang Nguema, sem nú er kominn á 82 aldursár, en Engonga hefur lengi talinn með líklegustu mönnum til að taka við af Nguema. Sá hefur verið við völd frá árinu 1979 og endurkjörinn nokkrum sinnum, á milli þess sem pólitískir andstæðingar hans hafa verið fangelsaðir eða teknir af lífi. Miðbaugs-Gínea er eins og áður segir eitt fátækasta ríki heims en þar búa um 1,7 milljónir manna. Þetta er ekki fyrsti skandallinn sem kemur upp í ríkinu. Margir skandalar tengjast syni Nguema forseta, Teodoro Obiang Mangue, sem nú er varaforseti. Sá hefur lifað glamúrlífi og átti á einum tímapunkti demantshanska sem áður var í eigu Michael Jackson. Sá hanski var metinn á 42 milljónir króna. Hanski Jackson var eitt sinn í eigu varaforseta Miðbaugs-Gíneu.getty Miðbaugs-Gínea Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Í frétt BBC um málið kemur fram að grunur leiki á að lekinn sé samsæri gegn Engonga. Það hefur hins vegar reynst fjölmiðlum erfitt að staðreyna upplýsingar í málinu enda ríkir ekki fjölmiðlafrelsi í landinu. Það liggur aftur á móti fyrir að fyrrgreindum myndböndum hefur verið lekið. Í frétt BBC segir að Engonga hafi fengið viðurnefnið „Bello“ þar sem hann þyki einstaklega myndarlegur. Kynlífsmyndböndin hafi mörg hver tekin á skrifstofu Engonga, sem gegnir embætti forstjóra fjármálaeftirlits landsins, og virðist konurnar margar meðvitaðar um að verið sé að taka þær upp. Þrátt fyrir stöðu hans innan fjármálaeftirlitsins var Engonga sjálfur rannsakaður fyrir fjármálamisferli og handtekinn 25. október síðastliðinn fyrir skattsvik. Fartölva hans var tekin í aðgerðum lögreglu og nokkrum dögum síðar fóru myndböndin umræddu í dreifingu víða á netinu. Engonga er frændi forsetans Teodoro Obiang Nguema, sem nú er kominn á 82 aldursár, en Engonga hefur lengi talinn með líklegustu mönnum til að taka við af Nguema. Sá hefur verið við völd frá árinu 1979 og endurkjörinn nokkrum sinnum, á milli þess sem pólitískir andstæðingar hans hafa verið fangelsaðir eða teknir af lífi. Miðbaugs-Gínea er eins og áður segir eitt fátækasta ríki heims en þar búa um 1,7 milljónir manna. Þetta er ekki fyrsti skandallinn sem kemur upp í ríkinu. Margir skandalar tengjast syni Nguema forseta, Teodoro Obiang Mangue, sem nú er varaforseti. Sá hefur lifað glamúrlífi og átti á einum tímapunkti demantshanska sem áður var í eigu Michael Jackson. Sá hanski var metinn á 42 milljónir króna. Hanski Jackson var eitt sinn í eigu varaforseta Miðbaugs-Gíneu.getty
Miðbaugs-Gínea Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira