Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Árni Sæberg skrifar 9. nóvember 2024 09:13 Hvasst verður á Breiðafirði við norðanvert Snæfellsnes. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun vegna sunnan storms á norðanverðu Snæfellsnesi. Viðvörunin gildir til klukkan 11. Á vef Veðurstofunnar segir að búast megi við sunnan 18 til 25 metrum á sekúndu á norðanverðu Snæfellsnesi með snörpum vindhviðum. Varasamt verði að aka um svæðið á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Annars staðar á Breiðafirði verði mun hægari vindur. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í nótt hafi lægð komið inn á Grænlandshaf og bætt hafi í vind Suðvestur- og Vesturlandi, allvíða hafi verið og verði suðaustan tíu til átján metrar á sekúndu þar og rigning eða súld með köflum, en hvassviðri eða stormur um tíma á norðanverðu Snæfellsnesi. Svo lægi á þessum slóðum þegar nær dregur hádegi. Í öðrum landshlutum verði fremur rólegt veður í dag, rigning eða súld á Suðausturlandi og Austfjörðum, annars úrkomulítið. Hiti fimm til þrettán stig. Í kringum hádegi á morgun gangi svo í vestan og síðar suðvestan tíu til átján metra með skúrum, en þá stytti smám saman upp á Austurlandi. Heldur fari kólnandi. Veður Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að búast megi við sunnan 18 til 25 metrum á sekúndu á norðanverðu Snæfellsnesi með snörpum vindhviðum. Varasamt verði að aka um svæðið á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Annars staðar á Breiðafirði verði mun hægari vindur. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í nótt hafi lægð komið inn á Grænlandshaf og bætt hafi í vind Suðvestur- og Vesturlandi, allvíða hafi verið og verði suðaustan tíu til átján metrar á sekúndu þar og rigning eða súld með köflum, en hvassviðri eða stormur um tíma á norðanverðu Snæfellsnesi. Svo lægi á þessum slóðum þegar nær dregur hádegi. Í öðrum landshlutum verði fremur rólegt veður í dag, rigning eða súld á Suðausturlandi og Austfjörðum, annars úrkomulítið. Hiti fimm til þrettán stig. Í kringum hádegi á morgun gangi svo í vestan og síðar suðvestan tíu til átján metra með skúrum, en þá stytti smám saman upp á Austurlandi. Heldur fari kólnandi.
Veður Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Sjá meira