Fimm Íslandsmet og jafn mörg HM lágmörk litu dagsins ljós í Hafnafirði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2024 20:31 Símon Elías Statkevcius bætti 16 ára gamalt Íslandsmet í dag. Sundsamband Íslands Íslands- og unglingameistaramótið í sundi hófst í morgun í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Mótið hófst með látum þar sem fimm Íslandsmet, tvö unglingamet og fimm lágmörk fyrir komandi heimsmeistaramót litu dagsins ljós. HM25 fer fram í Búdapest þann 10. til 15 desember næstkomandi. Birnir Freyr Hálfdánarson, SH bætti 17 ára gamalt Íslandsmet Arnar Arnarsonar í 100 metra flugsundi þegar hann synti á tímanum 52,51 sekúndum. Birnir tvíbætti einnig unglingametið í greininni í dag, bæði í undanrásum og í úrslitum. Birnir Freyr Hálfdánarson bætti 17 ára gamalt Íslandsmet í dag.Sundsamband Íslands Símon Elías Statkevcius , SH bætti 16 ára gamalt Íslandsmet Árna Más Árnasonar í 50 metra skriðsundi þegar hann synti á tímanum 21,93 sekúndu. Símon tryggði sér einnig lágmark á HM25. Karlasveit SH í 4 x 50 metra fjórsundi karla bætti einnig 17 ára gamalt Íslandsmet í morgun þegar þeir syntu á tímanum 1:38,70 mínútu. Sveitina skipuðu þeir Bergur Fáfnir Bjarnason, Snorri Dagur Einarsson, Birnir Freyr Hálfdánarson og Símon Elías Statkevicius. Kvennasveit SH setti einnig Íslandsmet í 4 x 200m skriðsundi og bætti þar með 15 ára Íslandsmet í greininni þegar þær syntu á 8:14,55 mínútum. Sveitina skipuðu þær Nadja Djurovic, Katja Lilja Andryisdóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero. Karlasveit SH setti sitt annað Íslandsmet í dag þegar drengirnir syntu 4 x 200m skriðsund á tímanum 7:17,71 mínútum. Sveitina skipuðu þeir Ýmir Chateney Sölvason, Birnir Freyr Hálfdánarson, Magnús Víðir Jónsson og Veigar Hrafn Sigþórsson. Vala Dís Cicero, SH setti unglingamet í 400 metra skriðsundi í morgun í undanrásum og tryggði sér einnig lágmark á HM25. Einar Margeir Ágústson ÍA tryggði sér einnig lágmark á HM25 í tvígang í dag í 100 metra fjórsundi. Það gerði einnig Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB í 200 metra baksundi, en Guðmundur hafði synt undir lágmarkinu á Cube-mótinu í lok október. Nú hafa alls sex sundmenn tryggt sig inn á HM25 í Búdapest. Þau eru: Einar Margeir Ágústsson, Guðmundur Leó Rafnsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Símon Elías Statkevicius, Snorri Dagur Einarsson, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Vala Dís Cicero. Sund Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Birnir Freyr Hálfdánarson, SH bætti 17 ára gamalt Íslandsmet Arnar Arnarsonar í 100 metra flugsundi þegar hann synti á tímanum 52,51 sekúndum. Birnir tvíbætti einnig unglingametið í greininni í dag, bæði í undanrásum og í úrslitum. Birnir Freyr Hálfdánarson bætti 17 ára gamalt Íslandsmet í dag.Sundsamband Íslands Símon Elías Statkevcius , SH bætti 16 ára gamalt Íslandsmet Árna Más Árnasonar í 50 metra skriðsundi þegar hann synti á tímanum 21,93 sekúndu. Símon tryggði sér einnig lágmark á HM25. Karlasveit SH í 4 x 50 metra fjórsundi karla bætti einnig 17 ára gamalt Íslandsmet í morgun þegar þeir syntu á tímanum 1:38,70 mínútu. Sveitina skipuðu þeir Bergur Fáfnir Bjarnason, Snorri Dagur Einarsson, Birnir Freyr Hálfdánarson og Símon Elías Statkevicius. Kvennasveit SH setti einnig Íslandsmet í 4 x 200m skriðsundi og bætti þar með 15 ára Íslandsmet í greininni þegar þær syntu á 8:14,55 mínútum. Sveitina skipuðu þær Nadja Djurovic, Katja Lilja Andryisdóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero. Karlasveit SH setti sitt annað Íslandsmet í dag þegar drengirnir syntu 4 x 200m skriðsund á tímanum 7:17,71 mínútum. Sveitina skipuðu þeir Ýmir Chateney Sölvason, Birnir Freyr Hálfdánarson, Magnús Víðir Jónsson og Veigar Hrafn Sigþórsson. Vala Dís Cicero, SH setti unglingamet í 400 metra skriðsundi í morgun í undanrásum og tryggði sér einnig lágmark á HM25. Einar Margeir Ágústson ÍA tryggði sér einnig lágmark á HM25 í tvígang í dag í 100 metra fjórsundi. Það gerði einnig Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB í 200 metra baksundi, en Guðmundur hafði synt undir lágmarkinu á Cube-mótinu í lok október. Nú hafa alls sex sundmenn tryggt sig inn á HM25 í Búdapest. Þau eru: Einar Margeir Ágústsson, Guðmundur Leó Rafnsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Símon Elías Statkevicius, Snorri Dagur Einarsson, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Vala Dís Cicero.
Sund Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó