Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2024 14:44 Vefmyndavélum hefur verið fjölgað til að fylgjast betur með gossprungum og hraunflæði. Vísir/Vilhelm Lítil skjálftavirkni hefur verið á Sundhnúksgígaröðinni í kjölfar skjálftahrinunnar sem varð aðfararnótt síðastliðins mánudags. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80 prósent af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að vefmyndavélum hafi verið fjölgað til að fylgjast betur með gossprungum og hraunflæði. „Aðfararnótt mánudagsins 4. nóvember mældist skammvinn jarðskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni. Síðan þá hefur jarðskjálftavirkni þar verið lítil og eingöngu fimm smáskjálftar mælst eftir hrinuna. Þó er líklegt að mikið hvassviðri síðustu daga hafi haft áhrif á getu jarðskjálftakerfisins til að nema allra smæstu skjálftana á svæðinu. Landris og kvikusöfnun í Svartsengi heldur áfram. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn .Ef hraði kvikusöfnunar helst óbreyttur styttist í að kvikumagnið undir Svartsengi verði sambærilegt því sem hafði safnast þegar síðasta kvikuhlaup varð og eldgos hófst. Veðurstofan reiknar þó með að meira magn þurfi nú að safnast fyrir undir Svartsengi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Línurit sem sýnir þróun kvikusöfnunar og áætlað heildarmagn kviku í kvikuhólfinu undir Svartsengi frá 25. október. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn.Veðurstofan Vefmyndavélum fjölgað til að vakta umbrotasvæðið Veðurstofan hefur sett upp tvær nýjar vefmyndavélar. Nýju myndavélarnar eru staðsettar við norður og suðurenda umbrotasvæðsins, á Litla-Skógfelli í norðri og Húsafjalli í suðri. Stefnt er að því að setja upp tvær vefmyndavélar til viðbótar á næstunni. Þetta er gert til að geta vaktað betur mögulegar gosopnanir og hraunflæði ef til eldgoss kæmi, en heildarlengd þess svæðis á Sundhnúksgígaröðinni þar sem líklegt er að gossprungur opnist er um 9 km,“ segir á vef Veðurstofunnar. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að vefmyndavélum hafi verið fjölgað til að fylgjast betur með gossprungum og hraunflæði. „Aðfararnótt mánudagsins 4. nóvember mældist skammvinn jarðskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni. Síðan þá hefur jarðskjálftavirkni þar verið lítil og eingöngu fimm smáskjálftar mælst eftir hrinuna. Þó er líklegt að mikið hvassviðri síðustu daga hafi haft áhrif á getu jarðskjálftakerfisins til að nema allra smæstu skjálftana á svæðinu. Landris og kvikusöfnun í Svartsengi heldur áfram. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn .Ef hraði kvikusöfnunar helst óbreyttur styttist í að kvikumagnið undir Svartsengi verði sambærilegt því sem hafði safnast þegar síðasta kvikuhlaup varð og eldgos hófst. Veðurstofan reiknar þó með að meira magn þurfi nú að safnast fyrir undir Svartsengi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Línurit sem sýnir þróun kvikusöfnunar og áætlað heildarmagn kviku í kvikuhólfinu undir Svartsengi frá 25. október. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn.Veðurstofan Vefmyndavélum fjölgað til að vakta umbrotasvæðið Veðurstofan hefur sett upp tvær nýjar vefmyndavélar. Nýju myndavélarnar eru staðsettar við norður og suðurenda umbrotasvæðsins, á Litla-Skógfelli í norðri og Húsafjalli í suðri. Stefnt er að því að setja upp tvær vefmyndavélar til viðbótar á næstunni. Þetta er gert til að geta vaktað betur mögulegar gosopnanir og hraunflæði ef til eldgoss kæmi, en heildarlengd þess svæðis á Sundhnúksgígaröðinni þar sem líklegt er að gossprungur opnist er um 9 km,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08