Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2024 15:09 Hátt í tvö hundruð björgarsveitarmenn tóku þátt í björgunar- og leitarstörfum í Breiðamerkurjökli í ágúst. Einn lést og ein slasaðist en vegna ruglings leiðsögumanna var leitað að fólki undir ís fram á næsta dag þrátt fyrir að það hefði aldrei neinir fleiri ferðamenn verið. Vísir/Vilhelm Starfshópur sem var skipaður eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar leggur til að auknar kröfur verði gerðar um menntun og reynslu leiðsögumanna. Mörg fyrirtæki sem bjóða upp á jöklaferðir hafi ekki leiðsögumenn með nauðsynlega menntun. Bandarískur karlmaður lést og ófrísk kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau í svelg í Breiðamerkurjökli í ágúst. Þau voru í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis sem markaðssetti svelginn sem íshelli. Töluverð gagnrýni kom fram í kjölfarið á að ferðaþjónustufyrirtæki stunduðu slíkar ferðir að sumri til. Vatnajökulsþjóðgarður stöðvaði ferðirnar tímabundið eftir banaslysið. Eftir að þær hófust aftur í haust hefur verið unnið eftir nýju verklagi sem felur meðal annars í sér daglegt áhættumat á jöklinum. Tveimur dögum eftir slysið var skipaður starfshópur ráðuneytisstjóra fjögurra ráðuneyta til þess að afla upplýsinga um slysið og skoða öryggi í íshellaferðum almennt. Niðurstöður hópsins voru kynntar í ríkisstjórn í morgun. Starfshópurinn mælir hvorki til bann við jökla- eða íshellaferðum, hvort sem er eftir árstíma eða svæðum og vísar til atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár og almannaréttar. Hann leggur þó til nokkrar úrbætur til þess að auka öryggi jöklaferða sem hann segir geta verið hættulegar, sérstaklega að sumri og í hlýindum þegar leysing er í gangi. Styrki betur nám í fjallamennsku Æskilegt er sagt að gera kröfu um að leiðsögumenn hafi lokið námskeiðum í jöklaleiðsögn og að skilyrði verði sett um það í samningum þjóðgarðsins við ferðaþjónustuaðila. Öryggisáætlanir ferðaþjónustufyrirtækja verði einnig hluti af leyfisveitingaferlinu. Mörg fyrirtækjanna sem bjóða upp á skipulagðar jöklaferðir eru sögð ekki með leiðsögumenn sem hafi lokið nauðsynlegri menntun. Auk þess leggur hópurinn til að menntun leiðsögumanna verði betur tryggð innan menntakerfisins. Óvíst sé með framtíð grunnáms í fjallamennsku hjá Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu eftir næsta vor. Starfshópurinn segir til dæmis hægt að styðja Félag fjallaleiðsögumanna og tryggja fjármögnun námsins til lengri tíma. Þá vill starfshópurinn að unnið verði áhættumat á jöklum sem verði nýtt til að meta áhættu í skipulögðum ferðum og að haldin verði skrá um slys og óhöpp í ferðaþjónustu. Eftir banaslysið í sumar kom fram að ferðamaður hefði orðið fyrir íshruni á sama stað skömmu áður sem Vatnajökulsþjóðgarður sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um. Starfshópurinn segir mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna að geta lært af slysum og skráning þeirra sé nauðsynleg af þeim sökum. Höfðu um tíu milljarða upp úr jöklaferðunum Úttekt starfshópsins leiddi í ljós að um 400 þúsund manns hefðu farið í skipulagða jöklaferð í fyrra, um fimmtungur allra ferðamanna sem kom til landsins. Miðað við meðalverð slíkra ferða megi áætla að ferðaþjónustan hafi haft um tíu milljarða króna í tekjur af þeim árið 2023. Þá séu ótalin hliðaráhrif þeirra eins og gisting, bílaleigur og veitingastaðir. Alls sjái 36 fyrirtæki um framkvæmd jöklaferða en mörg þeirra reki slíka starfsemi á fleiri en einum jökli. Fjórtán fyrirtæki hafi starfsemi á Breiðamerkurjökli, tíu á Sólheimajökli, tíu á Skaftafellsjökli, níu á Kötlujökli, sjö á Langjökli og eitt á Öræfajökli. Vatnajökulsþjóðgarður kærði ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli í haust og endurnýjaði ekki samning við það. Frá ánni Skálm þar sem jökulhlaup varð í sumar.Jóhann K. Jóhannsson Voru með ferðamenn í Kötlujökli þegar jökulhlaup varð í sumar Starfshópurinn segir að gæta þurfi sérstakrar varúðar í ferðum í Kötlujökul vegna hættu á hlaupum. Flóp geti þar átt sér stað með litlum sem engum fyrirvara. Mesta hættan sé að sumarlagi þegar jarðhitakatlar innan Kötluöskjunnar tengist við kerfi leysingarvatns í jöklinum. Íshellar myndist í þeim rásum og reikna megi með að hlaupvatn renni um þá. Stórslys er sagt hefðu getað orðið þegar hlaup varð í Leirá og Skálm í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið með ferðamenn í íshellaferðum í Kötlujökli á þeim tíma þegar hlaupið varð þrátt fyrir að jarðvísindamenn hafi allt eins búist við hlaupinu niður jökulinn. Þrátt fyrir að slysið í Breiðamerkujökli hefði verið fyrsta banaslysið í skipulagðri jöklaferð á Íslandi væru þekkt dæmi um að ferðafólk á eigin vegum í óskipulögðum ferðum hefði lent í háska. Slys hefðu þannig orðið við Blágnípujökul og í íshellum í Hrafntinnuskeri og Kverkjökli. Legið hefði nærri slysum vegna jökulhlaupa í íshellum á austanverðum Breiðamerkurjökli. Fréttin hefur verið uppfærð. Vatnajökulsþjóðgarður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Bandarískur karlmaður lést og ófrísk kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau í svelg í Breiðamerkurjökli í ágúst. Þau voru í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis sem markaðssetti svelginn sem íshelli. Töluverð gagnrýni kom fram í kjölfarið á að ferðaþjónustufyrirtæki stunduðu slíkar ferðir að sumri til. Vatnajökulsþjóðgarður stöðvaði ferðirnar tímabundið eftir banaslysið. Eftir að þær hófust aftur í haust hefur verið unnið eftir nýju verklagi sem felur meðal annars í sér daglegt áhættumat á jöklinum. Tveimur dögum eftir slysið var skipaður starfshópur ráðuneytisstjóra fjögurra ráðuneyta til þess að afla upplýsinga um slysið og skoða öryggi í íshellaferðum almennt. Niðurstöður hópsins voru kynntar í ríkisstjórn í morgun. Starfshópurinn mælir hvorki til bann við jökla- eða íshellaferðum, hvort sem er eftir árstíma eða svæðum og vísar til atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár og almannaréttar. Hann leggur þó til nokkrar úrbætur til þess að auka öryggi jöklaferða sem hann segir geta verið hættulegar, sérstaklega að sumri og í hlýindum þegar leysing er í gangi. Styrki betur nám í fjallamennsku Æskilegt er sagt að gera kröfu um að leiðsögumenn hafi lokið námskeiðum í jöklaleiðsögn og að skilyrði verði sett um það í samningum þjóðgarðsins við ferðaþjónustuaðila. Öryggisáætlanir ferðaþjónustufyrirtækja verði einnig hluti af leyfisveitingaferlinu. Mörg fyrirtækjanna sem bjóða upp á skipulagðar jöklaferðir eru sögð ekki með leiðsögumenn sem hafi lokið nauðsynlegri menntun. Auk þess leggur hópurinn til að menntun leiðsögumanna verði betur tryggð innan menntakerfisins. Óvíst sé með framtíð grunnáms í fjallamennsku hjá Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu eftir næsta vor. Starfshópurinn segir til dæmis hægt að styðja Félag fjallaleiðsögumanna og tryggja fjármögnun námsins til lengri tíma. Þá vill starfshópurinn að unnið verði áhættumat á jöklum sem verði nýtt til að meta áhættu í skipulögðum ferðum og að haldin verði skrá um slys og óhöpp í ferðaþjónustu. Eftir banaslysið í sumar kom fram að ferðamaður hefði orðið fyrir íshruni á sama stað skömmu áður sem Vatnajökulsþjóðgarður sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um. Starfshópurinn segir mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna að geta lært af slysum og skráning þeirra sé nauðsynleg af þeim sökum. Höfðu um tíu milljarða upp úr jöklaferðunum Úttekt starfshópsins leiddi í ljós að um 400 þúsund manns hefðu farið í skipulagða jöklaferð í fyrra, um fimmtungur allra ferðamanna sem kom til landsins. Miðað við meðalverð slíkra ferða megi áætla að ferðaþjónustan hafi haft um tíu milljarða króna í tekjur af þeim árið 2023. Þá séu ótalin hliðaráhrif þeirra eins og gisting, bílaleigur og veitingastaðir. Alls sjái 36 fyrirtæki um framkvæmd jöklaferða en mörg þeirra reki slíka starfsemi á fleiri en einum jökli. Fjórtán fyrirtæki hafi starfsemi á Breiðamerkurjökli, tíu á Sólheimajökli, tíu á Skaftafellsjökli, níu á Kötlujökli, sjö á Langjökli og eitt á Öræfajökli. Vatnajökulsþjóðgarður kærði ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli í haust og endurnýjaði ekki samning við það. Frá ánni Skálm þar sem jökulhlaup varð í sumar.Jóhann K. Jóhannsson Voru með ferðamenn í Kötlujökli þegar jökulhlaup varð í sumar Starfshópurinn segir að gæta þurfi sérstakrar varúðar í ferðum í Kötlujökul vegna hættu á hlaupum. Flóp geti þar átt sér stað með litlum sem engum fyrirvara. Mesta hættan sé að sumarlagi þegar jarðhitakatlar innan Kötluöskjunnar tengist við kerfi leysingarvatns í jöklinum. Íshellar myndist í þeim rásum og reikna megi með að hlaupvatn renni um þá. Stórslys er sagt hefðu getað orðið þegar hlaup varð í Leirá og Skálm í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið með ferðamenn í íshellaferðum í Kötlujökli á þeim tíma þegar hlaupið varð þrátt fyrir að jarðvísindamenn hafi allt eins búist við hlaupinu niður jökulinn. Þrátt fyrir að slysið í Breiðamerkujökli hefði verið fyrsta banaslysið í skipulagðri jöklaferð á Íslandi væru þekkt dæmi um að ferðafólk á eigin vegum í óskipulögðum ferðum hefði lent í háska. Slys hefðu þannig orðið við Blágnípujökul og í íshellum í Hrafntinnuskeri og Kverkjökli. Legið hefði nærri slysum vegna jökulhlaupa í íshellum á austanverðum Breiðamerkurjökli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vatnajökulsþjóðgarður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira