Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Jón Þór Stefánsson skrifar 8. nóvember 2024 12:17 Eigandi gistiheimilisins skrapp frá í sauðburð. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á kröfu erlendrar konu, sem kom hingað til lands til að ferðast, um að fyrirtæki sem seldi henni gistingu skyldi endurgreiða henni hluta þess sem hún hafði greitt fyrirtækinu. Konan keypti þjónustu af fyrirtækinu um miðjan apríl á þessu ári vegna ferðar hennar um Ísland milli 13. til 18. maí. Hún borgaði 847 Bandaríkjadali, sem jafngildir um 117 þúsund krónum, fyrir gistingu í fimm nætur víðs vegar um landið og afnot af bílaleigubíl. Síðdegis þann 16. maí kom konan á gistiheimili þar sem hún átti bókað. Enginn starfsmaður var í móttökunni heldur virtist gistiheimilið mannlaust. Olli henni miklum kvíða Miði með nafni hennar og lykli beið hennar á borði móttökunnar. Í úrskurði kærunefndarinnar er haft eftir konunni að vegna þess að hún var einsömul á ferðalagi hafi þessar aðstæður valdið henni miklum kvíða. Þá hafi hún verið búin að panta ákveðið herbergi, en lykillinn hafi verið að öðru herbergi sem hafi litið út eins og geymsla. Hún tók ljósmyndir af herberginu sem lágu fyrir í málinu. Konan sagðist hafa fundið einhver símanúmer í móttökunni, en hún hafi ekki getað hringt í þau því sími hennar virkaði ekki á Íslandi. Hún hafi því brugðið á það ráð að keyra á annan stað í þeim tilgangi að borða kvöldmat. Hún hafi ekki talið sig örugga á gistiheimilinu og borgaði því tvö hundruð Bandaríkjadali, tæplega 30 þúsund, fyrir aðra gistingu. Beið eftir konunni til miðnættis Daginn eftir hafi hún haft samband við áðurnefnt fyrirtæki sem hafi hafnað því að endurgreiða henni. Hún krafðist þess að fá tvö hundruð dali endurgreidda. Það var á þeim forsendum að gistingin sem hún pantaði hafi ekki verið sú sem hún fékk. Í gögnum málsins kom fram að eigandi gistiheimilisins hefði brugðið sér frá síðdegis þennan dag vegna sauðburðar. Hann hafi skilið eftir áðurnefndan miða með símanúmeri sínu myndi hún vilja ná í hann. Eigandinn sagðist síðan hafa komið aftur skömmu síðar og beðið konunnar til miðnættis, en hann vissi ekki að hún hefði komið og farið. Kærunefndin féllst á það með konunni að það herbergi sem hún fékk úthlutað hafi ekki verið jafn gott og herbergið sem hún pantaði. Þrátt fyrir það hefði ekki verið fullreynt milli hennar og eiganda gistiheimilisins að leysa úr þeim vanda þar sem hún hefði yfirgefið staðinn strax í leit að annarri gistingu, og tilkynnt eigandanum og fyrirtækinu það daginn eftir. Því hafnaði nefndin kröfu konunnar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Sauðfé Neytendur Landbúnaður Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Sjá meira
Konan keypti þjónustu af fyrirtækinu um miðjan apríl á þessu ári vegna ferðar hennar um Ísland milli 13. til 18. maí. Hún borgaði 847 Bandaríkjadali, sem jafngildir um 117 þúsund krónum, fyrir gistingu í fimm nætur víðs vegar um landið og afnot af bílaleigubíl. Síðdegis þann 16. maí kom konan á gistiheimili þar sem hún átti bókað. Enginn starfsmaður var í móttökunni heldur virtist gistiheimilið mannlaust. Olli henni miklum kvíða Miði með nafni hennar og lykli beið hennar á borði móttökunnar. Í úrskurði kærunefndarinnar er haft eftir konunni að vegna þess að hún var einsömul á ferðalagi hafi þessar aðstæður valdið henni miklum kvíða. Þá hafi hún verið búin að panta ákveðið herbergi, en lykillinn hafi verið að öðru herbergi sem hafi litið út eins og geymsla. Hún tók ljósmyndir af herberginu sem lágu fyrir í málinu. Konan sagðist hafa fundið einhver símanúmer í móttökunni, en hún hafi ekki getað hringt í þau því sími hennar virkaði ekki á Íslandi. Hún hafi því brugðið á það ráð að keyra á annan stað í þeim tilgangi að borða kvöldmat. Hún hafi ekki talið sig örugga á gistiheimilinu og borgaði því tvö hundruð Bandaríkjadali, tæplega 30 þúsund, fyrir aðra gistingu. Beið eftir konunni til miðnættis Daginn eftir hafi hún haft samband við áðurnefnt fyrirtæki sem hafi hafnað því að endurgreiða henni. Hún krafðist þess að fá tvö hundruð dali endurgreidda. Það var á þeim forsendum að gistingin sem hún pantaði hafi ekki verið sú sem hún fékk. Í gögnum málsins kom fram að eigandi gistiheimilisins hefði brugðið sér frá síðdegis þennan dag vegna sauðburðar. Hann hafi skilið eftir áðurnefndan miða með símanúmeri sínu myndi hún vilja ná í hann. Eigandinn sagðist síðan hafa komið aftur skömmu síðar og beðið konunnar til miðnættis, en hann vissi ekki að hún hefði komið og farið. Kærunefndin féllst á það með konunni að það herbergi sem hún fékk úthlutað hafi ekki verið jafn gott og herbergið sem hún pantaði. Þrátt fyrir það hefði ekki verið fullreynt milli hennar og eiganda gistiheimilisins að leysa úr þeim vanda þar sem hún hefði yfirgefið staðinn strax í leit að annarri gistingu, og tilkynnt eigandanum og fyrirtækinu það daginn eftir. Því hafnaði nefndin kröfu konunnar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Sauðfé Neytendur Landbúnaður Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Sjá meira