Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 16:47 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands Vísir/Arnar Rúm 95 prósent lækna samþykktu í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var um 85 prósent. Verkföll hefjast 25. nóvember. „Það var bæði meiri þátttaka og fleiri hlynntir en síðast. Aðgerðir voru samþykktar á öllum heilbrigðisstofnunum landsins, sjúkrahúsum og á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,“ segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Hefjast 25. nóvember Verkfallsaðgerðirnar verða vikulega og hefjast 25. nóvember. Fyrstu vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá mánudegi 25. nóvember til fimmtudags 28. nóvember frá miðnætti til kl. 12 að hádegi. Næstu vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 3. desember og fimmtudaginn 5. desember. Í þriðju vikunni verða allir vinnustaðir lækna aftur í verkfalli frá mánudegi 9. desember til fimmtudags 12. desember frá miðnætti til kl. 12 á hádegi. Í fjórðu vikunni verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli mánudag 16. desember og miðvikudag 18. desember frá miðnætti til kl. 12 á hádegi. Hlé verður á verkfallsaðgerðum frá 20. desember til og með 5. janúar 2025. Verkfallsaðgerðir halda áfram mánudaginn 6. janúar 2025 með nákvæmlega sama hætti, það er í fjögurra vikna lotum eins og að framan greinir, alveg fram að dymbilviku. Atkvæðagreiðsla á ellefu vinnustöðum Í tilkynningu um atkvæðagreiðsluna kemur fram að á kjörskrá hafi verið 1246. Atkvæði greiddu 1061 eða 85,15 prósent. Já sögðu 1015 eða 95,66 prósent, nei sögðu 32 eða 3,3 prósent á meðan 11 skiluðu auðu eða 1,04 prósent. Þá segir að atkvæði hafi verið greidd á ellefu vinnustöðun lækna og að fjöldi lækna sem samþykkti verkfallsboðun hafi verið allt frá því að vera allir sem greiddu atkvæði niður í að vera 72,2 prósent þeirra sem greiddu atkvæði. Á tveimur vinnustöðum greiddu allir atkvæði með verkfalli, á fimm vinnustöðum greiddu a.m.k. 95% atkvæði með verkfalli, á einum vinnustað greiddu 93% með verkfalli, á tveimur vinnustöðvum greiddu milli 83 og 85% atkvæði með verkfalli og á einum vinnustað greiddu 72% atkvæði með verkfalli. Þá segir að ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins verði tilkynnt á morgun 8. nóvember, um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 25. nóvember nk., enda hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma. Frestuðu verkfalli Læknar frestuðu verkfalli sem hafði verið boðað til síðustu helgi. Steinunn sagði fyrr í vikunni ríkið þrýsta læknum út í harðari verkfallsaðgerðir en lagt var upp með, með því að lýsa því yfir að boðaðar aðgerðir þeirra hefðu verið ólöglegar. Fréttin hefur verið uppfærð. Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi. 4. nóvember 2024 16:59 Læknar fresta verkfalli Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember. 3. nóvember 2024 13:35 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Það var bæði meiri þátttaka og fleiri hlynntir en síðast. Aðgerðir voru samþykktar á öllum heilbrigðisstofnunum landsins, sjúkrahúsum og á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,“ segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Hefjast 25. nóvember Verkfallsaðgerðirnar verða vikulega og hefjast 25. nóvember. Fyrstu vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá mánudegi 25. nóvember til fimmtudags 28. nóvember frá miðnætti til kl. 12 að hádegi. Næstu vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 3. desember og fimmtudaginn 5. desember. Í þriðju vikunni verða allir vinnustaðir lækna aftur í verkfalli frá mánudegi 9. desember til fimmtudags 12. desember frá miðnætti til kl. 12 á hádegi. Í fjórðu vikunni verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli mánudag 16. desember og miðvikudag 18. desember frá miðnætti til kl. 12 á hádegi. Hlé verður á verkfallsaðgerðum frá 20. desember til og með 5. janúar 2025. Verkfallsaðgerðir halda áfram mánudaginn 6. janúar 2025 með nákvæmlega sama hætti, það er í fjögurra vikna lotum eins og að framan greinir, alveg fram að dymbilviku. Atkvæðagreiðsla á ellefu vinnustöðum Í tilkynningu um atkvæðagreiðsluna kemur fram að á kjörskrá hafi verið 1246. Atkvæði greiddu 1061 eða 85,15 prósent. Já sögðu 1015 eða 95,66 prósent, nei sögðu 32 eða 3,3 prósent á meðan 11 skiluðu auðu eða 1,04 prósent. Þá segir að atkvæði hafi verið greidd á ellefu vinnustöðun lækna og að fjöldi lækna sem samþykkti verkfallsboðun hafi verið allt frá því að vera allir sem greiddu atkvæði niður í að vera 72,2 prósent þeirra sem greiddu atkvæði. Á tveimur vinnustöðum greiddu allir atkvæði með verkfalli, á fimm vinnustöðum greiddu a.m.k. 95% atkvæði með verkfalli, á einum vinnustað greiddu 93% með verkfalli, á tveimur vinnustöðvum greiddu milli 83 og 85% atkvæði með verkfalli og á einum vinnustað greiddu 72% atkvæði með verkfalli. Þá segir að ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins verði tilkynnt á morgun 8. nóvember, um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 25. nóvember nk., enda hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma. Frestuðu verkfalli Læknar frestuðu verkfalli sem hafði verið boðað til síðustu helgi. Steinunn sagði fyrr í vikunni ríkið þrýsta læknum út í harðari verkfallsaðgerðir en lagt var upp með, með því að lýsa því yfir að boðaðar aðgerðir þeirra hefðu verið ólöglegar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi. 4. nóvember 2024 16:59 Læknar fresta verkfalli Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember. 3. nóvember 2024 13:35 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Læknar boða miklu harðari aðgerðir Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi. 4. nóvember 2024 16:59
Læknar fresta verkfalli Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember. 3. nóvember 2024 13:35