Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 07:01 Margrét Tryggvadóttir er formaður stjórnar Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. „Storytel er risinn á markaðnum og einráður, hvorki útgefendur né rithöfundar eru að koma vel út úr þessu,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, um samninga við Storytel vegna afnota af hljóðbókum. Hildur Knútsdóttir rithöfundur birti ársuppgjör sitt frá útgáfufyrirtækinu sínu fyrir árið 2023. Þar bendir hún á að hversu lítið rithöfundar fái greitt fyrir hverja spilun á bók þeirra á streymisveitunni Storytel. „Við höfum séð allt niður í ellefu krónur,“ segir Margrét. Rithöfundar sjá aldrei samningana „Vandamál okkar sem höfunda er að við erum ekki með neina samninga við Storytel,“ segir Margrét. Útgefendur sjái alfarið um samningagerð við Storytel um afnot af hljóðbók. „Við sjáum þá [samningana] aldrei.“ Útgefendurnir sjá einnig alfarið um gerð hljóðbókarinnar og selja svo Storytel afnot. Samt sem áður græða þeir lítið sem ekkert á samningunum. „Ég sé sjálf hvað útgefandinn borgaði mér fyrir að lesa bókina og hann er ekki búinn að fá það til baka,“ segir Margrét. Útgefandinn greiði ekki einungis Margréti fyrir lesturinn heldur einni upptökustjóra, ritstjóra og fyrir eftirvinnslu. Hægt er að hlusta á tvær bækur eftir Margréti á Storytel. Hún fær greidd 23% af því sem útgefandinn fær fyrir hverja spilun á Storytel. Aðgangur í mánuð kosti minna en ein bók Hagnaður rithöfunda af spilun hljóðbóka fer eftir lengd bókarinnar. Þeir rithöfundar sem skrifa styttri bækur, oft barnabókarithöfundar, fá því lægri upphæðir greiddar. Margrét segir aðgang að streymisveitunni í mánuð, þar sem hægt sé að hlusta ótakmarkað, kosti minna en ein kilja. „Það sér hver maður að þessar upphæðir skipta ekki neinu máli í heimilisbókhaldi nokkurs og [eru] eiginlega arðrán.“ Margrét segir aðal vandamálið vera að Storytel sé að selja vinnu rithöfunda og afurðir á allt of lágu verði. Höfundarnir væru ekki á móti hljóðbókum en vildu ekki að verk þeirra væru seld langt undir kostnaðarverði. „Við getum ekki gefið verkin okkar,“ segir Margrét. Skoða réttarstöðu sína Rithöfundasambandið hefur leitað til lögfræðinga til að kanna réttarstöðu höfunda. Margrét segir að bæði sé vilji hjá stjórn Rithöfundasambandsins og rithöfundum almennt að hætta samstarfinu. Þau ráðleggi nú öllum rithöfundum að halda hljóðbókarréttinum fyrir sig sjálf í stað þess að selja útgefanda sínum hann. „Þetta er eins og skrímsli sem er búið að éta okkur upp,“ segir Margrét. Hlustun væri mun meiri en framleiðslan. Þá væru ekki allar bækur hentugar sem hljóðbækur. „Fólk er að hlusta á meðan það er að hjóla í vinnuna eða ryksuga, þú ert ekkert að hlusta á eitthvað mjög djúpt.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Storytel Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
„Storytel er risinn á markaðnum og einráður, hvorki útgefendur né rithöfundar eru að koma vel út úr þessu,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, um samninga við Storytel vegna afnota af hljóðbókum. Hildur Knútsdóttir rithöfundur birti ársuppgjör sitt frá útgáfufyrirtækinu sínu fyrir árið 2023. Þar bendir hún á að hversu lítið rithöfundar fái greitt fyrir hverja spilun á bók þeirra á streymisveitunni Storytel. „Við höfum séð allt niður í ellefu krónur,“ segir Margrét. Rithöfundar sjá aldrei samningana „Vandamál okkar sem höfunda er að við erum ekki með neina samninga við Storytel,“ segir Margrét. Útgefendur sjái alfarið um samningagerð við Storytel um afnot af hljóðbók. „Við sjáum þá [samningana] aldrei.“ Útgefendurnir sjá einnig alfarið um gerð hljóðbókarinnar og selja svo Storytel afnot. Samt sem áður græða þeir lítið sem ekkert á samningunum. „Ég sé sjálf hvað útgefandinn borgaði mér fyrir að lesa bókina og hann er ekki búinn að fá það til baka,“ segir Margrét. Útgefandinn greiði ekki einungis Margréti fyrir lesturinn heldur einni upptökustjóra, ritstjóra og fyrir eftirvinnslu. Hægt er að hlusta á tvær bækur eftir Margréti á Storytel. Hún fær greidd 23% af því sem útgefandinn fær fyrir hverja spilun á Storytel. Aðgangur í mánuð kosti minna en ein bók Hagnaður rithöfunda af spilun hljóðbóka fer eftir lengd bókarinnar. Þeir rithöfundar sem skrifa styttri bækur, oft barnabókarithöfundar, fá því lægri upphæðir greiddar. Margrét segir aðgang að streymisveitunni í mánuð, þar sem hægt sé að hlusta ótakmarkað, kosti minna en ein kilja. „Það sér hver maður að þessar upphæðir skipta ekki neinu máli í heimilisbókhaldi nokkurs og [eru] eiginlega arðrán.“ Margrét segir aðal vandamálið vera að Storytel sé að selja vinnu rithöfunda og afurðir á allt of lágu verði. Höfundarnir væru ekki á móti hljóðbókum en vildu ekki að verk þeirra væru seld langt undir kostnaðarverði. „Við getum ekki gefið verkin okkar,“ segir Margrét. Skoða réttarstöðu sína Rithöfundasambandið hefur leitað til lögfræðinga til að kanna réttarstöðu höfunda. Margrét segir að bæði sé vilji hjá stjórn Rithöfundasambandsins og rithöfundum almennt að hætta samstarfinu. Þau ráðleggi nú öllum rithöfundum að halda hljóðbókarréttinum fyrir sig sjálf í stað þess að selja útgefanda sínum hann. „Þetta er eins og skrímsli sem er búið að éta okkur upp,“ segir Margrét. Hlustun væri mun meiri en framleiðslan. Þá væru ekki allar bækur hentugar sem hljóðbækur. „Fólk er að hlusta á meðan það er að hjóla í vinnuna eða ryksuga, þú ert ekkert að hlusta á eitthvað mjög djúpt.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Storytel Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira