Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 20:14 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir verður að sætta sig við fall úr sænsku úrvalsdeildinni. Örebro Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir þurftu í kvöld að sætta sig við fall með Örebro úr sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Norrköping, lið Arnórs Ingva Traustasonar og Ísaks Andra Sigurgeirssonar, bjargaði sér hins vegar frá falli. Örebro steinlá á útivelli gegn einu besta liði deildarinnar, Häcken, 4-0 í kvöld. Áslaug Dóra var í miðri vörn Örebro allan leikinn og Katla María kom inn á þegar tuttugu mínútur voru eftir, en þá var staðan orðin 3-0. Örebro er með 19 stig í næstneðsta sæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir um næstu helgi, og getur ekki lengur náð AIK sem er í næsta sæti fyrir ofan með 23 stig. Örebro fellur með Trelleborg sem er langneðst með aðeins þrjú stig. Í úrvalsdeild karla í Svíþjóð er Norrköping hins vegar búið að bjarga sér frá falli, þó að ein umferð sé eftir, eftir að hafa unnið tvo síðustu leiki sína. Arnór Ingvi tryggði liðinu sigur í síðasta leik og í kvöld vann liðið frábæran 1-0 sigur gegn AIK sem er í 3. sæti deildarinnar. Eina markið var sjálfsmark gestanna um miðjan fyrri hálfleik. Arnór var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping en Ísak sat á bekknum. Arnóri var skipt af velli á 64. mínútu en hann lenti í afar slæmri tæklingu í fyrri hálfleiknum. Norrköping er nú með 34 stig í 11. sæti, fjórum stigum fyrir ofan Värnamo sem er í þriðja neðsta sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Íslensku markverðirnir á bekknum Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson var settur á bekkinn hjá Östersund sem tapaði 2-1 gegn Örgryte á útivelli, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Östersund er í þriðja neðsta sæti fyrir lokaumferðina, jafnt næsta liði fyrir neðan sem er Sundsvall, en tvö lið falla beint niður og næstu tvö fara í umspil um að bjarga sér frá falli. Í Danmörku var landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sem fyrr á varamannabekknum hjá FC Kaupmannahöfn, sem gerði 2-2 jafntefli gegn Silkeborg. FCK er nú með 26 stig í 2.-3. sæti ásamt AGF en Midtjylland er efst með 27 stig. Silkeborg er í 5.-7. sæti með 22 stig líkt og Bröndby og Nodsjælland. Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Örebro steinlá á útivelli gegn einu besta liði deildarinnar, Häcken, 4-0 í kvöld. Áslaug Dóra var í miðri vörn Örebro allan leikinn og Katla María kom inn á þegar tuttugu mínútur voru eftir, en þá var staðan orðin 3-0. Örebro er með 19 stig í næstneðsta sæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir um næstu helgi, og getur ekki lengur náð AIK sem er í næsta sæti fyrir ofan með 23 stig. Örebro fellur með Trelleborg sem er langneðst með aðeins þrjú stig. Í úrvalsdeild karla í Svíþjóð er Norrköping hins vegar búið að bjarga sér frá falli, þó að ein umferð sé eftir, eftir að hafa unnið tvo síðustu leiki sína. Arnór Ingvi tryggði liðinu sigur í síðasta leik og í kvöld vann liðið frábæran 1-0 sigur gegn AIK sem er í 3. sæti deildarinnar. Eina markið var sjálfsmark gestanna um miðjan fyrri hálfleik. Arnór var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping en Ísak sat á bekknum. Arnóri var skipt af velli á 64. mínútu en hann lenti í afar slæmri tæklingu í fyrri hálfleiknum. Norrköping er nú með 34 stig í 11. sæti, fjórum stigum fyrir ofan Värnamo sem er í þriðja neðsta sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Íslensku markverðirnir á bekknum Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson var settur á bekkinn hjá Östersund sem tapaði 2-1 gegn Örgryte á útivelli, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Östersund er í þriðja neðsta sæti fyrir lokaumferðina, jafnt næsta liði fyrir neðan sem er Sundsvall, en tvö lið falla beint niður og næstu tvö fara í umspil um að bjarga sér frá falli. Í Danmörku var landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sem fyrr á varamannabekknum hjá FC Kaupmannahöfn, sem gerði 2-2 jafntefli gegn Silkeborg. FCK er nú með 26 stig í 2.-3. sæti ásamt AGF en Midtjylland er efst með 27 stig. Silkeborg er í 5.-7. sæti með 22 stig líkt og Bröndby og Nodsjælland.
Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira