Ashley Cheatley skoraði frábært mark í enska bikarnum um helgina þegar hún og félagar hennar í Brentford fögnuðu 4-2 sigri á Ascot United.
Cheatley skoraði tvívegis í leiknum en það er fyrra markið sem allir eru að tala um.
Cheatley fékk þá boltann í teignum, lyfti boltanum yfir varnarmann sem kom aðvífandi og þrumaði síðan boltann í markið með hjólhestaspyrnu.
„Þetta er besta markið sem ég hef skorað á ævinni,“ sagði Ashley Cheatley í viðtali á miðlum Brentford.
„Ég er eiginlega ekki enn búin að átta mig á þessu. Ég er auðvitað búin að sjá markið nokkrum sinnum,“ sagði Cheatley í viðtali. Hún á örugglega eftir að horfa á það oft í viðbót.
„Ég verð með það stanslaust á endurspilun. Ef að það verða komin nokkur þúsund áhorf þá er það örugglega ég. Fyrirgefið mér,“sagði Cheatley létt.
Það má sjá markið hennar hér fyrir neðan.