Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 23:01 Bruno Fernandes styður sig við hornfánann, í leiknum við Chelsea í dag. Getty/Carl Recine Bruno Fernandes skoraði loks í dag sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, í fyrsta deildarleiknum eftir að Erik ten Hag var rekinn. Hann kennir sjálfum sér um brottreksturinn. Ten Hag var rekinn á mánudaginn eftir dapurt gengi United í úrvalsdeildinni, en hann skildi við liðið í 14. sæti. Liðið er sæti ofar eftir 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli í dag, en hefur aðeins unnið þrjá af tíu deildarleikjum sínum til þessa. Fyrirliðinn Fernandes, sem skoraði mark United úr víti í dag, sagðist eftir leik hafa beðið Ten Hag afsökunar á sínum þætti í því að Hollendingurinn hefði verið látinn fara frá félaginu. „Það er auðveldara að losa sig við stjóra heldur en fimmtán leikmenn. Ég ræddi við stjórann og bað hann afsökunar. Ég var vonsvikinn yfir því að hann skyldi þurfa að hætta og ég reyndi að hjálpa honum. Ég skoraði hins vegar engin mörk, við höfum ekki verið að skora mörk, og mér finnst ég bera ábyrgð,“ sagði Fernandes samkvæmt frétt The Guardian. „Ekki gott fyrir neinn hjá félaginu“ Fernandes fær brátt landa sinn Ruben Amorim sem stjóra en fyrsti leikur United undir hans stjórn verður þó ekki fyrr en eftir landsleikjahléið sem hefst eftir rúma viku. Sá leikur verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember, og fyrstu heimaleikirnir verða svo gegn Bodö/Glimt í Evrópudeildinni 28. nóvember og við Everton 1. desember. „Við vitum að Erik er farinn og það er ekki gott fyrir neinn hjá félaginu þegar stjórinn fer. Liðið er ekki upp á sitt besta, úrslitin eru ekki þau bestu og hann er sá sem það bitnar á. Það er alltaf þannig þegar stjóri er látinn fara að maður verður að taka hluta af sökinni á sig. Þetta gerðist vegna þess að liðið stóð sig ekki nógu vel,“ sagði Fernandes. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í alls fjórum leikjum þangað til að Amorim tekur við. Hann var spurður út í afsökunarbeiðni Fernandes: „Þetta hafa verið sex mjög erfiðir dagar. Mikill tilfinningarússíbani. Ég var mjög hryggur yfir því að sjá á eftir Erik. Daginn eftir þurfti samt að einbeita sér að leik við Leicester því það mæta 75.000 manns á Old Trafford og strákunum finnst þeim bera skylda til að gera betur. Þeir horfa á sig í speglinum og viðbrögð þeirra í þeim leik og í dag sýna að þeir hugsa um hlutina,“ sagði Van Nistelrooy. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Ten Hag var rekinn á mánudaginn eftir dapurt gengi United í úrvalsdeildinni, en hann skildi við liðið í 14. sæti. Liðið er sæti ofar eftir 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli í dag, en hefur aðeins unnið þrjá af tíu deildarleikjum sínum til þessa. Fyrirliðinn Fernandes, sem skoraði mark United úr víti í dag, sagðist eftir leik hafa beðið Ten Hag afsökunar á sínum þætti í því að Hollendingurinn hefði verið látinn fara frá félaginu. „Það er auðveldara að losa sig við stjóra heldur en fimmtán leikmenn. Ég ræddi við stjórann og bað hann afsökunar. Ég var vonsvikinn yfir því að hann skyldi þurfa að hætta og ég reyndi að hjálpa honum. Ég skoraði hins vegar engin mörk, við höfum ekki verið að skora mörk, og mér finnst ég bera ábyrgð,“ sagði Fernandes samkvæmt frétt The Guardian. „Ekki gott fyrir neinn hjá félaginu“ Fernandes fær brátt landa sinn Ruben Amorim sem stjóra en fyrsti leikur United undir hans stjórn verður þó ekki fyrr en eftir landsleikjahléið sem hefst eftir rúma viku. Sá leikur verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember, og fyrstu heimaleikirnir verða svo gegn Bodö/Glimt í Evrópudeildinni 28. nóvember og við Everton 1. desember. „Við vitum að Erik er farinn og það er ekki gott fyrir neinn hjá félaginu þegar stjórinn fer. Liðið er ekki upp á sitt besta, úrslitin eru ekki þau bestu og hann er sá sem það bitnar á. Það er alltaf þannig þegar stjóri er látinn fara að maður verður að taka hluta af sökinni á sig. Þetta gerðist vegna þess að liðið stóð sig ekki nógu vel,“ sagði Fernandes. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í alls fjórum leikjum þangað til að Amorim tekur við. Hann var spurður út í afsökunarbeiðni Fernandes: „Þetta hafa verið sex mjög erfiðir dagar. Mikill tilfinningarússíbani. Ég var mjög hryggur yfir því að sjá á eftir Erik. Daginn eftir þurfti samt að einbeita sér að leik við Leicester því það mæta 75.000 manns á Old Trafford og strákunum finnst þeim bera skylda til að gera betur. Þeir horfa á sig í speglinum og viðbrögð þeirra í þeim leik og í dag sýna að þeir hugsa um hlutina,“ sagði Van Nistelrooy.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira