Sutton - Birmingham 0-1
Sutton leikur í National League, fimmtu efstu deild Englands. Gestirnir frá Birmingham höfðu algjöra yfirburði og ógnuðu markinu ítrekað frá því að upphafsflautið gall.
Það var svo loks í sjöunda skoti liðsins sem Willum Þór Willumsson smellti boltanum í netið. Markið kom á 34. mínútu eftir langt innkast, klafs í teignum og vinstri fótar skot niður í hornið.
Birmingham sá mun meira af boltanum það sem eftir lifði leiks en skapaði sér fá góð færi, gestirnir ógnuðu í skyndisóknum og áttu tvær fínar tilraunir að marki en inn fór boltinn ekki.
Eins marks sigur niðurstaðan og Birmingham heldur áfram í næstu umferð FA bikarsins.

Grimsby - Wealdstone 0-1
Grimsby féll úr leik í gær eftir eins marks tap á heimavelli gegn Wealdstone, hálf-atvinnumannaliði í fimmtu efstu deild Englands.
Justin Obikwu klúðraði víti á 11. mínútu fyrir Grimsby. Sigurmark gestanna var svo skorað á 90. mínútu af Alex Reid.
Jason Daði Svanþórsson byrjaði á hægri væng heimamanna en var tekinn af velli á 64. mínútu.
