Kane skoraði tvö marka Bayern og lagði upp eitt fyrir Kingsley Coman.
Michael Olise krækti í vítaspyrnu fyrir Bayern eftir korters leik og Kane skoraði fyrsta mark leiksins af öryggi úr henni. Annað mark leiksins kom svo rétt fyrir hálfleik þegar Kane kom boltanum á Coman sem skoraði.
Þriðja markið skoraði Kane snemma í seinni hálfleik, eftir að Coman kom boltanum á hann eftir fyrirgjöf frá Olise.
Bayern er nú þremur stigum á undan RB Leipzig á toppi deildarinnar en hefur leikið einum leik meira. Leipzig sækir Dortmund heim í lokaleik dagsins.