Þetta var níundi sigur Kadetten í röð en liðið hefur unnið ellefu af fyrstu tólf leikjum sínum í svissnesku deildinni.
Óðinn skoraði sex mörk úr sjö skotum og var markahæstur í liði Kadetten ásamt Marvin Lier. Kristian Pilipovic var frábær í marki liðsins og varði þrettán skot (47 prósent).
Í þýsku úrvalsdeildinni vann Göppingen Potsdam með fimm marka mun, 30-25.
Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Göppingen sem er í 13. sæti deildarinnar með sex stig.