„Passar fullkomlega við svona félag“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 14:01 Ruben Amorim fær að kynnast mun meiri pressu sem stjóri Manchester United þó að pressan sé einnig ávallt mikil á stjóra Sporting Lissabon. Getty/Joao Rico Portúgalski fótboltamaðurinn Diogo Dalot er sannfærður um að landi hans, Ruben Amorim, eigi eftir að spjara sig vel sem knattspyrnustjóri Manchester United. Amorim hefur verið ráðinn stjóri United til næstu þriggja ára en tekur þó ekki alveg strax við. Hann er að ljúka sínum skyldum hjá Sporting Lissabon og tekur við United eftir tíu daga. Amorim er aðeins 39 ára en hefur gert Sporting að portúgölskum meistara tvívegis. Í fyrra skiptið lauk hann nítján ára bið félagsins eftir meistaratitlinum. „Hann er augljóslega stórkostlegur þjálfari. Með unglegt hugarfar en veit nákvæmlega hvað hann vill. Hann gerir miklar kröfur og ég held að hann passi fullkomlega við svona félag, þar sem kröfurnar eru mjög miklar. Ég vona innilega að við getum unnið [titla] saman,“ segir Dalot í viðtali við Sky Sports. "It's a perfect match for a club like this" 🙌Diogo Dalot on Ruben Amorim's appointment at Manchester United 👊 pic.twitter.com/5tzramn4zZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 1, 2024 „Úrvalsdeildin hentar Portúgölum. Við erum úr þannig menningu að við erum stöðugt að reyna að bæta okkur og berjast fyrir okkar tilveru, því við komum frá frekar fámennri þjóð. Stjórar og leikmenn hafa náð árangri í úrvalsdeildinni og ég vona að þetta verði eitt dæmið í viðbót um það. Ég er mjög spenntur fyrir að byrja að starfa með honum,“ segir Dalot. Diogo Dalot er kominn með stjóra sem talar portúgölsku.Getty/Michael Regan Ljóst er að óvíða, og mögulega hvergi, er pressan meiri á knattspyrnustjórum en hjá Manchester United vegna vinsælda um allan heim og þeirrar gríðarlegu athygli sem er á félaginu. Dalot er reiðubúinn að hjálpa Amorim að aðlagast breyttu umhverfi: „Þetta er auðvitað ólíkt. Hann kemur frá stóru félagi í Portúgal en ég segi alltaf að við það koma hingað þá fjórfaldist athyglin og pressan. Hann höndlaði þetta og rúmlega það hjá Sporting og ég er viss um að honum tekst það. Við gerum það öll saman sem lið; leikmenn, starfslið, stjórar og stjórn. Við munum hjálpa honum og hann mun hjálpa okkur.“ Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Amorim hefur verið ráðinn stjóri United til næstu þriggja ára en tekur þó ekki alveg strax við. Hann er að ljúka sínum skyldum hjá Sporting Lissabon og tekur við United eftir tíu daga. Amorim er aðeins 39 ára en hefur gert Sporting að portúgölskum meistara tvívegis. Í fyrra skiptið lauk hann nítján ára bið félagsins eftir meistaratitlinum. „Hann er augljóslega stórkostlegur þjálfari. Með unglegt hugarfar en veit nákvæmlega hvað hann vill. Hann gerir miklar kröfur og ég held að hann passi fullkomlega við svona félag, þar sem kröfurnar eru mjög miklar. Ég vona innilega að við getum unnið [titla] saman,“ segir Dalot í viðtali við Sky Sports. "It's a perfect match for a club like this" 🙌Diogo Dalot on Ruben Amorim's appointment at Manchester United 👊 pic.twitter.com/5tzramn4zZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 1, 2024 „Úrvalsdeildin hentar Portúgölum. Við erum úr þannig menningu að við erum stöðugt að reyna að bæta okkur og berjast fyrir okkar tilveru, því við komum frá frekar fámennri þjóð. Stjórar og leikmenn hafa náð árangri í úrvalsdeildinni og ég vona að þetta verði eitt dæmið í viðbót um það. Ég er mjög spenntur fyrir að byrja að starfa með honum,“ segir Dalot. Diogo Dalot er kominn með stjóra sem talar portúgölsku.Getty/Michael Regan Ljóst er að óvíða, og mögulega hvergi, er pressan meiri á knattspyrnustjórum en hjá Manchester United vegna vinsælda um allan heim og þeirrar gríðarlegu athygli sem er á félaginu. Dalot er reiðubúinn að hjálpa Amorim að aðlagast breyttu umhverfi: „Þetta er auðvitað ólíkt. Hann kemur frá stóru félagi í Portúgal en ég segi alltaf að við það koma hingað þá fjórfaldist athyglin og pressan. Hann höndlaði þetta og rúmlega það hjá Sporting og ég er viss um að honum tekst það. Við gerum það öll saman sem lið; leikmenn, starfslið, stjórar og stjórn. Við munum hjálpa honum og hann mun hjálpa okkur.“
Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira