Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 07:42 Ruud van Nistelrooy var mjög líflegur á bekknum hjá Manchester United í fyrsta leik og fagnaði mörkunum vel. Getty/James Gill Ruud van Nistelrooy verður knattspyrnustjóri Manchester United í næstu leikjum liðsins en hann mun stýra liðinu þar til að Ruben Amorim tekur við eftir landsleikjahlé um miðjan nóvember. Van Nistelrooy stýrði United til 5-2 sigurs á Leicester City í enska deildabikarnum í sínum fyrsta leik. Liðið skoraði aldrei fimm mörk í einum leik á móti úrvalsdeildarfélagi undir stjórn forvera hans Erik ten Hag en gerði það í fyrsta leiknum hjá honum. Sporting CP sleppir Amorim ekki strax og því fær Van Nistelrooy nokkra leiki í viðbót. Hann vill ólmur vera áfram hjá Manchester United sama í hvaða hlutverki hann verður. Van Nistelrooy gerði góða hluti sem leikmaður United á sínum tíma en kom til félagsins aftur í sumar til að verða aðstoðarmaður Ten Hag. Hann var spurður út í framtíð sína eftir sigurinn á Leicester og um það hvort hann vildi vera áfram. „Auðvitað. Ég kom hingað til að hjálpa félaginu. Núna er ég í þessu hlutverki og er að reyna að hjálpa til á meðan þörf er fyrir mig,“ sagði Ruud van Nistelrooy við Sky Sports. „Í framtíðinni þá er ég klár í að aðstoða félagið í hvaða hlutverki sem það verður. Ég vil hjálpa félaginu að byggja upp til framtíðar og þess vegna er ég hér,“ sagði Van Nistelrooy. „Það var sorgardagur þegar ég þurfti að taka við liðinu þegar Erik [ten Hag] var látinn fara og blendnar tilfinningar í gangi. Það var hann sem bað mig um að koma hingað aftur. Í fyrsta samtalinu okkur þá fann ég ástríðuna og væntumþykju hans fyrir félaginu. Þess vegna var leiðinlegt að sjá hann fara,“ sagði Van Nistelrooy . Næst á dagskrá er að stýra liðinu á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "I'm here to help the club as long as I'm needed" 💬Ruud van Nistelrooy says he is happy to remain as interim manager and he would like to stay at Man United going forwards 🔴 pic.twitter.com/KzgS9xFyyR— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 30, 2024 Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Van Nistelrooy stýrði United til 5-2 sigurs á Leicester City í enska deildabikarnum í sínum fyrsta leik. Liðið skoraði aldrei fimm mörk í einum leik á móti úrvalsdeildarfélagi undir stjórn forvera hans Erik ten Hag en gerði það í fyrsta leiknum hjá honum. Sporting CP sleppir Amorim ekki strax og því fær Van Nistelrooy nokkra leiki í viðbót. Hann vill ólmur vera áfram hjá Manchester United sama í hvaða hlutverki hann verður. Van Nistelrooy gerði góða hluti sem leikmaður United á sínum tíma en kom til félagsins aftur í sumar til að verða aðstoðarmaður Ten Hag. Hann var spurður út í framtíð sína eftir sigurinn á Leicester og um það hvort hann vildi vera áfram. „Auðvitað. Ég kom hingað til að hjálpa félaginu. Núna er ég í þessu hlutverki og er að reyna að hjálpa til á meðan þörf er fyrir mig,“ sagði Ruud van Nistelrooy við Sky Sports. „Í framtíðinni þá er ég klár í að aðstoða félagið í hvaða hlutverki sem það verður. Ég vil hjálpa félaginu að byggja upp til framtíðar og þess vegna er ég hér,“ sagði Van Nistelrooy. „Það var sorgardagur þegar ég þurfti að taka við liðinu þegar Erik [ten Hag] var látinn fara og blendnar tilfinningar í gangi. Það var hann sem bað mig um að koma hingað aftur. Í fyrsta samtalinu okkur þá fann ég ástríðuna og væntumþykju hans fyrir félaginu. Þess vegna var leiðinlegt að sjá hann fara,“ sagði Van Nistelrooy . Næst á dagskrá er að stýra liðinu á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. "I'm here to help the club as long as I'm needed" 💬Ruud van Nistelrooy says he is happy to remain as interim manager and he would like to stay at Man United going forwards 🔴 pic.twitter.com/KzgS9xFyyR— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 30, 2024
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira