„Flokkarnir urðu skíthræddir“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 19:56 Kikka Sigurðardóttir segir Græningja komna til að vera og að flokkurinn muni veita næstu ríkisstjórn mikilvægt aðhald í umhverfismálum. Græningjar eru hættir við að bjóða fram í alþingiskosningum 30. nóvember næstkomandi. Formaður flokksins segir innkomu Græningja hafa hrætt hina flokkana og haft áhrif á lista þeirra. Flokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninga til Alþingis er til hádegis á morgun, fimmtudaginn 31. október 2024, og því enn tími til að safna meðmælum. Andrés Jónsson, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, kastaði því hins vegar fram í Reykjavík síðdegis í dag að Græningjar hefðu ekki náð að safna nægilega mörgum meðmælum. Fréttastofa heyrði hljóðið í Kikku Sigurðardóttur, rithöfundi og formanni Græningja, til að athuga hver staðan væri hjá flokknum. „Við ákváðum bara að hætta en við vorum komin með eitthvað af meðmælum,“ sagði Kikka og bætti við „Það er bara ein og hálf vika síðan við héldum stofnfund.“ Umhverfissinnar skyndilega birst á listum „Við erum fyrst og fremst ánægð með áhrifin sem við höfðum á aðra flokka því þeir fóru strax í að raða umhverfissinnum á sína lista og við erum spennt að sjá hvað gerist. Hvort umhverfissmálin verði eitthvað rædd í þessari kosningabaráttu,“ hún einnig. „Við förum ekki fram núna og það er í fínu lagi. Við notum þá bara veturinn til að klára það sem við ætluðum að gera í vetur, sem er að stofna deildir um allt land og vera tilbúin fyrir næstu kosningar. Við vissum alveg í upphafi að þetta myndi ekki nást en ákváðum að skella okkur fram til að sjá viðbrögðin. Við höfum fengið rosagóð viðbrögð frá fólki og flokkarnir urðu skíthræddir.“ Og komin með þingmann. „Fyrir utan það náttúrulega.“ „Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert“ Voruð þið nálægt því að ná meðmælafjölda í einhverju kjördæmi? „Ég hef ekki kíkt á þetta í dag einu sinni, ég er búinn að vera svo upptekinn í dag að vinna upp það sem ég gerði ekki í vikunni. En örugglega í Norðvestur- og Norðaustur- vorum við nálægt því. En það er ekki aðalmálið, það er að við erum komin fram á sviðið og við verðum þar áfram. Við verðum aðhald fyrir þau stjórnvöld sem munu taka við. Við erum umhverfisflokkur númer 1, 2 og 3 og munum alltaf berjast fyrir náttúru Íslands, loftslagsvánni og að auðlindir verði í eigu þjóðarinnar. Það er enginn búinn að vera að hugsa um þetta síðustu sjö árin. Við erum nauðsynleg. Þó við komum ekki núna, munum við koma næst. Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert. Því miður.“ Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninga til Alþingis er til hádegis á morgun, fimmtudaginn 31. október 2024, og því enn tími til að safna meðmælum. Andrés Jónsson, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, kastaði því hins vegar fram í Reykjavík síðdegis í dag að Græningjar hefðu ekki náð að safna nægilega mörgum meðmælum. Fréttastofa heyrði hljóðið í Kikku Sigurðardóttur, rithöfundi og formanni Græningja, til að athuga hver staðan væri hjá flokknum. „Við ákváðum bara að hætta en við vorum komin með eitthvað af meðmælum,“ sagði Kikka og bætti við „Það er bara ein og hálf vika síðan við héldum stofnfund.“ Umhverfissinnar skyndilega birst á listum „Við erum fyrst og fremst ánægð með áhrifin sem við höfðum á aðra flokka því þeir fóru strax í að raða umhverfissinnum á sína lista og við erum spennt að sjá hvað gerist. Hvort umhverfissmálin verði eitthvað rædd í þessari kosningabaráttu,“ hún einnig. „Við förum ekki fram núna og það er í fínu lagi. Við notum þá bara veturinn til að klára það sem við ætluðum að gera í vetur, sem er að stofna deildir um allt land og vera tilbúin fyrir næstu kosningar. Við vissum alveg í upphafi að þetta myndi ekki nást en ákváðum að skella okkur fram til að sjá viðbrögðin. Við höfum fengið rosagóð viðbrögð frá fólki og flokkarnir urðu skíthræddir.“ Og komin með þingmann. „Fyrir utan það náttúrulega.“ „Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert“ Voruð þið nálægt því að ná meðmælafjölda í einhverju kjördæmi? „Ég hef ekki kíkt á þetta í dag einu sinni, ég er búinn að vera svo upptekinn í dag að vinna upp það sem ég gerði ekki í vikunni. En örugglega í Norðvestur- og Norðaustur- vorum við nálægt því. En það er ekki aðalmálið, það er að við erum komin fram á sviðið og við verðum þar áfram. Við verðum aðhald fyrir þau stjórnvöld sem munu taka við. Við erum umhverfisflokkur númer 1, 2 og 3 og munum alltaf berjast fyrir náttúru Íslands, loftslagsvánni og að auðlindir verði í eigu þjóðarinnar. Það er enginn búinn að vera að hugsa um þetta síðustu sjö árin. Við erum nauðsynleg. Þó við komum ekki núna, munum við koma næst. Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert. Því miður.“
Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira