Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 17:05 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sambanborið við 6,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. „Núverandi vaxtaumhverfi er þess valdandi að við erum varfærin í okkar niðurfærslum,“ segir bankastjórinn um sögulega háa verðtryggða vexti. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Arion banka. Þar segir að arðsemi eiginfjár hafi verið 16,1%, samanborið við 12,9% á þriðja ársfjórðungi 2023. Þá var vaxtamunur á vaxtaberandi eignum bankans var 3,1% á fjórðungnum sem er 0,1% hækkun á milli ára. Eigin- og lausafjárstaða vel yfir kröfum eftirlitsaðila Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir afkomuna góða og í samræmi við áætlanir. „Sérstaklega er ánægjulegt að sjá hve vel starfsemi Varðar trygginga gekk á fjórðungnum en um er að ræða einn besta ársfjórðung í sögu fyrirtækisins. Aðrir þættir í okkar kjarnastarfsemi gengu sömuleiðis vel og skila góðri afkomu. Óhætt er að segja að áhersla okkar á fjölbreytta fjármálaþjónustu og þar með fjölbreyttar tekjustoðir stuðli að ákveðnum stöðugleika í okkar starfsemi. Sem fyrr er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og vel yfir kröfum eftirlitsaðila,“ er haft eftir Benedikt. Samkvæmt uppfjörinu var eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) 23,2% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,8% í lok september. Hlutföllin taka tillit til óendurskoðaðs hagnaðar fjórðungsins að teknu tilliti til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 22,8% í lok september og hlutfall eiginfjárþáttar 1 18,3%. Þóknanastarfsemi skilaði 3,9 milljörðum króna sem er um 100 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra. Þá átti tryggingarfélagið Vörður besta fjórðung í sögu félagsins og skilaði 1,7 milljarða króna hagnaði. Of mikill munur „Við höldum áfram að setja okkur í samband við viðskiptavini sem eru með íbúðalán sem eru að fara af föstum vöxtum til að fara yfir þá valkosti sem í boði eru til að lækka greiðslubyrði. Þetta er hópur sem hefur notið afar hagstæðra vaxta á tímabili hárra stýrivaxta en þurfa nú að takast á við hærri greiðslubyrði,“ segir Benedikt. „Ýmsir kostir eru í boði en að vissu leyti má segja að það sé uppi óheppileg staða því stýrivextir eru enn 9% á sama tíma og verðbólga hefur lækkað niður í 5,1%. Munurinn þarna á milli er of mikill sem leiðir til þess að raunvextir og þar með verðtryggðir vextir eru sögulega háir. Verðtryggð íbúðalán hafa verið það skjól sem mörg heimili hafa leitað í og því mikilvægt að stýrivextir haldi áfram að lækka svo raunvaxtastigið hér á landi lækki. Núverandi vaxtaumhverfi er þess valdandi að við erum varfærin í okkar niðurfærslum.“ Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 17,8 milljörðum króna sem er lækkun úr 19,5 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Þá var arðsemi eiginfjár 12,2%, samanborið við 13,9% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Arion banki Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Arion banka. Þar segir að arðsemi eiginfjár hafi verið 16,1%, samanborið við 12,9% á þriðja ársfjórðungi 2023. Þá var vaxtamunur á vaxtaberandi eignum bankans var 3,1% á fjórðungnum sem er 0,1% hækkun á milli ára. Eigin- og lausafjárstaða vel yfir kröfum eftirlitsaðila Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir afkomuna góða og í samræmi við áætlanir. „Sérstaklega er ánægjulegt að sjá hve vel starfsemi Varðar trygginga gekk á fjórðungnum en um er að ræða einn besta ársfjórðung í sögu fyrirtækisins. Aðrir þættir í okkar kjarnastarfsemi gengu sömuleiðis vel og skila góðri afkomu. Óhætt er að segja að áhersla okkar á fjölbreytta fjármálaþjónustu og þar með fjölbreyttar tekjustoðir stuðli að ákveðnum stöðugleika í okkar starfsemi. Sem fyrr er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og vel yfir kröfum eftirlitsaðila,“ er haft eftir Benedikt. Samkvæmt uppfjörinu var eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) 23,2% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,8% í lok september. Hlutföllin taka tillit til óendurskoðaðs hagnaðar fjórðungsins að teknu tilliti til væntrar arðgreiðslu, sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 22,8% í lok september og hlutfall eiginfjárþáttar 1 18,3%. Þóknanastarfsemi skilaði 3,9 milljörðum króna sem er um 100 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra. Þá átti tryggingarfélagið Vörður besta fjórðung í sögu félagsins og skilaði 1,7 milljarða króna hagnaði. Of mikill munur „Við höldum áfram að setja okkur í samband við viðskiptavini sem eru með íbúðalán sem eru að fara af föstum vöxtum til að fara yfir þá valkosti sem í boði eru til að lækka greiðslubyrði. Þetta er hópur sem hefur notið afar hagstæðra vaxta á tímabili hárra stýrivaxta en þurfa nú að takast á við hærri greiðslubyrði,“ segir Benedikt. „Ýmsir kostir eru í boði en að vissu leyti má segja að það sé uppi óheppileg staða því stýrivextir eru enn 9% á sama tíma og verðbólga hefur lækkað niður í 5,1%. Munurinn þarna á milli er of mikill sem leiðir til þess að raunvextir og þar með verðtryggðir vextir eru sögulega háir. Verðtryggð íbúðalán hafa verið það skjól sem mörg heimili hafa leitað í og því mikilvægt að stýrivextir haldi áfram að lækka svo raunvaxtastigið hér á landi lækki. Núverandi vaxtaumhverfi er þess valdandi að við erum varfærin í okkar niðurfærslum.“ Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 17,8 milljörðum króna sem er lækkun úr 19,5 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Þá var arðsemi eiginfjár 12,2%, samanborið við 13,9% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.
Arion banki Fjármálafyrirtæki Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira