Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. nóvember 2024 23:01 Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu Vísir/Stefán Sorpa segist vera tilbúin að skoða nýjar leiðir til að gera fólki kleift að taka við ónothæfum hlutum sem berast með nytjagámum sem á að farga. Þróunarstjóri segir það geta verið hættulegt þegar fólk reynir að bjarga hlutum frá förgun á endurvinnslustöðum. Góða hirðinum berast tveir til þrír nytjagámar á hverjum degi sem eru yfirfullir af munum og alls konar hlutum. Um er að ræða sjö til tíu tonn á degi hverjum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að um 30 til 40 prósent af því sem berst sé fargað. „Hérna hjá Góða hirðinum tökum við á móti, eins og þú segir, tveimur til þremur gámum á dag og af þessu tekst okkur að selja um 60 til 70 prósent af öllu sem kemur. Það sem ekki selst er þá ýmist ekki söluhæf vara eða eitthvað sem skemmist í flutningum hjá okkur.“ Vildi eignast hlut sem átti að farga Það sem fer ekki í sölu er fargað en á dögunum myndaðist umræða inni á hópi á Facbook fyrir áhugamenn um endurvinnslu þar sem fólk deildi sögum af því þegar þau ætluðu að sækjast eftir að taka við munum sem voru á leið í förgun. Var það harðlega gagnrýnt af ýmsum að ekki mætti bjarga umræddum munum. „Ég horfði eitt sinn á starfsmann vera að taka til í nytjagámnum og henda út því sem var ekki söluvænlegt. Ég ætlaði að hirða þar hillu og hann stoppaði mig. Ég spurði hvort þetta væri ekki á leið í ruslið og hann sagði svo vera en það mætti samt ekki taka það. Ég reyndi að segja honum að þessi hilla væri í fínu lagi og hún væri nákvæmlega eins og önnur hilla sem ég ætti heima, hvort ég mætti ekki lauma henni með mér. Neibb, hann var alveg harður. Ferlega fúlt að þau vilji frekar henda einhverju en að einhver nýti það áfram,“ segir í færslunni. Hættulegt að fara inn í gáma Gunnar segir að það geti verið varhugavert að ætla taka ónothæfa hluti. „Það sem við lendum í þegar fólk er að horfa á það að taka á endurvinnslustöðinni hjá okkur eru fyrst og fremst öryggismálin. Það að fara ofan í gáma eða inn í gáma getur verið hættulegt. Sérstaklega þegar búið er að raða hlutum upp til að skorða þá inni í gámum og svoleiðis. Það er fyrst og fremst öryggi viðskiptavina sem við erum að horfa á.“ Skoða nýja útfærslu Gunnar segir það koma til greina að finna útfærslu þar sem fólk getur tekið við hlutum sem á að farga. Það komi fyrir að hlutum sé fargað einfaldlega vegna þess að þeir seljast ekki. „Sumir hlutir eru einfaldlega ónýtir. Það breytir því ekki að við heyrum þessa umræðu um að það ætti að vera meira aðgengi að hlutum sem að við dæmum ekki nothæfa fyrir þá sem eru á annari skoðun og þetta er eitthvað sem er sjálfsagt að skoða. Við erum að etja stöðugu kappi við markaðshyggjuna. Hér eru fluttir inn endalaust af hlutum til að kaupa og flestir þeirra enda á einhverjum tímapunkti hjá okkur.“ Sorpa Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Góða hirðinum berast tveir til þrír nytjagámar á hverjum degi sem eru yfirfullir af munum og alls konar hlutum. Um er að ræða sjö til tíu tonn á degi hverjum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að um 30 til 40 prósent af því sem berst sé fargað. „Hérna hjá Góða hirðinum tökum við á móti, eins og þú segir, tveimur til þremur gámum á dag og af þessu tekst okkur að selja um 60 til 70 prósent af öllu sem kemur. Það sem ekki selst er þá ýmist ekki söluhæf vara eða eitthvað sem skemmist í flutningum hjá okkur.“ Vildi eignast hlut sem átti að farga Það sem fer ekki í sölu er fargað en á dögunum myndaðist umræða inni á hópi á Facbook fyrir áhugamenn um endurvinnslu þar sem fólk deildi sögum af því þegar þau ætluðu að sækjast eftir að taka við munum sem voru á leið í förgun. Var það harðlega gagnrýnt af ýmsum að ekki mætti bjarga umræddum munum. „Ég horfði eitt sinn á starfsmann vera að taka til í nytjagámnum og henda út því sem var ekki söluvænlegt. Ég ætlaði að hirða þar hillu og hann stoppaði mig. Ég spurði hvort þetta væri ekki á leið í ruslið og hann sagði svo vera en það mætti samt ekki taka það. Ég reyndi að segja honum að þessi hilla væri í fínu lagi og hún væri nákvæmlega eins og önnur hilla sem ég ætti heima, hvort ég mætti ekki lauma henni með mér. Neibb, hann var alveg harður. Ferlega fúlt að þau vilji frekar henda einhverju en að einhver nýti það áfram,“ segir í færslunni. Hættulegt að fara inn í gáma Gunnar segir að það geti verið varhugavert að ætla taka ónothæfa hluti. „Það sem við lendum í þegar fólk er að horfa á það að taka á endurvinnslustöðinni hjá okkur eru fyrst og fremst öryggismálin. Það að fara ofan í gáma eða inn í gáma getur verið hættulegt. Sérstaklega þegar búið er að raða hlutum upp til að skorða þá inni í gámum og svoleiðis. Það er fyrst og fremst öryggi viðskiptavina sem við erum að horfa á.“ Skoða nýja útfærslu Gunnar segir það koma til greina að finna útfærslu þar sem fólk getur tekið við hlutum sem á að farga. Það komi fyrir að hlutum sé fargað einfaldlega vegna þess að þeir seljast ekki. „Sumir hlutir eru einfaldlega ónýtir. Það breytir því ekki að við heyrum þessa umræðu um að það ætti að vera meira aðgengi að hlutum sem að við dæmum ekki nothæfa fyrir þá sem eru á annari skoðun og þetta er eitthvað sem er sjálfsagt að skoða. Við erum að etja stöðugu kappi við markaðshyggjuna. Hér eru fluttir inn endalaust af hlutum til að kaupa og flestir þeirra enda á einhverjum tímapunkti hjá okkur.“
Sorpa Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira