„Það var annað hvort þetta eða vændi“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. október 2024 16:41 Dómsalur 101 var þéttsetinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sakborningarnir eru á annan tug og hver þeirra þarf að vera með lögmann. Vísir/Vilhelm Mæðgur sem eru sakborningar í umfangsmiklu fíkniefnamáli báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Móðirin, sem er á sjötugsaldri, er grunuð um að hafa haft umtalsvert magn fíkniefna á heimili sínu í Reykjavík. Dóttirin, sem er á fertugsaldri, er ákærð fyrir að hafa staðið í umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Dóttirin sagði að hún hafi verið orðin dauðþreytt á því að vinna mikið og hitta barnið sitt lítið. Hún hafi því ákveðið að drýgja tekjurnar og henni hafi staðið tvennt til boða, „þetta“ eða vændi. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á spjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Málið varðar þó enn meira magn fíkniefna, umfangsmikla skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti. Sakborningar málsins voru upphaflega átján en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Líkt og flestir sakborningar sem báru vitni fyrir dómi í dag sagði áðurnefnd dóttir lítið þegar hún gaf skýrslu. Hún svaraði flestum spurningum á þann veg að hún vildi ekki tjá sig um spurnarefnið. Hún sagðist þó hafa fengið að geyma nokkra hluti á heimili móður sinnar, en hún hafi ekki vitað almennilega hvaða hlutir það væru. Óviss með endurræsingu vegna barnamynda Fyrir dómi sýndi ákæruvaldið skilaboð úr síma konunnar, en í samskiptaforritinu Signal gekk hún undir nafninu Litlaljoska. „Ég opnaði eina pakkningu þegar ég kom heim, spurði samt Pétur niðrí bæ hvort ég gæti keypti einhversstaðar grömm eða tvö og hann tók ekki vel í það. Mín bara í rugli,“ sagði í skilaboðum sem voru á meðal gagna málsins. Dóttirin sagðist ekki geta sagt til um það hvort að hún hafi þarna verið að ræða fíkniefni. Þess má geta að Pétur Þór Elíasson er einn hinna grunuðu í málinu, en hann er talinn hafa átt mikinn þátt í umræddum brotum. Einnig voru sýnd skilaboð þar sem hún var að tala um að „factory reseta“ símanum sínum, en það þýðir í einföldu máli að eyða öllum gögnum sem hefur verið komið fyrir í símanum. Hún virtist á báðum áttum með að endurræsa símann með þessum hætti því í honum væru „myndir af börnunum og allt“. Hún sagðist ekki muna hvers vegna hún hafi verið að velta fyrir sér að endurræsa símann. „Þetta stofnaði ekki lífi mínu í hættu“ „Ég var í stuttu máli orðin þreytt á því að vinna allan liðlangan daginn og hitta aldrei barnið,“ sagði dóttirin undir lok skýrslutökunnar. „Það var annað hvort þetta eða vændi,“ sagði hún en tilgreindi ekki hvað hún ætti við þegar hún sagði „þetta“. Líkt og áður segir hafði hún þó viðurkennt að hafa geymt fíkniefni á heimili móður sinnar, en sagðist þó ekki hafa vitað að um fíkniefni væri að ræða. „Þetta var skárri kosturinn. Þetta stofnaði ekki lífi mínu í hættu.“ Sagðist ekki hafa vitað af efnunum Móðir konunnar gaf einnig skýrslu í dag, en hún gerði það í gegnum fjarfundarbúnað. Á heimili hennar í Reykjavík fundust í september á síðasta ári 730 grömm af amfetamíni, 716 grömm af kókaíni og 48 grömm af metamfetamínkristöllum. Í ákæru segir að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fyrir dómi sagðist hún ekki hafa vitað af fíkniefnunum. Hún hafi verið erlendis, og búin að vera það í nokkurn tíma, þegar lögregla lagði hald á efnin. Hún sagði þetta hafa komið sér á óvart að efnin hafi verið heima hjá sér, en þó aðallega hversu mikið magnið var. Hún hafi alveg búist við því að heima hjá henni hefði verið falið lítið magn af grasi eða pillum, en ekki þessi efni í svona miklu magni. Móðirin sagðist aldrei hafa séð fíkniefni á heimili sínu, hvað þá í frystikistu þar sem þau fundust. Sjálf hafi hún notað kistuna til að geyma matvæli. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Dóttirin sagði að hún hafi verið orðin dauðþreytt á því að vinna mikið og hitta barnið sitt lítið. Hún hafi því ákveðið að drýgja tekjurnar og henni hafi staðið tvennt til boða, „þetta“ eða vændi. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á spjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Málið varðar þó enn meira magn fíkniefna, umfangsmikla skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti. Sakborningar málsins voru upphaflega átján en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Líkt og flestir sakborningar sem báru vitni fyrir dómi í dag sagði áðurnefnd dóttir lítið þegar hún gaf skýrslu. Hún svaraði flestum spurningum á þann veg að hún vildi ekki tjá sig um spurnarefnið. Hún sagðist þó hafa fengið að geyma nokkra hluti á heimili móður sinnar, en hún hafi ekki vitað almennilega hvaða hlutir það væru. Óviss með endurræsingu vegna barnamynda Fyrir dómi sýndi ákæruvaldið skilaboð úr síma konunnar, en í samskiptaforritinu Signal gekk hún undir nafninu Litlaljoska. „Ég opnaði eina pakkningu þegar ég kom heim, spurði samt Pétur niðrí bæ hvort ég gæti keypti einhversstaðar grömm eða tvö og hann tók ekki vel í það. Mín bara í rugli,“ sagði í skilaboðum sem voru á meðal gagna málsins. Dóttirin sagðist ekki geta sagt til um það hvort að hún hafi þarna verið að ræða fíkniefni. Þess má geta að Pétur Þór Elíasson er einn hinna grunuðu í málinu, en hann er talinn hafa átt mikinn þátt í umræddum brotum. Einnig voru sýnd skilaboð þar sem hún var að tala um að „factory reseta“ símanum sínum, en það þýðir í einföldu máli að eyða öllum gögnum sem hefur verið komið fyrir í símanum. Hún virtist á báðum áttum með að endurræsa símann með þessum hætti því í honum væru „myndir af börnunum og allt“. Hún sagðist ekki muna hvers vegna hún hafi verið að velta fyrir sér að endurræsa símann. „Þetta stofnaði ekki lífi mínu í hættu“ „Ég var í stuttu máli orðin þreytt á því að vinna allan liðlangan daginn og hitta aldrei barnið,“ sagði dóttirin undir lok skýrslutökunnar. „Það var annað hvort þetta eða vændi,“ sagði hún en tilgreindi ekki hvað hún ætti við þegar hún sagði „þetta“. Líkt og áður segir hafði hún þó viðurkennt að hafa geymt fíkniefni á heimili móður sinnar, en sagðist þó ekki hafa vitað að um fíkniefni væri að ræða. „Þetta var skárri kosturinn. Þetta stofnaði ekki lífi mínu í hættu.“ Sagðist ekki hafa vitað af efnunum Móðir konunnar gaf einnig skýrslu í dag, en hún gerði það í gegnum fjarfundarbúnað. Á heimili hennar í Reykjavík fundust í september á síðasta ári 730 grömm af amfetamíni, 716 grömm af kókaíni og 48 grömm af metamfetamínkristöllum. Í ákæru segir að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fyrir dómi sagðist hún ekki hafa vitað af fíkniefnunum. Hún hafi verið erlendis, og búin að vera það í nokkurn tíma, þegar lögregla lagði hald á efnin. Hún sagði þetta hafa komið sér á óvart að efnin hafi verið heima hjá sér, en þó aðallega hversu mikið magnið var. Hún hafi alveg búist við því að heima hjá henni hefði verið falið lítið magn af grasi eða pillum, en ekki þessi efni í svona miklu magni. Móðirin sagðist aldrei hafa séð fíkniefni á heimili sínu, hvað þá í frystikistu þar sem þau fundust. Sjálf hafi hún notað kistuna til að geyma matvæli.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira