Syrgja 25 ára gamlan markvörð sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 08:20 Holden Trent var valinn í nýliðavalinu í fyrra en hafði ekki enn fengið að spila með aðalliði félagsins. @MLSPA Bandaríska fótboltafélagið Philadelphia Union sagði frá andláti ungs markvarðar félagsins um helgina en gaf þó ekkert meira upp um hvað gerðist. Markvörðurinn heitir Holden Trent og var aðeins 25 ára gamall. Philadelphia Union spilar í MLS deildinni sem er efsta deildin í Bandaríkjunum. „Allir hjá Philadelphia Union eru miður sín vegna hörmulegs fráfalls Holdens Trent,“ skrifaði félagið á miðla sína. „Hann var ekki bara æðislegur leikmaður og mikill keppnismaður heldur var hann einnig trúfastur sonur, bróðir, unnusti og liðsfélagi sem gerði alla í kringum sig betri,“ skrifaði félagið. We are deeply saddened to share that Holden Trent has passed away at 25 years old.May he rest in peace. pic.twitter.com/97MItTiK7z— Philadelphia Union (@PhilaUnion) October 26, 2024 „Hann var ímynd þess að sýna ákveðni, hollustu og þrautseigju. Hans verður mikið saknað. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, unnustu og vina,“ skrifaði Philadelphia Union á miðla sína. Philadelphia Union greindi jafnframt frá því að félagið myndi ekki gefa upp neinar frekari upplýsingar um andlátið af virðingu við vini hans og fjölskyldu. MLS-deildin sendi einnig fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur. „Major League Soccer syrgir fráfall Holden Trent ásamt Philadelphia Union og alls fótboltasamfélagsins. Þetta var ungur leikmaður sem átti bjarta framtíð. Hann sýndi ákveðni og fagmennsku á hverjum degi,“ sagði í tilkynningu MLS. Trent var frá Greensboro í Norður-Karólínu og var valinn númer 28 í nýliðavalinu af Union árið 2023. Hann hafði ekki enn spilað fyrir aðallið félagsins en hafði spilað sex leiki fyrir varalið Union. Major League Soccer joins the Philadelphia Union and our entire soccer community in mourning the tragic passing of Union goalkeeper Holden Trent.A young goalkeeper with a bright future, Trent showcased determination and professionalism every day as he contributed to the… pic.twitter.com/AA9LKJDXUs— Major League Soccer (@MLS) October 26, 2024 Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Markvörðurinn heitir Holden Trent og var aðeins 25 ára gamall. Philadelphia Union spilar í MLS deildinni sem er efsta deildin í Bandaríkjunum. „Allir hjá Philadelphia Union eru miður sín vegna hörmulegs fráfalls Holdens Trent,“ skrifaði félagið á miðla sína. „Hann var ekki bara æðislegur leikmaður og mikill keppnismaður heldur var hann einnig trúfastur sonur, bróðir, unnusti og liðsfélagi sem gerði alla í kringum sig betri,“ skrifaði félagið. We are deeply saddened to share that Holden Trent has passed away at 25 years old.May he rest in peace. pic.twitter.com/97MItTiK7z— Philadelphia Union (@PhilaUnion) October 26, 2024 „Hann var ímynd þess að sýna ákveðni, hollustu og þrautseigju. Hans verður mikið saknað. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, unnustu og vina,“ skrifaði Philadelphia Union á miðla sína. Philadelphia Union greindi jafnframt frá því að félagið myndi ekki gefa upp neinar frekari upplýsingar um andlátið af virðingu við vini hans og fjölskyldu. MLS-deildin sendi einnig fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur. „Major League Soccer syrgir fráfall Holden Trent ásamt Philadelphia Union og alls fótboltasamfélagsins. Þetta var ungur leikmaður sem átti bjarta framtíð. Hann sýndi ákveðni og fagmennsku á hverjum degi,“ sagði í tilkynningu MLS. Trent var frá Greensboro í Norður-Karólínu og var valinn númer 28 í nýliðavalinu af Union árið 2023. Hann hafði ekki enn spilað fyrir aðallið félagsins en hafði spilað sex leiki fyrir varalið Union. Major League Soccer joins the Philadelphia Union and our entire soccer community in mourning the tragic passing of Union goalkeeper Holden Trent.A young goalkeeper with a bright future, Trent showcased determination and professionalism every day as he contributed to the… pic.twitter.com/AA9LKJDXUs— Major League Soccer (@MLS) October 26, 2024 Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira