Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2024 10:58 Frá talningu atkvæða í Georgíu. AP/Kostya Manenkov Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. Kosningarnar fóru fram í skugga ofbeldis og sögusagna um kosningasvik. Samkvæmt fréttaveitunni Reuters var búið að telja 99 prósent atkvæða í morgun og var Georgíski draumurinn með rúm 54 prósent þeirra. Óljóst er þó hvenær lokaniðurstaða verður kynnt. Fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að kosningasvik hafi átt sér stað. Atkvæðaseðlum hafi verið troðið í kjörkassa og að kjósendur hafi orðið fyrir hótunum og mútum. Ekki hafi þó sést mikil óregla á talningu atkvæða, sem flest voru greidd rafrænt. AP fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að mörg brot hafi komið upp og úrslitin tákni ekki vilja georgísku þjóðarinnar. Í einu tilviki sýndi myndband sem birt var á samfélagsmiðlum mann troða fjölda atkvæðaseðla í kjörkassa í Marneuli. Innanríkisráðuneytið hóf rannsókn á málinu og í kjölfarið lýsti kjörstjórn Georgíu því yfir að úrslitin í kjördæminu væru ógild. Hér að neðan má sjá myndband af umræddu atviki. Beaten up observer: pic.twitter.com/dLSuKsoa87— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) October 26, 2024 Nánast um leið og kjörstöðum var lokað í gær lýsti Ivanishvili yfir sigri. „Það er sjaldgæft í heiminum að sami flokkurinn ná svo góðum árangri við svo góðar aðstæður,“ sagði hann. Forsvarsmenn fjögurra stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast ekki ætla að viðurkenna úrslit kosninganna. Leiðtogar eins flokks hafa líkt þeim við valdarán og kalla eftir mótmælum. Kosningarnar snerust að miklu leyti um framtíðarstefnu landsins. Umsókn Georgíu í Evrópusambandið hefur verið fryst vegna einræðistilburða leiðtoga Georgíska draumsins, auðjöfursins Bidzina Ivanishvili. Hann hefur meðal annars hótað því að banna stjórnarandstöðu í Georgíu og vill efla tengsl ríkisins við Rússland. Samþykkt laga um útsendarar erlendra ríkja, sem líkjast mjög sambærilegum lögum í Rússlandi og hefur verið beitt þar til að bæla niður gagnrýnisraddir og einkarekna fjölmiða, hefur einnig komið verulega niður á sambandi Georgíu og ESB. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Samþykkt laganna leiddi einnig til umfangsmikilla mótmæla í Georgíu. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, sagði um helgina að kosningarnar snerust í raun um framtíð Georgíu sem ríkis. Kannanir hafa, samkvæmt AP, sýnt að um áttatíu prósent þjóðarinnar vilji ganga inn í Evrópusambandið og eru ákvæði um inngöngu í stjórnarskrá Georgíu. Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Kosningarnar fóru fram í skugga ofbeldis og sögusagna um kosningasvik. Samkvæmt fréttaveitunni Reuters var búið að telja 99 prósent atkvæða í morgun og var Georgíski draumurinn með rúm 54 prósent þeirra. Óljóst er þó hvenær lokaniðurstaða verður kynnt. Fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að kosningasvik hafi átt sér stað. Atkvæðaseðlum hafi verið troðið í kjörkassa og að kjósendur hafi orðið fyrir hótunum og mútum. Ekki hafi þó sést mikil óregla á talningu atkvæða, sem flest voru greidd rafrænt. AP fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að mörg brot hafi komið upp og úrslitin tákni ekki vilja georgísku þjóðarinnar. Í einu tilviki sýndi myndband sem birt var á samfélagsmiðlum mann troða fjölda atkvæðaseðla í kjörkassa í Marneuli. Innanríkisráðuneytið hóf rannsókn á málinu og í kjölfarið lýsti kjörstjórn Georgíu því yfir að úrslitin í kjördæminu væru ógild. Hér að neðan má sjá myndband af umræddu atviki. Beaten up observer: pic.twitter.com/dLSuKsoa87— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) October 26, 2024 Nánast um leið og kjörstöðum var lokað í gær lýsti Ivanishvili yfir sigri. „Það er sjaldgæft í heiminum að sami flokkurinn ná svo góðum árangri við svo góðar aðstæður,“ sagði hann. Forsvarsmenn fjögurra stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast ekki ætla að viðurkenna úrslit kosninganna. Leiðtogar eins flokks hafa líkt þeim við valdarán og kalla eftir mótmælum. Kosningarnar snerust að miklu leyti um framtíðarstefnu landsins. Umsókn Georgíu í Evrópusambandið hefur verið fryst vegna einræðistilburða leiðtoga Georgíska draumsins, auðjöfursins Bidzina Ivanishvili. Hann hefur meðal annars hótað því að banna stjórnarandstöðu í Georgíu og vill efla tengsl ríkisins við Rússland. Samþykkt laga um útsendarar erlendra ríkja, sem líkjast mjög sambærilegum lögum í Rússlandi og hefur verið beitt þar til að bæla niður gagnrýnisraddir og einkarekna fjölmiða, hefur einnig komið verulega niður á sambandi Georgíu og ESB. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Samþykkt laganna leiddi einnig til umfangsmikilla mótmæla í Georgíu. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, sagði um helgina að kosningarnar snerust í raun um framtíð Georgíu sem ríkis. Kannanir hafa, samkvæmt AP, sýnt að um áttatíu prósent þjóðarinnar vilji ganga inn í Evrópusambandið og eru ákvæði um inngöngu í stjórnarskrá Georgíu.
Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira