City-mennirnir sem fara á hátíðina ferðast til Parísar með einkaþotu. Garnacho og Mainoo eru tilnefndir sem betsi ungi leikmaður heims og United spurði City hvort það væri nokkuð pláss fyrir þá tvo í einkaþotunni.
Svo reyndist ekki vera og United þarf því að finna aðra leið til að koma þeim Garnacho og Mainoo til Parísar á mánudaginn.
Sjö leikmenn City, fjórir úr karlaliðinu og þrjár úr kvennaliðinu, eru tilnefndir til Gullboltans. Þetta eru þau Rúben Dias, Erling Haaland, Rodri, Phil Foden, Yui Hasegawa, Lauren Hemp og Khadija Shaw. Þá er Savinho tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn.
Talið er líklegast að Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, fái Gullboltann í karlaflokki.