Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 11:23 Justin Trudeau á blaðamannafundi í gær. AP/Sean Kilpatrick Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki ætla að stíga til hliðar sem leiðtogi Frjálslynda flokksins þó að 24 þingmenn úr flokknum hafi kallað eftir því. Flokkurinn hefur misst mikið fylgi samkvæmt könnunum og óttast þingmenn Trudeau að óvinsældir forsætisráðherrans séu að koma niður á flokknum. Á blaðamannafundi í gær, þar sem forsætisráðherrann var að kynna aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að takmarka fjölda innflytjenda í Kanada á næstu árum, sagðist Trudeau ekki ætla að víkja. Hann myndi leiða Frjálslynda flokkinn í komandi kosningum. Immigration is central to the story of Canada. Our decision to temporarily reduce the number of immigrants is a pragmatic one that addresses the needs of our economy right now. pic.twitter.com/MmNvfqcHBy— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 24, 2024 Eftir níu ár í ríkisstjórn hafa vinsældir Trudeau í augum kjósenda minnkað mjög. Kanadíska ríkisútvarpið (CBC) segir kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn sé með nítján prósentustiga forskot á Frjálslynda flokkinn. Til stendur að næstu þingkosningar verði haldnar fyrir október á næsta ári en nákvæmlega hvenær liggur ekki fyrir að svo stöddu. Áðurnefndir þingmenn birtu opið bréf þar sem þeir kölluðu eftir því að Trudeau færi af velli til að forða flokknum frá því að hljóta afhroð í komandi þingkosningum. Trudeau fundaði með þingflokki sínum í þrjár klukkustundir á miðvikudaginn og lýsti hann umræðunum sem „kröftugum“, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann sagðist þó ekki ætla að víkja, eins og áður hefur komið fram, hann myndi leiða flokkinn í kosningunum á næsta ári. Enginn kanadískur forsætisráðherra hefur setið í fjögur kjörtímabil í röð í meira en hundrað ár. Ráðherrar Trudeau segja hann njóta stuðnings mikils meirihluta 153 þingmanna Frjálslynda flokksins. Að minnsta kosti einn þingmannanna sem skrifaði undir bréfið sagðist vonsvikinn með að Trudeau virtist ekki hafa tekið sér nokkurn tíma til umhugsunar. Sean Casey, umræddur þingmaður, sagðist þó ekki ætla að grípa til frekari aðgerða. Hann hefði talið það skyldu sína að lýsa yfir áhyggjum sínum og nú væri málið dautt. Kanada Tengdar fréttir Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. 15. október 2024 10:41 Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. 17. febrúar 2024 17:05 Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Á blaðamannafundi í gær, þar sem forsætisráðherrann var að kynna aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að takmarka fjölda innflytjenda í Kanada á næstu árum, sagðist Trudeau ekki ætla að víkja. Hann myndi leiða Frjálslynda flokkinn í komandi kosningum. Immigration is central to the story of Canada. Our decision to temporarily reduce the number of immigrants is a pragmatic one that addresses the needs of our economy right now. pic.twitter.com/MmNvfqcHBy— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 24, 2024 Eftir níu ár í ríkisstjórn hafa vinsældir Trudeau í augum kjósenda minnkað mjög. Kanadíska ríkisútvarpið (CBC) segir kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn sé með nítján prósentustiga forskot á Frjálslynda flokkinn. Til stendur að næstu þingkosningar verði haldnar fyrir október á næsta ári en nákvæmlega hvenær liggur ekki fyrir að svo stöddu. Áðurnefndir þingmenn birtu opið bréf þar sem þeir kölluðu eftir því að Trudeau færi af velli til að forða flokknum frá því að hljóta afhroð í komandi þingkosningum. Trudeau fundaði með þingflokki sínum í þrjár klukkustundir á miðvikudaginn og lýsti hann umræðunum sem „kröftugum“, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann sagðist þó ekki ætla að víkja, eins og áður hefur komið fram, hann myndi leiða flokkinn í kosningunum á næsta ári. Enginn kanadískur forsætisráðherra hefur setið í fjögur kjörtímabil í röð í meira en hundrað ár. Ráðherrar Trudeau segja hann njóta stuðnings mikils meirihluta 153 þingmanna Frjálslynda flokksins. Að minnsta kosti einn þingmannanna sem skrifaði undir bréfið sagðist vonsvikinn með að Trudeau virtist ekki hafa tekið sér nokkurn tíma til umhugsunar. Sean Casey, umræddur þingmaður, sagðist þó ekki ætla að grípa til frekari aðgerða. Hann hefði talið það skyldu sína að lýsa yfir áhyggjum sínum og nú væri málið dautt.
Kanada Tengdar fréttir Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. 15. október 2024 10:41 Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. 17. febrúar 2024 17:05 Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. 15. október 2024 10:41
Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. 17. febrúar 2024 17:05
Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04