Þorbjörg, Jón og Aðalsteinn efstu þrjú hjá Viðreisn í Reykjavík suður Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2024 20:49 Jón Gnarr, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Diljá Ámundadóttir Zoega og Aðalsteinn Leifsson. Viðreisn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður og fyrrverandi saksóknari, leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi þingkosningum. Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, skipar annað sætið og Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, er í þriðja sæti. Þetta varð ljóst eftir að landshlutaráð flokksins í Reykjavík samþykkti tillögu uppstillingarnefndar á fundi í kvöld. Diljá Ámundadóttir Zoega, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og sálgætir, er í fjórða sæti listans, Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar, er í því fimmta og Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL, er í því sjötta. Þorbjörg segir flokkinn fara bjartan inn í komandi kosningabaráttu. „Við finnum meðbyr og skynjum breytingar í loftinu. Fólk vill breytingar. Að því leyti er okkar verkefni alveg skýrt. Að Viðreisn komist í ríkisstjórn svo hægt sé að fara að vinna að hagsmunum fólks og fyrirtækja. Við vitum að það er hægt að gera miklu betur en til þess að svo megi verða þarf alvöru hagsstjórn. Koma böndum á vextina og verðbólguna. Það er ekkert eðlilegt við þá vexti sem fólk þarf að borga af húsnæðislánum og það er heldur ekkert eðlilegt að búðarferð kosti hálfan handlegginn. Þetta er ástand sem bítur barnafjölskyldur einna helst,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði í tilkynningu. Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í heild sinni: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari Diljá Ámundadóttir Zoega, sálgætir Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir, umsjónarkennari Jón Óskar Sólnes, rekstrarhagfræðingur Erna Mist Yamagata, listmálari Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir Kristín A Árnadóttir, fyrrverandi sendiherra Sverrir Páll Einarsson, nemi Eva Rakel Jónsdóttir, viðskiptafræðingur Arnór Heiðarsson, kennari og forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun Eva María Mattadóttir, frumkvöðull Karl Sigurðsson, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur Emilía Björt Írisard. Bachman, háskólanemi Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Jarþrúður Ásmundsdóttir, viðskiptafræðingur Einar Ólafsson, rafvirki Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðbrandur leiðir Viðreisn í Suðurkjördæmi Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar. 24. október 2024 20:41 María Rut leiðir lista Viðreisnar í Norðvestur María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Landshlutaráð flokksins í kjördæminu samþykkti listann í kvöld með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 20:37 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir að landshlutaráð flokksins í Reykjavík samþykkti tillögu uppstillingarnefndar á fundi í kvöld. Diljá Ámundadóttir Zoega, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og sálgætir, er í fjórða sæti listans, Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar, er í því fimmta og Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL, er í því sjötta. Þorbjörg segir flokkinn fara bjartan inn í komandi kosningabaráttu. „Við finnum meðbyr og skynjum breytingar í loftinu. Fólk vill breytingar. Að því leyti er okkar verkefni alveg skýrt. Að Viðreisn komist í ríkisstjórn svo hægt sé að fara að vinna að hagsmunum fólks og fyrirtækja. Við vitum að það er hægt að gera miklu betur en til þess að svo megi verða þarf alvöru hagsstjórn. Koma böndum á vextina og verðbólguna. Það er ekkert eðlilegt við þá vexti sem fólk þarf að borga af húsnæðislánum og það er heldur ekkert eðlilegt að búðarferð kosti hálfan handlegginn. Þetta er ástand sem bítur barnafjölskyldur einna helst,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði í tilkynningu. Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í heild sinni: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari Diljá Ámundadóttir Zoega, sálgætir Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir, umsjónarkennari Jón Óskar Sólnes, rekstrarhagfræðingur Erna Mist Yamagata, listmálari Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir Kristín A Árnadóttir, fyrrverandi sendiherra Sverrir Páll Einarsson, nemi Eva Rakel Jónsdóttir, viðskiptafræðingur Arnór Heiðarsson, kennari og forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun Eva María Mattadóttir, frumkvöðull Karl Sigurðsson, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur Emilía Björt Írisard. Bachman, háskólanemi Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Jarþrúður Ásmundsdóttir, viðskiptafræðingur Einar Ólafsson, rafvirki
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðbrandur leiðir Viðreisn í Suðurkjördæmi Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar. 24. október 2024 20:41 María Rut leiðir lista Viðreisnar í Norðvestur María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Landshlutaráð flokksins í kjördæminu samþykkti listann í kvöld með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 20:37 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Guðbrandur leiðir Viðreisn í Suðurkjördæmi Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar. 24. október 2024 20:41
María Rut leiðir lista Viðreisnar í Norðvestur María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Landshlutaráð flokksins í kjördæminu samþykkti listann í kvöld með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 20:37