Þorbjörg, Jón og Aðalsteinn efstu þrjú hjá Viðreisn í Reykjavík suður Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2024 20:49 Jón Gnarr, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Diljá Ámundadóttir Zoega og Aðalsteinn Leifsson. Viðreisn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður og fyrrverandi saksóknari, leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi þingkosningum. Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, skipar annað sætið og Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, er í þriðja sæti. Þetta varð ljóst eftir að landshlutaráð flokksins í Reykjavík samþykkti tillögu uppstillingarnefndar á fundi í kvöld. Diljá Ámundadóttir Zoega, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og sálgætir, er í fjórða sæti listans, Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar, er í því fimmta og Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL, er í því sjötta. Þorbjörg segir flokkinn fara bjartan inn í komandi kosningabaráttu. „Við finnum meðbyr og skynjum breytingar í loftinu. Fólk vill breytingar. Að því leyti er okkar verkefni alveg skýrt. Að Viðreisn komist í ríkisstjórn svo hægt sé að fara að vinna að hagsmunum fólks og fyrirtækja. Við vitum að það er hægt að gera miklu betur en til þess að svo megi verða þarf alvöru hagsstjórn. Koma böndum á vextina og verðbólguna. Það er ekkert eðlilegt við þá vexti sem fólk þarf að borga af húsnæðislánum og það er heldur ekkert eðlilegt að búðarferð kosti hálfan handlegginn. Þetta er ástand sem bítur barnafjölskyldur einna helst,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði í tilkynningu. Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í heild sinni: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari Diljá Ámundadóttir Zoega, sálgætir Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir, umsjónarkennari Jón Óskar Sólnes, rekstrarhagfræðingur Erna Mist Yamagata, listmálari Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir Kristín A Árnadóttir, fyrrverandi sendiherra Sverrir Páll Einarsson, nemi Eva Rakel Jónsdóttir, viðskiptafræðingur Arnór Heiðarsson, kennari og forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun Eva María Mattadóttir, frumkvöðull Karl Sigurðsson, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur Emilía Björt Írisard. Bachman, háskólanemi Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Jarþrúður Ásmundsdóttir, viðskiptafræðingur Einar Ólafsson, rafvirki Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðbrandur leiðir Viðreisn í Suðurkjördæmi Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar. 24. október 2024 20:41 María Rut leiðir lista Viðreisnar í Norðvestur María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Landshlutaráð flokksins í kjördæminu samþykkti listann í kvöld með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 20:37 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir að landshlutaráð flokksins í Reykjavík samþykkti tillögu uppstillingarnefndar á fundi í kvöld. Diljá Ámundadóttir Zoega, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og sálgætir, er í fjórða sæti listans, Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar, er í því fimmta og Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL, er í því sjötta. Þorbjörg segir flokkinn fara bjartan inn í komandi kosningabaráttu. „Við finnum meðbyr og skynjum breytingar í loftinu. Fólk vill breytingar. Að því leyti er okkar verkefni alveg skýrt. Að Viðreisn komist í ríkisstjórn svo hægt sé að fara að vinna að hagsmunum fólks og fyrirtækja. Við vitum að það er hægt að gera miklu betur en til þess að svo megi verða þarf alvöru hagsstjórn. Koma böndum á vextina og verðbólguna. Það er ekkert eðlilegt við þá vexti sem fólk þarf að borga af húsnæðislánum og það er heldur ekkert eðlilegt að búðarferð kosti hálfan handlegginn. Þetta er ástand sem bítur barnafjölskyldur einna helst,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði í tilkynningu. Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í heild sinni: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari Diljá Ámundadóttir Zoega, sálgætir Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir, umsjónarkennari Jón Óskar Sólnes, rekstrarhagfræðingur Erna Mist Yamagata, listmálari Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir Kristín A Árnadóttir, fyrrverandi sendiherra Sverrir Páll Einarsson, nemi Eva Rakel Jónsdóttir, viðskiptafræðingur Arnór Heiðarsson, kennari og forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun Eva María Mattadóttir, frumkvöðull Karl Sigurðsson, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur Emilía Björt Írisard. Bachman, háskólanemi Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Jarþrúður Ásmundsdóttir, viðskiptafræðingur Einar Ólafsson, rafvirki
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðbrandur leiðir Viðreisn í Suðurkjördæmi Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar. 24. október 2024 20:41 María Rut leiðir lista Viðreisnar í Norðvestur María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Landshlutaráð flokksins í kjördæminu samþykkti listann í kvöld með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 20:37 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Guðbrandur leiðir Viðreisn í Suðurkjördæmi Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar. 24. október 2024 20:41
María Rut leiðir lista Viðreisnar í Norðvestur María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Landshlutaráð flokksins í kjördæminu samþykkti listann í kvöld með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 20:37