Neðri óvissumörkum náð í byrjun nóvember Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 17:19 Frá Grindavík. Vísir/Sigurjón Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og síðustu vikur. Jarðskjálftavirkni hefur aukist lítillega síðustu daga og búast má við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Líkanreikningar sýni að rúmmál kviku sé um tveir þriðju af því sem safnaðist fyrir síðasta eldgos þann 22. ágúst. Þar kemur einnig fram að lærdómur af fyrri kvikuhlaupum og eldgosum nýtist við að meta hversu mikið magn af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að koma af stað næsta atburði. Það tímabil þar sem auknar líkur séu taldar á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi markist af neðri og efri óvissumörkum. „Líkanreikningar sem byggja á GPS-gögnum sýna að rúmmál kviku er nú um það bil 2/3 af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. Miðað við áframhaldandi kvikuinnflæði á svipuðum hraða má búast við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember,“ segir í tilkynningunni. Líkurnar farnar að aukast Ef markverð aukning á skjálftavirkni mælist á svipuðum tíma megi gera ráð fyrir því að líkur á nýju kvikuhlaupi og mögulegu eldgosi séu farnar að aukast. Rúmmál kviku síðustu eldgosa á eldstöðinni.Veðurstofa Íslands Í tilkynningunni kemur einnig fram að rúmmál þeirrar kviku sem safnast hefur undir Svartsengi síðan síðasta gosi lauk sé metið samkvæmt líkanreikningum upp á fjórtán milljón rúmmetra. Í líkanreikningunum sé óvissan um 5 milljón rúmmetrar sitthvoru megin. Því verði rúmmál kviku undir Svartsengi komið í sambærilega stöðu og fyrir síðasta gos þegar það nær inn á bilið sem afmarkast af neðri óvissumörkum og efri óvissumörkum, á bilinu 19 til 29 milljóna rúmmetra. „Þróunin hefur verið sú að tími milli gosa lengist þar sem magn kviku sem þarf til að koma af stað næsta kvikuhlaupi eða eldgosi virðist aukast með tíma. Mögulega þarf að gera ráð fyrir því að hætta á eldgosi sé talin mikil í nokkrar vikur áður en kvikuhlaup og mögulega eldgos hefst,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að um 24 milljónir rúmmetra af kviku hafi farið úr kvikuhólfinu í síðasta gosi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Líkanreikningar sýni að rúmmál kviku sé um tveir þriðju af því sem safnaðist fyrir síðasta eldgos þann 22. ágúst. Þar kemur einnig fram að lærdómur af fyrri kvikuhlaupum og eldgosum nýtist við að meta hversu mikið magn af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að koma af stað næsta atburði. Það tímabil þar sem auknar líkur séu taldar á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi markist af neðri og efri óvissumörkum. „Líkanreikningar sem byggja á GPS-gögnum sýna að rúmmál kviku er nú um það bil 2/3 af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. Miðað við áframhaldandi kvikuinnflæði á svipuðum hraða má búast við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember,“ segir í tilkynningunni. Líkurnar farnar að aukast Ef markverð aukning á skjálftavirkni mælist á svipuðum tíma megi gera ráð fyrir því að líkur á nýju kvikuhlaupi og mögulegu eldgosi séu farnar að aukast. Rúmmál kviku síðustu eldgosa á eldstöðinni.Veðurstofa Íslands Í tilkynningunni kemur einnig fram að rúmmál þeirrar kviku sem safnast hefur undir Svartsengi síðan síðasta gosi lauk sé metið samkvæmt líkanreikningum upp á fjórtán milljón rúmmetra. Í líkanreikningunum sé óvissan um 5 milljón rúmmetrar sitthvoru megin. Því verði rúmmál kviku undir Svartsengi komið í sambærilega stöðu og fyrir síðasta gos þegar það nær inn á bilið sem afmarkast af neðri óvissumörkum og efri óvissumörkum, á bilinu 19 til 29 milljóna rúmmetra. „Þróunin hefur verið sú að tími milli gosa lengist þar sem magn kviku sem þarf til að koma af stað næsta kvikuhlaupi eða eldgosi virðist aukast með tíma. Mögulega þarf að gera ráð fyrir því að hætta á eldgosi sé talin mikil í nokkrar vikur áður en kvikuhlaup og mögulega eldgos hefst,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að um 24 milljónir rúmmetra af kviku hafi farið úr kvikuhólfinu í síðasta gosi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent