Samþykktu naumlega að stefna að ESB-aðild Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2024 10:33 Maia Sandu, forseti Moldóvu, þegar hún greiddi atkvæði á sunnudag. Hún hlaut 42 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna. Það hefði verið mikill ósigur fyrir hana ef ESB-aðild hefði verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni. AP/Vadim Ghirda Naumur meirihluti kjósenda í Moldóvu samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem leggur grunninn að Evrópusambandsaðild fyrrum Sovétlýðveldisins. Niðurstaðan þykir koma á óvart þar sem talið var að breytingin yrði samþykkt með ríflegum meirihluta. Forseti landsins sakar Rússa um að reyna að hafa áhrif á úrslitin. Þegar 99,41 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 50,39 prósent hafa greitt atkvæði með tillögunni en 49,61 prósent gegn henni, samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar Moldóvu. „Nei“ var með forystu í talningu þar til aðeins nokkur þúsund atkvæði voru enn ótalin, að sögn AP-fréttastofunnar. Maia Sandu, forseti Moldóvu, ítrekaði ásakanir sínar um stórfelld kosningasvik og önnur afskipti runnin undan rifjum stjórnvalda í Kreml. Stjórn hennar er fylgjandi Evrópusambandsaðildinni og studdi stjórnarskrárbreytingunni með ráð og dáð. Moldóva sótti um aðild að ESB eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022 og hlaut stöðu umsóknarríkis þá um sumarið. Nú í sumar samþykkti sambandið að hefja aðildarviðræður við Moldóvu. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um að fjármagna andstöðuhópa, dreifa upplýsingafalsi og að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga, meðal annars með því að standa að atkvæðakaupum. Talsmaður Evrópusambandsins segir að kosningarnar hafi farið fram í skugga fordæmalausra afskipta og ógnana Rússa. Því hafna rússnesk stjórnvöld. Fréttaritarar breska ríkisútvarpsins BBC urðu þó persónulega vitni að því að kona sem greiddi atkvæði á kjörstað fyrir íbúa Transnistríu, héraðs Moldóvíu sem er hernumið af Rússum, spurði kosningaeftirlitsmann hvar hún fengi greitt fyrir það. Hún viðurkenndi það fúslega fyrir fréttamönnunum að henni hefði verið lofað greiðslu fyrir að kjósa en sagði ekki hvað hún kaus. Greitt fyrir atkvæði og lagt á ráðin um ófrið Lögreglan í Moldóvu afhjúpaði umfangsmikil atkvæðakaup sem Ilan Shor, auðkýfingur sem er hallur undir Rússland, skipualagði. Shor er í sjálfskipaðri útlegð í Rússlandi en hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í fyrra fyrir fjársvik og peningaþvætti vegna fúlgna fjár sem hurfu úr moldóvskum bönkum árið 2014. Shor greiddi 130.000 manns alls fimmtán milljónir evra til þess að kjósa gegn stjórnarskrárbreytingunni og Sandu í fyrri umferð forsetakosninga sem fóru fram samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þá segjast moldóvsk yfirvöld hafa stöðvað ráðabrugg um ófrið sem átti að spilla fyrir atkvæðagreiðslunum tveimur. Fleiri en hundrað ungmenni eru sögð hafa hlotið þjálfun málaliðahópa í Moskvu í að efna til ófriðar. Moldóva Evrópusambandið Sovétríkin Rússland Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Þegar 99,41 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 50,39 prósent hafa greitt atkvæði með tillögunni en 49,61 prósent gegn henni, samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar Moldóvu. „Nei“ var með forystu í talningu þar til aðeins nokkur þúsund atkvæði voru enn ótalin, að sögn AP-fréttastofunnar. Maia Sandu, forseti Moldóvu, ítrekaði ásakanir sínar um stórfelld kosningasvik og önnur afskipti runnin undan rifjum stjórnvalda í Kreml. Stjórn hennar er fylgjandi Evrópusambandsaðildinni og studdi stjórnarskrárbreytingunni með ráð og dáð. Moldóva sótti um aðild að ESB eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022 og hlaut stöðu umsóknarríkis þá um sumarið. Nú í sumar samþykkti sambandið að hefja aðildarviðræður við Moldóvu. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um að fjármagna andstöðuhópa, dreifa upplýsingafalsi og að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga, meðal annars með því að standa að atkvæðakaupum. Talsmaður Evrópusambandsins segir að kosningarnar hafi farið fram í skugga fordæmalausra afskipta og ógnana Rússa. Því hafna rússnesk stjórnvöld. Fréttaritarar breska ríkisútvarpsins BBC urðu þó persónulega vitni að því að kona sem greiddi atkvæði á kjörstað fyrir íbúa Transnistríu, héraðs Moldóvíu sem er hernumið af Rússum, spurði kosningaeftirlitsmann hvar hún fengi greitt fyrir það. Hún viðurkenndi það fúslega fyrir fréttamönnunum að henni hefði verið lofað greiðslu fyrir að kjósa en sagði ekki hvað hún kaus. Greitt fyrir atkvæði og lagt á ráðin um ófrið Lögreglan í Moldóvu afhjúpaði umfangsmikil atkvæðakaup sem Ilan Shor, auðkýfingur sem er hallur undir Rússland, skipualagði. Shor er í sjálfskipaðri útlegð í Rússlandi en hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í fyrra fyrir fjársvik og peningaþvætti vegna fúlgna fjár sem hurfu úr moldóvskum bönkum árið 2014. Shor greiddi 130.000 manns alls fimmtán milljónir evra til þess að kjósa gegn stjórnarskrárbreytingunni og Sandu í fyrri umferð forsetakosninga sem fóru fram samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þá segjast moldóvsk yfirvöld hafa stöðvað ráðabrugg um ófrið sem átti að spilla fyrir atkvæðagreiðslunum tveimur. Fleiri en hundrað ungmenni eru sögð hafa hlotið þjálfun málaliðahópa í Moskvu í að efna til ófriðar.
Moldóva Evrópusambandið Sovétríkin Rússland Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira