„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 09:03 Snorri, Halla Hrund, Ragnar Þór, Víðir og Alma ætla fram og Grímur íhugar framboð. Þau hafa öll verið áberandi í fjölmiðulm undanfarin misseri og ár. Vísir Skiptar skoðanir voru á svokallaðri „frægðarvæðingu“ í komandi Alþingiskosningum í Pallborðinu í gær. Þingmaður Samfylkingarinnar sýnir þróuninni skilning en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki góða þróun að stjórnmálaflokkur geti verið eins og hilluvara fyrir frægt fólk. Borið hefur á þeirri þróun undanfarnar Alþingiskosningar að stjórnmálaflokkar skipi í meira mæli nöfn þekktra einstaklinga úr ýmsum kimum samfélagsins á framboðslista sína. Tveir þriðju hlutar Covid-þríeykisins skipa nú lista Samfylkingarinnar. Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík og Jón Gnarr vill á lista Viðreisnar. Hann er þó ekki sá eini úr forsetaslagnum sem vill á þing en Halla Hrund Logadóttir leiðir Framsókn í Suðurkjördæmi og Viktor Traustason vill á lista Pírata. Þá íhugar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn framboð fyrir Viðreisn. Taki langan tíma að kynna inn nýjan frambjóðanda Oddný Guðrún Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir frægðarvæðingu kosninganna í ár fylgja því hve stutt var til Alþingiskosninga þegar þær voru boðaðar. „Það er enginn tími til þess að kynna frambjóðandann. Þú þarft langan tíma til þess að kynna nýjan frambjóðanda.“ Verða málefnin þá ekki svolítið undir? „Það þarf að draga þau fram í þessari stuttu kosningabaráttu með skilvirkum hætti líka. En ég hef alveg skilning á þessu. Þú teflir ekki einhverjum í efstu sætin sem fólk veit ekki um,“ segir Oddný og bendir á að kjósendur þurfi að auki að taka ákvarðanir hratt. Í fyrsta formlega kosningapallborði fréttastofunnar að þessu sinni ræddu fráfarandi kanónur fjögurra flokka komandi Alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst ekki á sama máli. „Mér finnst það ekki góð þróun að stjórnmálaflokkur sé bara eins og hver önnur hilluvara fyrir frægt fólk,“ segir hann. „Ef menn ætla að drösla einhverju frægu og þekktu fólki, þá er ágætt að þetta fólk hafi einhvern tímann talað um stjórnmál eða þjóðfélagsmál. Þannig að menn viti eitthvað um það,“ segir Brynjar. Hann sýni því minni skilning þegar stórir flokkar kynna fræg nöfn inn á listana sína. „Ég skil þetta í þessum litlu flokkum, sem ég kalla smáflokkum, sem hafa enga grasrót og ekki neitt. En mér finnst verra ef rótgrónir flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin eða Framsókn, væru mikið í þessu.“ Vitað að þríeykið vinni að hagsmunum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir þróunina mögulega geta skýrst af því að fólk treysti frekar stöku stjórnmálafólki en síður stjórnmálaflokkum. „Þó að málefnin skipti máli þá held ég að það sem skiptir mestu máli er að trúa því að einstaklingurinn er að fara að vinna að hagsmunum almennings. Ég held að fólk sé svolítið farið back to basics, og ég held að það skapist þegar það er einhvers konar óvissa,“ segir Arndís Anna og nefnir breyttar áherslur Samfylkingarinnar sem dæmi. „Fólk treystir ekki þessu með flokkana og málefnin og loforðin og ákveður þá bara að kjósa einhvern sem það treystir. Og það getur þá bara verið einhver úr þríeykinu, sem við vitum að var að vinna að hagsmunum allra,“ bætir hún við. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Umræðan sem hér er fjallað um hefst á 33. mínútu. Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Borið hefur á þeirri þróun undanfarnar Alþingiskosningar að stjórnmálaflokkar skipi í meira mæli nöfn þekktra einstaklinga úr ýmsum kimum samfélagsins á framboðslista sína. Tveir þriðju hlutar Covid-þríeykisins skipa nú lista Samfylkingarinnar. Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík og Jón Gnarr vill á lista Viðreisnar. Hann er þó ekki sá eini úr forsetaslagnum sem vill á þing en Halla Hrund Logadóttir leiðir Framsókn í Suðurkjördæmi og Viktor Traustason vill á lista Pírata. Þá íhugar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn framboð fyrir Viðreisn. Taki langan tíma að kynna inn nýjan frambjóðanda Oddný Guðrún Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir frægðarvæðingu kosninganna í ár fylgja því hve stutt var til Alþingiskosninga þegar þær voru boðaðar. „Það er enginn tími til þess að kynna frambjóðandann. Þú þarft langan tíma til þess að kynna nýjan frambjóðanda.“ Verða málefnin þá ekki svolítið undir? „Það þarf að draga þau fram í þessari stuttu kosningabaráttu með skilvirkum hætti líka. En ég hef alveg skilning á þessu. Þú teflir ekki einhverjum í efstu sætin sem fólk veit ekki um,“ segir Oddný og bendir á að kjósendur þurfi að auki að taka ákvarðanir hratt. Í fyrsta formlega kosningapallborði fréttastofunnar að þessu sinni ræddu fráfarandi kanónur fjögurra flokka komandi Alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst ekki á sama máli. „Mér finnst það ekki góð þróun að stjórnmálaflokkur sé bara eins og hver önnur hilluvara fyrir frægt fólk,“ segir hann. „Ef menn ætla að drösla einhverju frægu og þekktu fólki, þá er ágætt að þetta fólk hafi einhvern tímann talað um stjórnmál eða þjóðfélagsmál. Þannig að menn viti eitthvað um það,“ segir Brynjar. Hann sýni því minni skilning þegar stórir flokkar kynna fræg nöfn inn á listana sína. „Ég skil þetta í þessum litlu flokkum, sem ég kalla smáflokkum, sem hafa enga grasrót og ekki neitt. En mér finnst verra ef rótgrónir flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin eða Framsókn, væru mikið í þessu.“ Vitað að þríeykið vinni að hagsmunum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir þróunina mögulega geta skýrst af því að fólk treysti frekar stöku stjórnmálafólki en síður stjórnmálaflokkum. „Þó að málefnin skipti máli þá held ég að það sem skiptir mestu máli er að trúa því að einstaklingurinn er að fara að vinna að hagsmunum almennings. Ég held að fólk sé svolítið farið back to basics, og ég held að það skapist þegar það er einhvers konar óvissa,“ segir Arndís Anna og nefnir breyttar áherslur Samfylkingarinnar sem dæmi. „Fólk treystir ekki þessu með flokkana og málefnin og loforðin og ákveður þá bara að kjósa einhvern sem það treystir. Og það getur þá bara verið einhver úr þríeykinu, sem við vitum að var að vinna að hagsmunum allra,“ bætir hún við. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Umræðan sem hér er fjallað um hefst á 33. mínútu.
Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“