Grindavík eins og „Tsjernobyl án kommúnisma“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. október 2024 20:00 Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Vísir/Einar Grindavíkurbær var opnaður fyrir almenningi klukkan sex í morgun. Bandarískir ferðamenn líkja bænum við Tsjernobyl án kommúnisma en formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur viðurkennir að mistök hafi verið gerð við vinnslu bæklings með mikilvægum upplýsingum um öryggisatriði. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar en tók þó fram að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er auðvitað eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Skortur á skiltum kom þeim á óvart Þó nokkrir lögðu leið sína í bæinn í dag en bandarískir ferðamenn sögðu að þeir hafi verið hvattir til að heimsækja Grindavík af starfsmönnum Bláa lónsins og fararstjóra í Reykjavík. Þeir Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum, tóku undir orð Úlfars og sögðu skort á upplýsingum koma sér á óvart. „Okkur var sagt að Grindavík væri opin í dag og að við ættum að keyra um bæinn og skoða hann,“ sagði Bartlett. „Það kom mér meira á óvart að við mættum keyra þarna í gegn án nokkurra viðvarana eða skilta um að hætta væri kannski á ferðum,“ bætti Peterson við. Sorglegt að bærinn sé orðinn að draugabæ Bartlett tók þá fram að honum finnist það sorglegt að sjá jafn flott bæjarfélag og Grindavík breytast í draugabæ. Peterson sagði það vera óhugnanlegt. „Þegar við ókum inn í bæinn ræddum við um að þetta líktist Tsjernobyl. Hræðilegir atburðir áttu sér stað og svo hurfu allir,“ sagði Bartlett. „Já, Tsjernobyl án kommúnisma“ bætti Peterson kíminn við. Skilti væntanleg Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, sagði að skilti við bæinn væru væntanleg og tók fram að skiltum við hættulegustu svæðin inn í bænum hafi verið forgangsraðað og komin upp. „Síðan er Vegagerðin að undirbúa að setja upp skilti inn í bæinn sem gefa til kynna bæði á íslensku og ensku að þetta sé hættusvæði. Þar fyrir utan erum við síðan með í vinnslu sérstök upplýsingaskilti sem við setjum upp fljótlega.“ Texti sem á ekki við rök að styðjast Nefndin gaf út bækling með öryggisatriðum á föstudaginn í tilefni þess að bærinn væri opnaður. Þar er tekið fram að líkur á gosi nærri bænum hafi minnkað umtalsvert á síðustu mánuðum. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands sagði þessa staðhæfingu koma honum á óvart. Þá er einnig tekið fram að drónar séu bannaðir á svæðinu sem að lögreglustjórinn á Suðurnesjum staðfesti að sé ekki rétt. „Það er þarna texti sem hefur farið inn sem á ekki við rök að styðjast, það verður lagað og verður tekið út úr þessum texta.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar en tók þó fram að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er auðvitað eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Skortur á skiltum kom þeim á óvart Þó nokkrir lögðu leið sína í bæinn í dag en bandarískir ferðamenn sögðu að þeir hafi verið hvattir til að heimsækja Grindavík af starfsmönnum Bláa lónsins og fararstjóra í Reykjavík. Þeir Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum, tóku undir orð Úlfars og sögðu skort á upplýsingum koma sér á óvart. „Okkur var sagt að Grindavík væri opin í dag og að við ættum að keyra um bæinn og skoða hann,“ sagði Bartlett. „Það kom mér meira á óvart að við mættum keyra þarna í gegn án nokkurra viðvarana eða skilta um að hætta væri kannski á ferðum,“ bætti Peterson við. Sorglegt að bærinn sé orðinn að draugabæ Bartlett tók þá fram að honum finnist það sorglegt að sjá jafn flott bæjarfélag og Grindavík breytast í draugabæ. Peterson sagði það vera óhugnanlegt. „Þegar við ókum inn í bæinn ræddum við um að þetta líktist Tsjernobyl. Hræðilegir atburðir áttu sér stað og svo hurfu allir,“ sagði Bartlett. „Já, Tsjernobyl án kommúnisma“ bætti Peterson kíminn við. Skilti væntanleg Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, sagði að skilti við bæinn væru væntanleg og tók fram að skiltum við hættulegustu svæðin inn í bænum hafi verið forgangsraðað og komin upp. „Síðan er Vegagerðin að undirbúa að setja upp skilti inn í bæinn sem gefa til kynna bæði á íslensku og ensku að þetta sé hættusvæði. Þar fyrir utan erum við síðan með í vinnslu sérstök upplýsingaskilti sem við setjum upp fljótlega.“ Texti sem á ekki við rök að styðjast Nefndin gaf út bækling með öryggisatriðum á föstudaginn í tilefni þess að bærinn væri opnaður. Þar er tekið fram að líkur á gosi nærri bænum hafi minnkað umtalsvert á síðustu mánuðum. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands sagði þessa staðhæfingu koma honum á óvart. Þá er einnig tekið fram að drónar séu bannaðir á svæðinu sem að lögreglustjórinn á Suðurnesjum staðfesti að sé ekki rétt. „Það er þarna texti sem hefur farið inn sem á ekki við rök að styðjast, það verður lagað og verður tekið út úr þessum texta.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira