Lygavaðall um Þórdísi og enginn sakni vinstrisins Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2024 11:32 Björn Bjarnason fer hamförum í skrifum á elstu bloggsíðu landsins. Hér er hann viðstaddur athöfn sem haldin var þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson yfirgaf Háskólann. vísir/vilhelm Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar nú á bloggsíðu sína sem aldrei fyrr og er afdráttarlaus í skoðunum. Björn rekur elstu bloggsíðu landsins. bjorn.is og virðist í ham. Í einum af nýjustu bloggpistlum sínum segir Björn meðal annars að nú liggi fyrir að Vinstri græn séu að hverfa af vettvangi og enginn sakni þess. Hann segir gleðiefni að vinstrið sé að hverfa. Fimm þingmenn Vinstri grænna verða ekki á lista flokksins í komandi kosningum.Vísir/Vilhelm Vinstrið að hverfa og þess saknar enginn Björn vitnar til nýrra bóka þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og Svavars heitins Gestssonar sem um tíma var aðalsamningamaður landsins um Icesave. Þau lýsi innbyrðis átökum gamalla fylkinga í Alþýðubandalaginu. Nú hafi stjórninni verið slitið og framkvæmdin fumlaus eins og allt sem gerst hefur undir forystu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, að mati Björns. Bjarni Benediktsson en Björn lýsir því yfir að allar aðgerðir hans hafi verið fumlausar.vísir/vilhelm „Þegar Ólafur Ragnar fól Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni að mynda minnihlutastjórn 1. febrúar 2009 með stuðningi SDG var markmiðið öðrum þræði að ýta Sjálfstæðisflokknum varanlega til hliðar. Nú í október 2024 eru líkur á að VG hverfi af þingi og enginn sakni flokksins,“ segir Björn. Lygavaðall um Þórdísi Ekki fer á milli mála að hollusta Björns gagnvart forystu Sjálfstæðisflokksins er söm við sig. Í öðrum pistli sem Björn reit fyrir helgi gerir hann að umtalsefni að nú megi lesa þá „lygasögu“ sem gekk út á að sverta hlut Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokks þess efnis að gjaldþrot Tæknifyrirtækis Skagans megi rekja til hennar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýtur stuðnings Björns en hann vekur athygli á því að meira en vafasamt sé að vilja klína þroti Skagans á hana.vísir/vilhelm Björn rekur að Þórdísi hafi verið kennt um ófarir fyrirtækisins með því að loka á talsamband við Rússa, en ekkert annað ESB-ríki hefur lokað sendiráði sínu í Moskvu, en slíkt sé hrein og klár firra því afkoma Skagans hafi farið á verri veg löngu áður. Björn birtir meðfylgjandi mynd því til sönnunar: Björn segir erfitt að átta sig á því hvað vakir fyrir þeim sem spinni slíkan lygavef um Skagann eða hvaða hagsmunum það þjóni öðrum en ganga erindi Pútíns. „Það er mikil bíræfni nú, árið 2024, að ljúga því að ákvörðun sem tekin var af illri nauðsyn sumarið 2023 um lokun sendiráðsins í Moskvu 1. ágúst 2023 hafi leitt til gjaldþrots Skagans sem hvarf frá öllum verkefnum í Rússlandi árið 2021. Eftir að Pútin réðst inn í Úkraínu 2022 hrundi grunnur allra vestrænna hátækniviðskipta við Rússa,“ skrifar Björn. Hann ætti því að vera ánægður með þróun mála en Þórdís hafði betur gegn Jóni Gunnarssyni í baráttu um annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum í gær. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19 „Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Í einum af nýjustu bloggpistlum sínum segir Björn meðal annars að nú liggi fyrir að Vinstri græn séu að hverfa af vettvangi og enginn sakni þess. Hann segir gleðiefni að vinstrið sé að hverfa. Fimm þingmenn Vinstri grænna verða ekki á lista flokksins í komandi kosningum.Vísir/Vilhelm Vinstrið að hverfa og þess saknar enginn Björn vitnar til nýrra bóka þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og Svavars heitins Gestssonar sem um tíma var aðalsamningamaður landsins um Icesave. Þau lýsi innbyrðis átökum gamalla fylkinga í Alþýðubandalaginu. Nú hafi stjórninni verið slitið og framkvæmdin fumlaus eins og allt sem gerst hefur undir forystu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, að mati Björns. Bjarni Benediktsson en Björn lýsir því yfir að allar aðgerðir hans hafi verið fumlausar.vísir/vilhelm „Þegar Ólafur Ragnar fól Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni að mynda minnihlutastjórn 1. febrúar 2009 með stuðningi SDG var markmiðið öðrum þræði að ýta Sjálfstæðisflokknum varanlega til hliðar. Nú í október 2024 eru líkur á að VG hverfi af þingi og enginn sakni flokksins,“ segir Björn. Lygavaðall um Þórdísi Ekki fer á milli mála að hollusta Björns gagnvart forystu Sjálfstæðisflokksins er söm við sig. Í öðrum pistli sem Björn reit fyrir helgi gerir hann að umtalsefni að nú megi lesa þá „lygasögu“ sem gekk út á að sverta hlut Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokks þess efnis að gjaldþrot Tæknifyrirtækis Skagans megi rekja til hennar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýtur stuðnings Björns en hann vekur athygli á því að meira en vafasamt sé að vilja klína þroti Skagans á hana.vísir/vilhelm Björn rekur að Þórdísi hafi verið kennt um ófarir fyrirtækisins með því að loka á talsamband við Rússa, en ekkert annað ESB-ríki hefur lokað sendiráði sínu í Moskvu, en slíkt sé hrein og klár firra því afkoma Skagans hafi farið á verri veg löngu áður. Björn birtir meðfylgjandi mynd því til sönnunar: Björn segir erfitt að átta sig á því hvað vakir fyrir þeim sem spinni slíkan lygavef um Skagann eða hvaða hagsmunum það þjóni öðrum en ganga erindi Pútíns. „Það er mikil bíræfni nú, árið 2024, að ljúga því að ákvörðun sem tekin var af illri nauðsyn sumarið 2023 um lokun sendiráðsins í Moskvu 1. ágúst 2023 hafi leitt til gjaldþrots Skagans sem hvarf frá öllum verkefnum í Rússlandi árið 2021. Eftir að Pútin réðst inn í Úkraínu 2022 hrundi grunnur allra vestrænna hátækniviðskipta við Rússa,“ skrifar Björn. Hann ætti því að vera ánægður með þróun mála en Þórdís hafði betur gegn Jóni Gunnarssyni í baráttu um annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum í gær. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19 „Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19
„Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12