Stálu skartgripum að verðmæti 75 milljóna af Juventus parinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2024 13:01 Douglas Luiz og Alisha Lehmann fluttu sig um set frá Birmingham til Tórínó í sumar. instagram-síða alishu lehmann Þjófar létu greipar sópa á heimili Douglas Luiz og Alishu Lehmann, leikmanna Juventus, á laugardaginn. Þeir stálu skartgripum að verðmæti tæplega 75 milljóna króna. Þegar Luiz kom heim til sín eftir 1-0 sigur Juventus á Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni á laugardaginn sá hann að íbúðin var í rúst. Samkvæmt Gazzetta dello Sport höfðu innbrotsþjófarnir stolið ellefu úrum sem Luiz átti og demantshálsmenum sem Lehmann átti. Talið er að verðmæti alls þess sem var stolið sé um 75 milljónir íslenskra króna. Lehmann var á hóteli á laugardaginn en í gær mættu hún og stöllur hennar Inter á útivelli. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð í marki Inter. Luiz og Lehmann gengu bæði í raðir Juventus frá Aston Villa í sumar. Þótt þau spili fyrir sama liðið fær Luiz margfalt hærri laun en Lehmann. Sú svissneska vakti athygli á því í síðasta mánuði. „Ég er ekki stjarna, ég er bara venjuleg manneskja. Ég fer heim og elda, og geri allt það sem að aðrir gera. Eftir æfingar segi ég oft við Douglas hvað þetta sé ósanngjarnt. Við vinnum sömu vinnu en hann fær hundraðþúsund sinnum meira borgað en ég,“ sagði Lehmann. Luiz og Lehmann eru ekki fyrstu leikmenn Juventus sem hafa verið rændir á undanförnum árum. Ángel Di María, Moise Kean og Kaio Jorge lentu í því sama. Ítalski boltinn Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Sjá meira
Þegar Luiz kom heim til sín eftir 1-0 sigur Juventus á Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni á laugardaginn sá hann að íbúðin var í rúst. Samkvæmt Gazzetta dello Sport höfðu innbrotsþjófarnir stolið ellefu úrum sem Luiz átti og demantshálsmenum sem Lehmann átti. Talið er að verðmæti alls þess sem var stolið sé um 75 milljónir íslenskra króna. Lehmann var á hóteli á laugardaginn en í gær mættu hún og stöllur hennar Inter á útivelli. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð í marki Inter. Luiz og Lehmann gengu bæði í raðir Juventus frá Aston Villa í sumar. Þótt þau spili fyrir sama liðið fær Luiz margfalt hærri laun en Lehmann. Sú svissneska vakti athygli á því í síðasta mánuði. „Ég er ekki stjarna, ég er bara venjuleg manneskja. Ég fer heim og elda, og geri allt það sem að aðrir gera. Eftir æfingar segi ég oft við Douglas hvað þetta sé ósanngjarnt. Við vinnum sömu vinnu en hann fær hundraðþúsund sinnum meira borgað en ég,“ sagði Lehmann. Luiz og Lehmann eru ekki fyrstu leikmenn Juventus sem hafa verið rændir á undanförnum árum. Ángel Di María, Moise Kean og Kaio Jorge lentu í því sama.
Ítalski boltinn Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Sjá meira