Handbolti

23 ís­lensk mörk þegar Magdeburg vann Leipzig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viggó Kristjánsson var markahæsti maður síns liðs í dag en varð að sætta sig við tap á móti félögum sínum í landsliðinu.
Viggó Kristjánsson var markahæsti maður síns liðs í dag en varð að sætta sig við tap á móti félögum sínum í landsliðinu. Getty/Jan Woitas

Magdeburg hafði betur í Íslendingaslag á móti Leipzig í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag.

Magdeburg vann leikinn á endanum með sex mörkum, 35-29, eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik.

Magdeburg er í þriðja sæti deildarinnar með fimm sigra í fyrstu sex leikjunum. Leipzig er í tíunda sætinu.

Það var nóg af íslenskum mörkum hjá báðum liðum í þessum leik en þau urðu alls 23 talsins, tíu hjá Magdeburg og þrettán hjá Leipzig.

Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk og tvær stoðsendingar fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson var með fjögur mörk og sex stosendingar. Þeir félaga áttu því til samans þátt í átján mörkum.

Viggó Kristjánsson var með níu mörk og tvær stoðsendingar fyrir Leipzig og Andri Már Rúnarsson, sonur þjálfarans Rúnars Sigtryggssonar, var með fjögur mörk og eina stoðsendingu.

Philipp Weber var markahæstur hjá Magdeburg með tíu mörk en Viggó var markahæstur hjá sínu liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×