„Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. október 2024 20:10 Víðir Reynisson segist lengi hafa haft augun á þingmennsku og nú sé rétti tíminn. Vísir/Arnar Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, yrði oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Fréttastofa náði svo tali af Víði sem er staddur á Spáni og var spenntur fyrir komandi kosningabaráttu. Ber þetta framboð skjótt að? „Það er tiltölulega stuttur aðdragandi. Flokksfélagar í Samfylkingunni á Suðurlandi sendu tilnefningar á uppstillingarnefndina. Það var haft samband við mig hvort ég væri til í að verða við þeirri áskorun og ég gerði það. Var fljótur að taka ákvörðun eftir að hafa tekið fjölskyldufund,“ segir Víðir. Alltaf haft augun á þingmennsku Er þetta eitthvað sem hefur blundað í þér? „Ég hef verið jafnaðarmaður alla ævi. Pabbi var í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn í Vestmannaeyjum þegar ég bjó þar og mín fyrsta þátttaka í kosningum var að vera sendisveinn fyrir Alþýðuflokkinn þar. Ég var mjög ungur þegar ég gekk í Alþýðuflokkinn og fór svo yfir í Samfylkinguna þegar hún varð til. Ég hef alltaf haft augun á þessu, það hefur kannski ekki farið saman með þeim störfum sem ég hef verið í að vera virkur í stjórnmálum en þetta er alltaf sú leið sem ég hef horft á. Ég hugsaði þetta fyrir síðustu kosningar en þá fannst mér mörg verkefni óunnin í almannavörnum. Núna fannst mér tækifærið.“ Eru einhverjar áherslur sem þú ert með? „Það kemur engum á óvart að velferðarmálin og sérstaklega hvað varðar börn og unga fólkið okkar er mér mjög hugleikið. Auðvitað líka löggæslumálin og öryggismálin eru hlutir sem ég þekki mjög vel. Öryggismál í mjög víðu samhengi eftir mín störf síðustu tvo áratugi.“ „Við þurfum að halda áfram að fjölga lögreglumönnum og þurfum að horfa heildstætt á lögregluna í því samhengi. Við þurfum að horfa á það að lögreglan í heild sinni er þjónustustofnun og við þurfum að styrkja hana á öllum sviðum. Það hefur oft verið athygli á það sem er á götunni en við þurfum líka að styrkja rannsóknardeildina þannig að málin fái farveg hratt í gegnum kerfið. Þar eru sóknarfæri fyrir okkur.“ Hefur reynslu úr lögreglunni og atvinnulífinu Fólk hefur strax nefnt að þú gætir verið góður kandídat í dómsmálaráðherra. Ertu að horfa eitthvað í ráðherraembætti? „Nei, ég er fyrst og fremst að bjóða mig fram til þingsins og svo kemur það bara í ljós hvernig verkefnunum verður skipt þar. Ég vona bara að ég fái verkefni sem henta minni þekkingu. Minn bakgrunnur er mjög breiður, það þekkja mig flestir úr þessum almannavarna- og lögreglustörfum en ég kem úr iðnaðnum líka. Ég er húsasmiður að mennt, hef unnið sem smiður, verkamaður og við matvinnslu. Þannig ég hef ansi breiðan bakgrunn úr atvinnulífinu.“ „Við stefnum að því að taka þátt í næstu ríkisstjórn“ Víðir þekkir Suðurkjördæmi vel þó hann búi í Kópavogi. Hann ólst þar upp og hefur unnið ýmis störf í kjördæminu. „Ég er er fæddur og uppalin í Vestmannaeyjum og var þar við störf. Síðan var ég í lögreglunni á Suðurlandi í þrjú ár að vinna að almannavarnaverkefnum með sveitarfélögunum og að öryggis- og viðbragðsáætlunum. Ég þekki kjördæmið mjög vel og mínar rætur liggjar þar.“ Snýrð aftur í kjördæmið í kosningabaráttu. „Ég er mjög spenntur fyrir því og á von á því að hún verði góð. Það er mikið af góðu fólki sem vill gera gagn. Ég hef trú á því að skoðanaskiptin verði góð og á von á því að við munum koma sterk inn. Það er tími til breytinga og við sjáum Samfylkinguna nálgast hlutina með nýjum hætti með tilkomu Kristrúnar. Búið að vera mikil málefnavinna um land allt og við stefnum að því að taka þátt í næstu ríkisstjórn ef við fáum traust frá þjóðinni til þess,“ segir hann að lokum Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, yrði oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Fréttastofa náði svo tali af Víði sem er staddur á Spáni og var spenntur fyrir komandi kosningabaráttu. Ber þetta framboð skjótt að? „Það er tiltölulega stuttur aðdragandi. Flokksfélagar í Samfylkingunni á Suðurlandi sendu tilnefningar á uppstillingarnefndina. Það var haft samband við mig hvort ég væri til í að verða við þeirri áskorun og ég gerði það. Var fljótur að taka ákvörðun eftir að hafa tekið fjölskyldufund,“ segir Víðir. Alltaf haft augun á þingmennsku Er þetta eitthvað sem hefur blundað í þér? „Ég hef verið jafnaðarmaður alla ævi. Pabbi var í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn í Vestmannaeyjum þegar ég bjó þar og mín fyrsta þátttaka í kosningum var að vera sendisveinn fyrir Alþýðuflokkinn þar. Ég var mjög ungur þegar ég gekk í Alþýðuflokkinn og fór svo yfir í Samfylkinguna þegar hún varð til. Ég hef alltaf haft augun á þessu, það hefur kannski ekki farið saman með þeim störfum sem ég hef verið í að vera virkur í stjórnmálum en þetta er alltaf sú leið sem ég hef horft á. Ég hugsaði þetta fyrir síðustu kosningar en þá fannst mér mörg verkefni óunnin í almannavörnum. Núna fannst mér tækifærið.“ Eru einhverjar áherslur sem þú ert með? „Það kemur engum á óvart að velferðarmálin og sérstaklega hvað varðar börn og unga fólkið okkar er mér mjög hugleikið. Auðvitað líka löggæslumálin og öryggismálin eru hlutir sem ég þekki mjög vel. Öryggismál í mjög víðu samhengi eftir mín störf síðustu tvo áratugi.“ „Við þurfum að halda áfram að fjölga lögreglumönnum og þurfum að horfa heildstætt á lögregluna í því samhengi. Við þurfum að horfa á það að lögreglan í heild sinni er þjónustustofnun og við þurfum að styrkja hana á öllum sviðum. Það hefur oft verið athygli á það sem er á götunni en við þurfum líka að styrkja rannsóknardeildina þannig að málin fái farveg hratt í gegnum kerfið. Þar eru sóknarfæri fyrir okkur.“ Hefur reynslu úr lögreglunni og atvinnulífinu Fólk hefur strax nefnt að þú gætir verið góður kandídat í dómsmálaráðherra. Ertu að horfa eitthvað í ráðherraembætti? „Nei, ég er fyrst og fremst að bjóða mig fram til þingsins og svo kemur það bara í ljós hvernig verkefnunum verður skipt þar. Ég vona bara að ég fái verkefni sem henta minni þekkingu. Minn bakgrunnur er mjög breiður, það þekkja mig flestir úr þessum almannavarna- og lögreglustörfum en ég kem úr iðnaðnum líka. Ég er húsasmiður að mennt, hef unnið sem smiður, verkamaður og við matvinnslu. Þannig ég hef ansi breiðan bakgrunn úr atvinnulífinu.“ „Við stefnum að því að taka þátt í næstu ríkisstjórn“ Víðir þekkir Suðurkjördæmi vel þó hann búi í Kópavogi. Hann ólst þar upp og hefur unnið ýmis störf í kjördæminu. „Ég er er fæddur og uppalin í Vestmannaeyjum og var þar við störf. Síðan var ég í lögreglunni á Suðurlandi í þrjú ár að vinna að almannavarnaverkefnum með sveitarfélögunum og að öryggis- og viðbragðsáætlunum. Ég þekki kjördæmið mjög vel og mínar rætur liggjar þar.“ Snýrð aftur í kjördæmið í kosningabaráttu. „Ég er mjög spenntur fyrir því og á von á því að hún verði góð. Það er mikið af góðu fólki sem vill gera gagn. Ég hef trú á því að skoðanaskiptin verði góð og á von á því að við munum koma sterk inn. Það er tími til breytinga og við sjáum Samfylkinguna nálgast hlutina með nýjum hætti með tilkomu Kristrúnar. Búið að vera mikil málefnavinna um land allt og við stefnum að því að taka þátt í næstu ríkisstjórn ef við fáum traust frá þjóðinni til þess,“ segir hann að lokum
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira