Ákveðið var í gær að slá sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka á frest. Greinandi segir þessa ákvörðun hafa jákvæð áhrif á markaðinn.
Tveir voru fluttir á bráðamóttöku eftir bruna á Stuðlum í morgun. Það eru vistmenn og starfsmaður á meðferðarheimilinu. Lögregla hefur brunann nú til rannsóknar. Framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu verst allra fregna.
Heimsmeistaramótið í bakgarðshlaupum hefst á hádegi og íslenski hópurinn hleypur í Elliðaárdal. Við verðum í beinni þaðan.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.