„Ævintýri og lygar í boði sumra ykkar“ Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2024 22:57 Erik ten Hag er áfram knattspyrnustjóri Manchester United, þvert á það sem margir virtust halda fyrir landsleikjahléið. Getty/Ash Donelon Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sakar fjölmiðlamenn um að spinna lygar um framtíð hans í starfi. Allir hjá United séu á sömu blaðsíðu. Mikil pressa virtist á Ten Hag eftir 3-0 tapið gegn Tottenham í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem nú er að ljúka. United er aðeins í 14. sæti og ýmsir töldu að dagar hollenska stjórans væru taldir, ekki síst þegar fulltrúar bandarísku Glazer-fjölskyldunnar funduðu með meðeiganda sínum, Sir Jim Ratcliffe, og öðrum stjórnendum félagsins í London í síðustu viku. Niðurstaðan af þeim fundi var þó ekki sú að reka Ten Hag, sem stýrði United til bikarmeistaratitils í vor og deildabikarmeistaratitils árið áður. United mætir því Brentford á morgun með Ten Hag í brúnni og freistar þess að ná í sigur eftir fimm leiki í röð án sigurs í öllum keppnum. „Líklega trúðu þeir mér ekki“ Ten Hag segir fjölmiðlamenn vísvitandi hafa hunsað ummæli hans eftir markalaust jafntefli við Aston Villa 6. október, þegar hann sagði sig og eigendur United á sömu blaðsíðu. „Einu lætin eru þessi ævintýri og lygar í boði sumra ykkar,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. „Ég veit að við erum allir á sömu blaðsíðu hjá þessu félagi. Ég sagði þetta fyrir hléið. Ég sagði nokkrum fjölmiðlamönnum þetta. Líklega trúðu þeir mér ekki því ég sá hvernig fréttirnar voru svo. En innanbúðar er allt rólegt,“ sagði Ten Hag. Ef United vinnur ekki Brentford mun liðið hafa spilað sex leiki í röð í öllum keppnum án sigurs. Það yrði í fyrsta sinn í fimm ár. Brentford hefur hins vegar ekki fagnað sigri á Old Trafford síðan árið 1937, en var ansi nálægt því á síðustu leiktíð áður en Scott McTominay skoraði í tvígang í lokin. „Við erum auðvitað óánægðir með þá stöðu sem við erum í. Taflan lýgur ekki og þetta er ekki nógu gott. En við erum rólegir og yfirvegaðir. Við höldum okkur við planið og erum vissir um að uppskera,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Mikil pressa virtist á Ten Hag eftir 3-0 tapið gegn Tottenham í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem nú er að ljúka. United er aðeins í 14. sæti og ýmsir töldu að dagar hollenska stjórans væru taldir, ekki síst þegar fulltrúar bandarísku Glazer-fjölskyldunnar funduðu með meðeiganda sínum, Sir Jim Ratcliffe, og öðrum stjórnendum félagsins í London í síðustu viku. Niðurstaðan af þeim fundi var þó ekki sú að reka Ten Hag, sem stýrði United til bikarmeistaratitils í vor og deildabikarmeistaratitils árið áður. United mætir því Brentford á morgun með Ten Hag í brúnni og freistar þess að ná í sigur eftir fimm leiki í röð án sigurs í öllum keppnum. „Líklega trúðu þeir mér ekki“ Ten Hag segir fjölmiðlamenn vísvitandi hafa hunsað ummæli hans eftir markalaust jafntefli við Aston Villa 6. október, þegar hann sagði sig og eigendur United á sömu blaðsíðu. „Einu lætin eru þessi ævintýri og lygar í boði sumra ykkar,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. „Ég veit að við erum allir á sömu blaðsíðu hjá þessu félagi. Ég sagði þetta fyrir hléið. Ég sagði nokkrum fjölmiðlamönnum þetta. Líklega trúðu þeir mér ekki því ég sá hvernig fréttirnar voru svo. En innanbúðar er allt rólegt,“ sagði Ten Hag. Ef United vinnur ekki Brentford mun liðið hafa spilað sex leiki í röð í öllum keppnum án sigurs. Það yrði í fyrsta sinn í fimm ár. Brentford hefur hins vegar ekki fagnað sigri á Old Trafford síðan árið 1937, en var ansi nálægt því á síðustu leiktíð áður en Scott McTominay skoraði í tvígang í lokin. „Við erum auðvitað óánægðir með þá stöðu sem við erum í. Taflan lýgur ekki og þetta er ekki nógu gott. En við erum rólegir og yfirvegaðir. Við höldum okkur við planið og erum vissir um að uppskera,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira