Páll Valur vill forystusæti fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 18:49 Páll Valur býður krafta sína fram fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi. Vísir/Einar Páll Valur Björnsson býður sig fram í forystusæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Páll sat á þingi fyrir Bjarta Framtíð árin 2013 - 2016, og var varaþingmaður Samfylkingarinnar 2017 - 2021. „Ég var hvattur til að sækja um forystusæti og þá er reiknað með að það séu sæti eitt og tvö. Ég var ekkert endilega að hugsa um þetta en svo eftir nokkra umhugsun lét ég slag standa. Það kostar ekkert að prófa þetta,“ segir Páll. Brennur fyrir málefnum Grindvíkinga og barna Páll er Grindvíkingur og hann sat í bæjarstjórn árin 2018 - 2022 fyrir Samfylkinguna. Hann segir að Grindvíkingar þurfi á sterkri rödd að halda á þingi. Síðustu mánuðir hafi verið erfiðir fyrir hann og aðra Grindvíkinga. „Ég var mjög framarlega á þingi í málefnum barna og þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu og taldi mig eiga ýmislegt eftir ógert þar. Þannig ég lét til leiðast núna þegar fólk var að hvetja mig til þess að gefa kost á mér,“ segir Páll. „Auðvitað brennur á manni að skapa sátt í samfélaginu og byggja upp gott og mannlegt samfélag sem að stendur saman að öllum helstu málum. Sundurlindið í þessari þjóð er með ólíkindum, og þegar ég var á þingi fyrir Bjarta Framtíð barðist ég fyrir því að fólk ynni betur saman,“ segir hann. Hann kveðst hrifinn af málefnastarfinu sem hefur verið leitt af Kristrúnu síðustu tvö árin. „Hún er að finna púlsinn í landinu og leggja fram þau mál sem brenna á þjóðinni. Ég er bara mjög hrifinn af því hvernig hún er að gera þetta og hvernig hún er að tækla þessi mál. Páll bauð sig fram til Alþingis haustið 2016 undir merkjum Bjartrar Framtíðar og komst þá ekki á þing. „Ég var einn af þeim sem var mjög mótfallinn þessu ríkisstjórnarsamstarfi 2016 og það fór eins og það fór. Ég var ekkert sáttur við það,“ segir Páll. Björt Framtíð myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn árið 2017, en sleit samstarfinu seinna sama ár. Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. 22. janúar 2024 11:17 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Ég var hvattur til að sækja um forystusæti og þá er reiknað með að það séu sæti eitt og tvö. Ég var ekkert endilega að hugsa um þetta en svo eftir nokkra umhugsun lét ég slag standa. Það kostar ekkert að prófa þetta,“ segir Páll. Brennur fyrir málefnum Grindvíkinga og barna Páll er Grindvíkingur og hann sat í bæjarstjórn árin 2018 - 2022 fyrir Samfylkinguna. Hann segir að Grindvíkingar þurfi á sterkri rödd að halda á þingi. Síðustu mánuðir hafi verið erfiðir fyrir hann og aðra Grindvíkinga. „Ég var mjög framarlega á þingi í málefnum barna og þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu og taldi mig eiga ýmislegt eftir ógert þar. Þannig ég lét til leiðast núna þegar fólk var að hvetja mig til þess að gefa kost á mér,“ segir Páll. „Auðvitað brennur á manni að skapa sátt í samfélaginu og byggja upp gott og mannlegt samfélag sem að stendur saman að öllum helstu málum. Sundurlindið í þessari þjóð er með ólíkindum, og þegar ég var á þingi fyrir Bjarta Framtíð barðist ég fyrir því að fólk ynni betur saman,“ segir hann. Hann kveðst hrifinn af málefnastarfinu sem hefur verið leitt af Kristrúnu síðustu tvö árin. „Hún er að finna púlsinn í landinu og leggja fram þau mál sem brenna á þjóðinni. Ég er bara mjög hrifinn af því hvernig hún er að gera þetta og hvernig hún er að tækla þessi mál. Páll bauð sig fram til Alþingis haustið 2016 undir merkjum Bjartrar Framtíðar og komst þá ekki á þing. „Ég var einn af þeim sem var mjög mótfallinn þessu ríkisstjórnarsamstarfi 2016 og það fór eins og það fór. Ég var ekkert sáttur við það,“ segir Páll. Björt Framtíð myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn árið 2017, en sleit samstarfinu seinna sama ár.
Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. 22. janúar 2024 11:17 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. 22. janúar 2024 11:17