Vill leiða Viðreisn í Suðurkjördæmi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 17:28 Jasmina Vajzovic Crnac vill leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Aðsend Jasmina Vajzovic Crnac hefur gefið kost á sér í efsta sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Jasmina er stjórnmálafræðingur að mennt, og er eigandi IZO ráðgjafar sem veitir ráðgjöf og fræðslu þegar kemur að innflytjendum og flóttafólki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Jasminar. Hún býður sig fram gegn sitjandi oddvita, Guðbrandi Einarssyni. Uppstillinganefndir munu stilla upp á alla lista Viðreisnar og verða listar kynntir eftir helgi. „Ég er reiðubúin að leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi og vinna með fólki að málefnum sem ég brenn fyrir á sviði mannréttinda, efnahags, atvinnulífs, jafnréttis, velferðar og menntunar,“ segir í tilkynningu. Jasmina kemur upphaflega frá Bosníu og Hesegóvinu og varð flóttamaður á meðan stríðið í Bosníu stóð yfir. Hún flutti til Íslands árið 1996 sem innflytjandi. Framhald tilkynningarinnar hljóðar svo: „Ég veit að mín rödd og mín persónulega reynsla sem barn á flótta og innflytjandi frá landi með marga ólíka þjóðfélagshópa muni vera dýrmæt á Alþingi Íslendinga. Ég er stjórnmálafræðingur að mennt með diplómu í opinberri stjórnsýslu ... Ég starfa við að upplýsa, fræða og veita ráðgjöf bæði fyritækjum í atvinnulífinu, stofnunum ríkis og sveitarfélaga, félagssamtökum ofl. Ég er mikill leiðtogi í mér og ég er óhrædd að takast á við erfið mál. Síðast starfaði ég sem leiðtogi Alþjóðateymis Reykjavíkurborgar þar sem ég var með yfir 60 starfsmenn í vinnu og veitti og þróaði þjónustu við flóttafólk. Ég hef tekið þátt í stjórnmálum og hef setið sem varabæjarfulltrúi í sveitarstjórn Reykjanesbæjar.“ Jasmina kveðst trúa staðfastlega á hlutverk og gildi Viðreisnar, sem sé evrópusinnaður, frjálslyndur og hlynntur einkaframtaki. Hún sé staðráðin og metnaðarfull til að starfa af heilindum með „inngildandi og stefnumótandi sýn til að styðja við árangur flokksins.“ Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Jasminar. Hún býður sig fram gegn sitjandi oddvita, Guðbrandi Einarssyni. Uppstillinganefndir munu stilla upp á alla lista Viðreisnar og verða listar kynntir eftir helgi. „Ég er reiðubúin að leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi og vinna með fólki að málefnum sem ég brenn fyrir á sviði mannréttinda, efnahags, atvinnulífs, jafnréttis, velferðar og menntunar,“ segir í tilkynningu. Jasmina kemur upphaflega frá Bosníu og Hesegóvinu og varð flóttamaður á meðan stríðið í Bosníu stóð yfir. Hún flutti til Íslands árið 1996 sem innflytjandi. Framhald tilkynningarinnar hljóðar svo: „Ég veit að mín rödd og mín persónulega reynsla sem barn á flótta og innflytjandi frá landi með marga ólíka þjóðfélagshópa muni vera dýrmæt á Alþingi Íslendinga. Ég er stjórnmálafræðingur að mennt með diplómu í opinberri stjórnsýslu ... Ég starfa við að upplýsa, fræða og veita ráðgjöf bæði fyritækjum í atvinnulífinu, stofnunum ríkis og sveitarfélaga, félagssamtökum ofl. Ég er mikill leiðtogi í mér og ég er óhrædd að takast á við erfið mál. Síðast starfaði ég sem leiðtogi Alþjóðateymis Reykjavíkurborgar þar sem ég var með yfir 60 starfsmenn í vinnu og veitti og þróaði þjónustu við flóttafólk. Ég hef tekið þátt í stjórnmálum og hef setið sem varabæjarfulltrúi í sveitarstjórn Reykjanesbæjar.“ Jasmina kveðst trúa staðfastlega á hlutverk og gildi Viðreisnar, sem sé evrópusinnaður, frjálslyndur og hlynntur einkaframtaki. Hún sé staðráðin og metnaðarfull til að starfa af heilindum með „inngildandi og stefnumótandi sýn til að styðja við árangur flokksins.“
Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Sjá meira