Vill að rödd hins almenna launamanns heyrist á Alþingi Jakob Bjarnar og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. október 2024 11:32 Kristján Þórður, formaður Rafiðnaðarsambandsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. vísir/vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum. „Það hefur mikill fjöldi komið að máli við mig. Það hefur verið ákall eftir því að málefni launafólks komist á dagskrá Alþingis. Rödd launafólks þarf að heyrast og hafa áhrif á okkar samfélag. Ég er iðnaðarmaður og þar er ákall um að okkar rödd heyrist og sé sterk,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki liggja fyrir hvort hann muni, ef til þess kemur, verða á lista í Reykjavík suður eða norður. Það sé uppstillinganefndar að eiga við. „Þetta kemur bratt til vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Því hefur þetta gerst mjög hratt en þessi félagspólitík sem maður hefur starfað í á undanförnum árum hefur ýtt manni út í að velta þessum málum fyrir sér og að hafa meiri áhrif á samfélagið.“ Kristján segir að Samfylkingin hafi að undanförnu unnið markvisst að því að tengjast verkalýðshreyfingunni og hann ítrekar að miklu skipti að tengsl við hinn almenna launamann verði aukin. Og til þess horfi hann. Þó uppstillinganefnd sé að störfum þá er ljóst að einhver barátta verði um sætin en hvernig hún fari fram er óljóst. „Sko, nú fer þetta í hendur annarra að stilla upp á lista. Maður þarf að sjá hvað setur en margir horfa til þessara hluta. En ég tel tímapunktinn þannig að það þurfi að styrkja enn þessar tengingar.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
„Það hefur mikill fjöldi komið að máli við mig. Það hefur verið ákall eftir því að málefni launafólks komist á dagskrá Alþingis. Rödd launafólks þarf að heyrast og hafa áhrif á okkar samfélag. Ég er iðnaðarmaður og þar er ákall um að okkar rödd heyrist og sé sterk,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki liggja fyrir hvort hann muni, ef til þess kemur, verða á lista í Reykjavík suður eða norður. Það sé uppstillinganefndar að eiga við. „Þetta kemur bratt til vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Því hefur þetta gerst mjög hratt en þessi félagspólitík sem maður hefur starfað í á undanförnum árum hefur ýtt manni út í að velta þessum málum fyrir sér og að hafa meiri áhrif á samfélagið.“ Kristján segir að Samfylkingin hafi að undanförnu unnið markvisst að því að tengjast verkalýðshreyfingunni og hann ítrekar að miklu skipti að tengsl við hinn almenna launamann verði aukin. Og til þess horfi hann. Þó uppstillinganefnd sé að störfum þá er ljóst að einhver barátta verði um sætin en hvernig hún fari fram er óljóst. „Sko, nú fer þetta í hendur annarra að stilla upp á lista. Maður þarf að sjá hvað setur en margir horfa til þessara hluta. En ég tel tímapunktinn þannig að það þurfi að styrkja enn þessar tengingar.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira