Mainoo fór meiddur af velli í síðasta leik United, markalausu jafntefli við Aston Villa, og tók ekki þátt í leikjum Englands í Þjóðadeildinni.
Nú er ljóst að Mainoo verður frá keppni í nokkrar vikur. Harry Maguire verður sömuleiðis frá næstu vikurnar vegna meiðsla.
United tekur á móti Brentford á morgun. Liðið er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins átta stig eftir sjö umferðir. United hefur aðeins skorað fimm mörk í deildinni en aðeins nýliðar Southampton hafa gert færri, eða fjögur.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, þykir sitja í heitu sæti eftir slaka byrjun á tímabilinu og pressan á honum mun eflaust aukast ef liðinu mistekst að vinna Brentford á morgun.