Breska ríkisútvarpið segir frá þessu tilraunaverkefni og hefur þetta eftir Nikki Doucet sem er framkvæmdastjóri WPLL, samtaka um tvær efstu deildir enska kvennafótboltans.
Eins og flestir þekkja vel sem hafa farið á leiki í enska boltanum þá má ekki fara með bjórinn eða drykkinn sinn inn í stúku. Það verður að klára hann áður þú ferð aftur í sætið þitt.
Bannað frá árinu 1985
Svona hafa reglurnar verið í enska boltanum frá árinu 1985 en þær voru settar á sínum tíma til að minnka hættuna á ólátum áhorfenda. Á þeim tíma voru breskir ólátabelgir, svokallaðir hooligans, mikið vandamál í enskum fótbolta.
Árið 1985 létust 39 stuðningsmenn Juventus á úrslitaleik Evrópukeppninnar á móti Liverpool í Brussel og ensk félög voru sett í Evrópubann í fimm ár. Áfengisbannið inn á leikvöngunum var sett í framhaldinu.
Clubs in the top two divisions of women’s football want to allow fans to drink beer at their seats while watching matches
— Times Sport (@TimesSport) October 17, 2024
Read the full story ⬇️https://t.co/5PZYadKsv6
Enski kvennafótboltinn er alltaf að verða vinsælli og vinsælli og með meiri áhuga kemur krafa um betri og meiri upplifun fyrir áhorfendur.
Kúltúrinn í kvennaboltanum þykir vera allt annar en hjá körlunum. Áhorfendum þar virðist vera treyst betur fyrir að drekka áfengi í stúkunni en þeir sem mæta á karlaboltann.
Framkoman allt önnur
„Framkoma okkar stuðningsmanna er allt önnur en þeirra sem mæta á karlaleikina. Þetta snýst um að gefa okkar aðdáendum meiri möguleika á sama tíma og við treystum þeim til að sýna ábyrgð,“ sagði Nikki Doucet.
Hún vildi þó ekki gefa upp hvaða félög það eru sem fá að prófa þetta fyrst.
„Við ætlum að prófa þetta í nokkrum leikjum í ensku b-deildinni og svo sjáum við til hvað við lærum af því,“ sagði Doucet.