Vilja prófa að leyfa áfengi á kvennaleikjum í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2024 07:31 Tveir stuðningsmenn kvennaliðs Arsenal. Nú á að prófa að leyfa áfengi á kvennaleikjum í enska boltanum. Getty/ Tvö félög úr enska kvennafótboltanum fá að prófa það að leyfa fólki að drekka áfengi á sama tíma og það horfir á fótboltaleiki úr áhorfendastúkunni. Breska ríkisútvarpið segir frá þessu tilraunaverkefni og hefur þetta eftir Nikki Doucet sem er framkvæmdastjóri WPLL, samtaka um tvær efstu deildir enska kvennafótboltans. Eins og flestir þekkja vel sem hafa farið á leiki í enska boltanum þá má ekki fara með bjórinn eða drykkinn sinn inn í stúku. Það verður að klára hann áður þú ferð aftur í sætið þitt. Bannað frá árinu 1985 Svona hafa reglurnar verið í enska boltanum frá árinu 1985 en þær voru settar á sínum tíma til að minnka hættuna á ólátum áhorfenda. Á þeim tíma voru breskir ólátabelgir, svokallaðir hooligans, mikið vandamál í enskum fótbolta. Árið 1985 létust 39 stuðningsmenn Juventus á úrslitaleik Evrópukeppninnar á móti Liverpool í Brussel og ensk félög voru sett í Evrópubann í fimm ár. Áfengisbannið inn á leikvöngunum var sett í framhaldinu. Clubs in the top two divisions of women’s football want to allow fans to drink beer at their seats while watching matchesRead the full story ⬇️https://t.co/5PZYadKsv6— Times Sport (@TimesSport) October 17, 2024 Enski kvennafótboltinn er alltaf að verða vinsælli og vinsælli og með meiri áhuga kemur krafa um betri og meiri upplifun fyrir áhorfendur. Kúltúrinn í kvennaboltanum þykir vera allt annar en hjá körlunum. Áhorfendum þar virðist vera treyst betur fyrir að drekka áfengi í stúkunni en þeir sem mæta á karlaboltann. Framkoman allt önnur „Framkoma okkar stuðningsmanna er allt önnur en þeirra sem mæta á karlaleikina. Þetta snýst um að gefa okkar aðdáendum meiri möguleika á sama tíma og við treystum þeim til að sýna ábyrgð,“ sagði Nikki Doucet. Hún vildi þó ekki gefa upp hvaða félög það eru sem fá að prófa þetta fyrst. „Við ætlum að prófa þetta í nokkrum leikjum í ensku b-deildinni og svo sjáum við til hvað við lærum af því,“ sagði Doucet. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Breska ríkisútvarpið segir frá þessu tilraunaverkefni og hefur þetta eftir Nikki Doucet sem er framkvæmdastjóri WPLL, samtaka um tvær efstu deildir enska kvennafótboltans. Eins og flestir þekkja vel sem hafa farið á leiki í enska boltanum þá má ekki fara með bjórinn eða drykkinn sinn inn í stúku. Það verður að klára hann áður þú ferð aftur í sætið þitt. Bannað frá árinu 1985 Svona hafa reglurnar verið í enska boltanum frá árinu 1985 en þær voru settar á sínum tíma til að minnka hættuna á ólátum áhorfenda. Á þeim tíma voru breskir ólátabelgir, svokallaðir hooligans, mikið vandamál í enskum fótbolta. Árið 1985 létust 39 stuðningsmenn Juventus á úrslitaleik Evrópukeppninnar á móti Liverpool í Brussel og ensk félög voru sett í Evrópubann í fimm ár. Áfengisbannið inn á leikvöngunum var sett í framhaldinu. Clubs in the top two divisions of women’s football want to allow fans to drink beer at their seats while watching matchesRead the full story ⬇️https://t.co/5PZYadKsv6— Times Sport (@TimesSport) October 17, 2024 Enski kvennafótboltinn er alltaf að verða vinsælli og vinsælli og með meiri áhuga kemur krafa um betri og meiri upplifun fyrir áhorfendur. Kúltúrinn í kvennaboltanum þykir vera allt annar en hjá körlunum. Áhorfendum þar virðist vera treyst betur fyrir að drekka áfengi í stúkunni en þeir sem mæta á karlaboltann. Framkoman allt önnur „Framkoma okkar stuðningsmanna er allt önnur en þeirra sem mæta á karlaleikina. Þetta snýst um að gefa okkar aðdáendum meiri möguleika á sama tíma og við treystum þeim til að sýna ábyrgð,“ sagði Nikki Doucet. Hún vildi þó ekki gefa upp hvaða félög það eru sem fá að prófa þetta fyrst. „Við ætlum að prófa þetta í nokkrum leikjum í ensku b-deildinni og svo sjáum við til hvað við lærum af því,“ sagði Doucet. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira