Aspinall mætti Madars Razma í 2. umferð Players Championship í Wigan í gær. Aspinall sigraði Niels Zonnevield örugglega í 1. umferðinni en fann ekki sama takt gegn Razma.
Í stöðunni 4-4 gegn Razma fékk Aspinall tækifæri til að taka forystuna í viðureigninni. Hann þurfti að taka út fjörutíu en fyrsta pílan fór ekki á réttan stað. Ekki sú önnur heldur og þá trompaðist Aspinall.
Aspinall grýtti síðustu pílunni í spjaldið en baðst strax afsökunar. Razma vann leikinn á endanum, 6-4. Þrátt fyrir að síðustu pílunni hafi verið grýtt í bræði var Aspinall nálægt því að hitta í reit á spjaldinu.
Nathan Aspinall at players championship 27 pic.twitter.com/Bu3140Rc4m
— Mason (@Mason_93883737) October 15, 2024
Aspinall fór heim með þúsund pund (tæplega 180 þúsund íslenskar krónur) í verðlaunafé en hann gæti þurft að greiða eitthvað af því í sekt fyrir að grýta pílunni í spjaldið.