Guðmundur Ingi vill fara fram fyrir Samfylkinguna Lovísa Arnardóttir skrifar 16. október 2024 13:48 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu vill fara á Alþingi til að berjast fyrir hagsmunum jaðarsettra hópa. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ingi ætlaði fram í kosningum árið 2022 en framboð hans var metið ógilt vegna þess að hann uppfyllti ekki skilyrði um kjörgengi vegna þess að hann var ekki með óflekkað mannorð. Guðmundur Ingi ætlar nú að láta reyna að þetta í annað sinn. „Ég ákvað þetta bara í morgun,“ segir Guðmundur. Hann segir að auðvitað muni uppstillingarnefnd ákveða þetta. Hann eigi eftir að tilkynna þeim um ákvörðun sína en geri það síðar í dag. Raunverulegur fulltrúi jaðarsettra „Orð Kristrúnar eru að hún vill hafa breiða fylkingu með fólki úr öllum áttum, ekki einsleitan hóp. Ég ætla að vera raunverulegur fulltrúi minnihlutahópa og jaðarsettra,“ segir Guðmundur Ingi og að hans mál séu velferðarmál. Guðmundur Ingi hefur mikið unnið með heimilislausum, föngum og fólki með vímuefnaraskanir. Hann segir þróun úrræða og aðstoðar fyrir þessa hópa ekki þróast nægilega ört. „Við verðum að grípa í taumana og gera þetta sjálf. Jaðarsettir hópar eins og heimilislausir og fangar og fólk með vímuefnaraskanir. Ríkið þarf að koma meira að málum. Það er ört stækkandi hópur í samfélaginu sem fellur á milli kerfa og á meðan rífast ríki og sveitarfélög um það hver eigi að sjá um hvað. Það þarf bara að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Það langar mig að gera,“ segir Guðmundur Ingi. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Fíkn Fangelsismál Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29 Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46 „Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Guðmundur Ingi ætlaði fram í kosningum árið 2022 en framboð hans var metið ógilt vegna þess að hann uppfyllti ekki skilyrði um kjörgengi vegna þess að hann var ekki með óflekkað mannorð. Guðmundur Ingi ætlar nú að láta reyna að þetta í annað sinn. „Ég ákvað þetta bara í morgun,“ segir Guðmundur. Hann segir að auðvitað muni uppstillingarnefnd ákveða þetta. Hann eigi eftir að tilkynna þeim um ákvörðun sína en geri það síðar í dag. Raunverulegur fulltrúi jaðarsettra „Orð Kristrúnar eru að hún vill hafa breiða fylkingu með fólki úr öllum áttum, ekki einsleitan hóp. Ég ætla að vera raunverulegur fulltrúi minnihlutahópa og jaðarsettra,“ segir Guðmundur Ingi og að hans mál séu velferðarmál. Guðmundur Ingi hefur mikið unnið með heimilislausum, föngum og fólki með vímuefnaraskanir. Hann segir þróun úrræða og aðstoðar fyrir þessa hópa ekki þróast nægilega ört. „Við verðum að grípa í taumana og gera þetta sjálf. Jaðarsettir hópar eins og heimilislausir og fangar og fólk með vímuefnaraskanir. Ríkið þarf að koma meira að málum. Það er ört stækkandi hópur í samfélaginu sem fellur á milli kerfa og á meðan rífast ríki og sveitarfélög um það hver eigi að sjá um hvað. Það þarf bara að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Það langar mig að gera,“ segir Guðmundur Ingi.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Fíkn Fangelsismál Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29 Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46 „Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29
Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46
„Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54