Stofna herfylki skipað mönnum frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 14:14 Rússneskir hermenn við þjálfun. AP/Rússneski herinn Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir vera að stofna nýtt herfylki sem skipað verður allt að þrjú þúsund mönnum frá Norður-Kóreu. Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið Vladimír Pútín, kollega sínum, fullum stuðningi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Mikið magn hergagna, eldflauga og skotfæra fyrir stórskotalið hefur verið sent frá Norður-Kóreu til Rússlands og hafa á undanförnum dögum borist fregnir af því að Kim hafi einnig sent hermenn. Sex hermenn frá Norður-Kóreu eru sagðir hafa verið felldir í eldflaugaárás í Úkraínu í byrjun október og í kjölfar þess hélt varnarmálaráðherra Suður-Kóreu því fram að Kim myndi líklega senda hermenn til aðstoðar Rússa. Washington Post hafði svo á dögunum eftir heimildarmanni í leyniþjónustu Úkraínska hersins (GUR) að nokkur þúsund hermenn frá Norður-Kóreu hefðu verið sendir til Rússlands þar sem þeir eigi að fá þjálfun. Mögulega yrðu þeir sendir á vígvöllinn í Úkraínu og Kúrsk-héraði í Rússlandi fyrir lok þessa árs. Sjá einnig: Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Úkraínskir fjölmiðlar hafa svo birt frekari fregnir um aðkomu Norður-Kóreu að stríðinu. Samkvæmt þeim fréttum á þessi nýja herdeild að vera mynduð innan 11. stórfylkis fallhlífahermanna. Þá hefur Kiyv Post eftir heimildarmönnum sínum að Úkraínumenn telji líklegt að herfylkið verði sent til Kúrsk, þar sem Rússar hafa verið að sækja fram gegn Úkraínumönnum, eftir að þeir síðarnefndu gerðu óvænta innrás þar í sumar. Blaðamaður BBC í Úkraínu hefur einnig eftir heimildarmanni sínum í úkraínska hernum að verið sé að mynda herfylkið nærri landamærum Mongólíu. Kim Jong Un á æfingu hers síns fyrr á árinu.AP/KCNA Pútín lagði í gær fram drög að frumvarpi um umfangsmikið hernaðarbandalag við Norður-Kóreu. Það felur meðal annars í sér að bæði ríkin muni koma hinu til aðstoðar í stríði. Pútín og Kim skrifuðu undir samkomulag þess lútandi þegar rússneski forsetinn heimsótti Norður-Kóreu í sumar. Hersveitir Pútíns í Úkraínu eru taldar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum mánuðum. Mönnum er nú borgað mörgu sinnum meira í bónusa við að skrá sig í herinn er gert var árið 2022 og þykir það til marks um erfiðleika við að laða að nýja hermenn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Úkraína Tengdar fréttir Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Mikið magn hergagna, eldflauga og skotfæra fyrir stórskotalið hefur verið sent frá Norður-Kóreu til Rússlands og hafa á undanförnum dögum borist fregnir af því að Kim hafi einnig sent hermenn. Sex hermenn frá Norður-Kóreu eru sagðir hafa verið felldir í eldflaugaárás í Úkraínu í byrjun október og í kjölfar þess hélt varnarmálaráðherra Suður-Kóreu því fram að Kim myndi líklega senda hermenn til aðstoðar Rússa. Washington Post hafði svo á dögunum eftir heimildarmanni í leyniþjónustu Úkraínska hersins (GUR) að nokkur þúsund hermenn frá Norður-Kóreu hefðu verið sendir til Rússlands þar sem þeir eigi að fá þjálfun. Mögulega yrðu þeir sendir á vígvöllinn í Úkraínu og Kúrsk-héraði í Rússlandi fyrir lok þessa árs. Sjá einnig: Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Úkraínskir fjölmiðlar hafa svo birt frekari fregnir um aðkomu Norður-Kóreu að stríðinu. Samkvæmt þeim fréttum á þessi nýja herdeild að vera mynduð innan 11. stórfylkis fallhlífahermanna. Þá hefur Kiyv Post eftir heimildarmönnum sínum að Úkraínumenn telji líklegt að herfylkið verði sent til Kúrsk, þar sem Rússar hafa verið að sækja fram gegn Úkraínumönnum, eftir að þeir síðarnefndu gerðu óvænta innrás þar í sumar. Blaðamaður BBC í Úkraínu hefur einnig eftir heimildarmanni sínum í úkraínska hernum að verið sé að mynda herfylkið nærri landamærum Mongólíu. Kim Jong Un á æfingu hers síns fyrr á árinu.AP/KCNA Pútín lagði í gær fram drög að frumvarpi um umfangsmikið hernaðarbandalag við Norður-Kóreu. Það felur meðal annars í sér að bæði ríkin muni koma hinu til aðstoðar í stríði. Pútín og Kim skrifuðu undir samkomulag þess lútandi þegar rússneski forsetinn heimsótti Norður-Kóreu í sumar. Hersveitir Pútíns í Úkraínu eru taldar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli á undanförnum mánuðum. Mönnum er nú borgað mörgu sinnum meira í bónusa við að skrá sig í herinn er gert var árið 2022 og þykir það til marks um erfiðleika við að laða að nýja hermenn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Úkraína Tengdar fréttir Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00
Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9. október 2024 22:34
Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19